Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Blaðsíða 58
Th o r Vi l h j á l m s s o n
58 TMM 2007 · 2
Hann var síiðjandi og ég undraðist afköstin þegar ég heimsótti hann
vikulega og fékk að sjá það sem hann hafði unnið hverju sinni. Það var
svo mikill andlegur styrkur í Herði sem jaðraði við ófreskt afl og hann
var óðfús að benda mér á leiðir að hinni hæstu list aldanna.
Það kom að því að þau drógust saman Sigríður Magnúsdóttir og
Hörður, glæsileg hjón og studdi hún eldhugann til allra dáða af hæ
versku og djúphygli og óbilandi tryggð; og eignuðust væn börn og vel
gerð. Þau Hörður og Sigga voru mínir fyrstu áheyrendur og hvöttu mig
óspart.
Fáum mönnum á ég eins mikið að þakka og Herði sem hollráðum
vini sem aldrei brást og var mestur þegar mest á reyndi. Aldrei brást
hann æskuhugsjónum sínum og hvergi, jákvæður og góðviljaður öðrum
og fljótur að finna þroskaþrá með fólki og glæða. Hann var drengur
góður.
Það voru margir menn í Herði. Og hann var svo andlega styrkur að
þessi ólíku öfl áttu frjósama sambúð innra með honum og í verki hans
öllu. Listamaðurinn, fræðarinn, kenningasmiður, lærimeistari og upp
alandi, réttsýnn og hugaður og verksígjarn, umfram líkamshreysti
þegar hún þvarr. Þá var andinn óbugaður.
Hann ruddi brautir í fræðum og opnaði svið íslenskrar hámenningar
fyrri alda sem aðra óraði ekki fyrir, og má kalla opinberun. Hann var
líka allra manna næmastur á nýgróður í myndlist út um veröldina. Ég
veit frá fyrstu hendi að góðvild hans og strangar kröfur sem lærimeist
ara skiptu sköpum fyrir marga þá sem hlíttu aga Harðar.
Það er eins og það væri nýskeð þegar við söfnuðumst í húsakynni
Sigríðar og Harðar til þess að ráða okkar ráðum um Birting. Og Hörður
kom barmafullur af fróðskap og vísbendingum sem hann sótti sér um
allt landið til að byggja fræði sín á og skemmti okkur með frásögnum
um manneskjur sem hann skynjaði svo djúpt og kærlega, ákaflega
næmur á skopleg tilbrigði.
Hörður Ágústsson var stórmenni og skildi eftir sig á mörgum sviðum
margra manna verk sem á eftir að verða mörgum drjúgt, náma, leiðar
ljós og fyrirmynd.