Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Blaðsíða 101
D o s t o j e v s k í o g f ö ð u r m o r ð i ð
TMM 2007 · 2 101
8 Sjá bók mína Tótem og tabú.
9 Sjá Tótem og tabú [IV. ritgerð 5.hluti.]
10 [Sbr. ritgerð Freuds, ,,Die Verbrecher aus Schuldbewusstsein“, sem er þriðji hluti
,,Einige Charaktertypen aus der psychoanalytischen Arbeit“.]
11 Sjá ,,Tótem og tabú“. Bestu greinargerðina um merkingu og innihald floganna
gerði Dostojevskí sjálfur, þegar hann sagði Strakhof vini sínum að vanstillingin
og þunglyndið eftir flogaveikikast stafaði af því að honum fyndist hann sjálfur
vera afbrotamaður og gæti ekki losnað við tilfinningu fyrir því að byrði ókunnr
ar sektar hvíldi á honum um að hann hefði framið eitthvert mikið illvirki, sem
þjakaði hann (FülöpMiller, 1924, 1188.bls.). Í sjálfsásökunum sem þessum sér
sálkönnun viðurkenningu á ,,sálrænum raunveruleika“ og reynir að koma þess
ari ókunnu sekt til meðvitundar.
12 [ ,,Að taka hverjum manni eftir verðleikum hans, hver slyppi þá við hýðingu“,
Hamlet 2.2.499. Helgi Hálfdanarson þýddi.]
13 „Aðalatriðið er spilið sjálft,“ segir hann í einu bréfa sinna. ,,Ég get svarið að
peningagræðgi skiptir þar engu máli, enda þótt guð megi vita að mig sárvantar
peninga.“
14 „Hann sat alltaf við spilaborðið þangað til hann hafði tapað öllu og var orðinn
algjör öreigi. Það var ekki fyrr en skaðinn var skeður að hinn illi andi vék loksins
frá sálu hans fyrir sköpunarsnilli hans“ (FülöpMiller og Eckstein: Dostojewskí
am Roulette, LXXXVI. bls.).
15 [Í bréfi til Fliess frá 22. desember 1897 setti Freud fram tilgátu um að sjálfsfróun
væri ,,frumfíknin“, sem allar aðrar fíknir kæmu í staðinn fyrir (Aus den Anfän-
gen der Psychoanalyse, 1950).]
16 Flest af því, sem hér hefur verið sagt, er einnig að finna í ágætri bók Jolan Neufeld
(1923).
17 [Skömmu eftir að framanskráð ritgerð Freuds birtist á prenti fjallaði Theodor
Reik, sálkönnuður, um hana í tímaritinu Imago (2.h. 1929). Umsögn hans var
jákvæð á heildina litið, en hann taldi þó að Freud hefði dæmt siðgæðisstig
Dostojevskís of hart og var ósammála því, sem Freud skrifaði um siðferði í þriðju
málsgrein ritgerðarinnar. Þá var hann ekki alveg sáttur við form ritgerðarinnar.
Endirinn þótti honum ekki nógu vel tengdur því sem á undan fór. Er Freud hafði
lesið þessa gagnrýni (sjá 18. aftanmgr.) skrifaði hann Reik bréf það, sem hér fer
á eftir að hluta til. Hér er þýtt eftir ensku Standard Edition, þar sem ég hef ekki
aðgang að þýska frumtextanum.]
18 [Það var víst Eitington, vinur Freuds, sem ýtti fast á Freud að ljúka ritgerðinni
eftir því sem E. Jones segir í Ævisögu Freuds (1957, 152.bls.).]
19 [Hér vísast til þess, sem Reik skrifaði: ,,Afneitun var eitt sinn mælistika siðgæðis,
nú er hún aðeins ein af mörgum. Ef hún væri sú eina myndi hinn ágæti borgari
og Filistei, sem í sljóleika sínum beygir sig undir yfirvöldin og sem á svo auðvelt
með að neita sér um vegna þess að hann skortir hugarflug, bera langt af Dostoj
evski um siðgæði“.]
20 [Þetta bendir til að Reik hafi sýnt Freud gagnrýni sína áður en hún birtist í
Imago.]