Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Blaðsíða 115
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2007 · 2 115
stjórn Eddu Heiðrúnar Bachman. Þvílík list, þvílík þjáning, þvílíkar blekk
ingar og lygar!
Í sumar stendur til að setja (ennþá einu sinni) upp Jesú Krist súperstjörnu
eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber. Það er Vesturport sem stendur að
sýningunni og Björn Hlynur Haraldsson stýrir henni. Söngleikurinn er orðinn
36 ára en það fellur ekki á hann enn.
Gunnar Karlsson
Saknað
Það var sérkennileg reynsla að koma að undirbúningi nýrrar grunnsýningar
Þjóðminjasafnsins sem var opnuð árið 2004. Þar tók höndum saman hópur
fólks sem var vissulega ekki ævinlega sammála eða jafnvel samlyndur, enda
komum við úr ólíkum fræðigreinum. En öll deildum við tilfinningu um að við
værum að vinna mikilvægt verk og höfðum einlægan áhuga á því að vinna það
sem best. Öll held ég að við höfum borið þokkalega góða virðingu fyrir sjón
armiðum hinna, og öll áttum við það sameiginlegt að vera ekki alveg viss um
hvernig við ættum að fara að. Við vorum byrjendur í sýningarsköpun, og það
var samvirk forysta. Eftir á held ég að þetta sé skemmtilegasta verk sem ég hef
unnið.
Sérstaklega finnst mér skemmtilegt að hafa fengið tækifæri til að endurnýja
gömul kynni við Hallgerði Gísladóttur sem hafði skrifað kandídatsritgerð
undir handleiðslu minni fyrir mörgum árum. Þótt það væri ekki beinlínis á
verksviði hennar sem yfirmanns þjóðháttasafns Þjóðminjasafnsins var kallað
á hana til þess að ritstýra margmiðlunartextum sýningarinnar og hafa milli
göngu milli okkar fræðimannanna og myndgerðarmanna. Síðar kom hún að
ritstjórn fleiri sýningartexta. Allt þetta verk vann Hallgerður af sannri list, dró
sig í hlé þegar það átti við en var ákveðin, örugg og úrræðagóð þegar á reyndi.
Sérstaklega er mér minnistætt hvað hún var örlát á viðurkenningu og þakkir ef
maður dreif sig í að vinna umsvifalaust það sem stóð upp á mann að gera
hverju sinni. Það var ekki lærð stjórnunarfræði hennar heldur eðli; þannig var
Halla.
Hallgerður Gísladóttir var Norðfirðingur að uppruna, fædd árið 1952 í Sel
dal í Norðfirði. Hún nam sagnfræði við heimspekideild Háskóla Íslands og
lauk kandídatsprófi árið 1991. Hún sérhæfði sig í sögu matargerðar og eldhús
hátta Íslendinga og skaust með því í fararbrodd í íslenskri sagnfræði á árum
þegar hversdagssaga og kvennasaga voru að ryðja sér til rúms. Hún var löngu
farin að vinna á þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins áður en hún lauk kandídats
prófi og varð yfirmaður hennar árið 1995. Árið 1999 kom út mesta ritverk