Morgunblaðið - 09.12.2016, Side 14

Morgunblaðið - 09.12.2016, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2016 Blinis með reyktum laxi Smáréttur sem slær alltaf í gegn. Það má líka bera fram 3-4 á mann sem forrétt. Geymið auglýsinguna. Gott að vita; það þarf að hita blinisið fyrir notkun til að bræða fituna í því svo það mýkist upp. Eftir það er í fínu lagi að bera það fram kalt. Aðferð: Hitið blinis samkvæmt leiðbeiningum. Dreifið smá sýrópi yfir hverja köku. Leggið laxinn yfir þannig að hann rúmlega þeki hverja köku. Setjið þá sýrða rjóman ofaná og að lokum hrogn. Fallegt er að skreyta með fersku dilli eða klípu af steinselju. * Forrétta blinis, frá Ópal Sjávarfang * Reyktar laxasneiðar, frá Ópal Sjávarfang * Hlynsýróp * Sýrður rjómi 18% * Hrogn, laxa eða silungahrogn (en svartur eða rauður loðnukavíar er líka mjög góður í þessa uppskrift) * Dill eða steinselja til að skreyta. Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Af átta stærstu sveitarfélögum lands- ins eykst lesskilningur marktækt í þremur sveitarfélögum í PISA-könn- uninni 2015, það er í Hafnarfirði, Reykjanesbæ og Árborg. Á sama tíma hrakar honum marktækt í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Þetta kemur fram í samantekt sem Menntamálastofnun hefur gert á nið- urstöðum PISA í átta stærstu sveit- arfélögunum 2012-2015. Í PISA-könnuninni 2015 bæta Ár- borg og Reykjanesbær sig verulega í öllum greinunum þremur frá könn- uninni 2012 en þau verma samt botn- inn af sveitarfélögunum átta. Garða- bær stendur sig best en þrátt fyrir það er árangurinn slakari nú í öllum greinunum en hann var 2012. Garðabær fylgir sveiflunni Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir ánægjulegt að nemendur í Garðabæ standi sig áfram vel í PISA og séu á toppnum en engin ein skýring blasi við á af hverju árangurinn er slakari nú en 2012. Einkunnir í PISA lækki almennt á Ís- landi og Garðabær fylgi þeirri sveiflu. „Breytt samfélagsgerð og álag á kennara í starfi sem hefur farið vax- andi vegna nýrra verkefna t.d. vegna innleiðingar á aðalnámskrá og nýju námsmati, getur haft áhrif. Niður- stöður könnunarinnar verða greindar nánar og kynntar í skólanefnd og bæjarráði, þar sem farið verður yfir þær,“ segir Gunnar. Menntamálin í öndvegi Mikil ánægja er með niðurstöður PISA-könnunarinnar í Árborg og Reykjanesbæ en síðustu ár hefur ver- ið unnið markvisst í því í þessum sveitarfélögum að bæta námsárang- ur. Í Reykjanesbæ var sammælst um að setja menntamál í öndvegi árið 2011. Allir skólastjórnendur leik- og grunnskóla, ásamt bæjaryfirvöldum, gerðu þá með sér viljayfirlýsingu um að bæta námsárangur. Útfærð var hugmyndafræði á bak við viljayfirlýsingu sem var byggð á markvissum skimunarkönnunum til að fá upplýsingar um hvernig nem- endur stóðu og síðan brugðist við út frá þeim niðurstöðum. „Það var farið í íhlutun og allt upplýst á milli skóla og til foreldra og farið í að vinna einstak- lingslega með nemendum eftir því hvar þeir voru staddir. Síðan voru sett markmið um að ná ákveðnum viðmiðum, það var haldið vel utan um allt og unnið vel saman,“ segir Gyða Arnmundsdóttir, deildarstjóri skóla- þjónustu Reykjanesbæjar. Þá var aukin fræðsla til kennara. Þessi nýju vinnubrögð í skólamál- um Reykjanesbæjar eru nánast heimasmíðuð en Gyða segir að þau hafi sótt þekkingu í rannsóknir og greinar og litið til þess hvernig þetta er gert í Þýskalandi og Kanada. „Við höfum sýnt á samræmdum könnun- arprófum undanfarin ár að við höfum verið að bæta okkur svo þetta er að skila sér. Við höfum hug á að halda þessari vinnu áfram og gera enn bet- ur,“ segir Gyða en í Reykjanesbæ eru nemendur þjálfaðir í lestri allan grunnskólann. Eldri nemendum þyk- ir það ekkert tiltökumál að sögn Gyðu, ný vinnubrögð hafi lagst vel í þá og eru notaðar ýmsar aðferðir til að fá þá til að keppa við sjálfa sig. Juku faglegt samstarf Sambærilegar áherslur hafa verið í Árborg en vinnulagið verið annað. Árið 2012 var farið í mikla skoðun á skólamálum sveitarfélagsins og í kjöl- farið gerðar ýmsar breytingar. „Við héldum stjórnendanámskeið fyrir leik- og grunnskólakennara, efldum í kjölfarið faglegt samstarf milli skóla, skólastiga og skólaþjónustu í gegnum þróunarverkefni og endurmenntun- arnámskeið. Oftar en ekki kom frum- kvæðið að áherslupunktum úr sjálfu skólasamfélaginu. Mikil fagleg sam- ræða og ígrundun hefur átt sér stað sl. 3-4 ár. Stórt þróunarverkefni í læsi var unnið í öllum leikskólum og í grunnskólum tókum við upp mark- vissar læsisskimanir og lestrarnám- skeið hafa verið í boði fyrir þá nem- endur sem á þurfa að halda,“ segir Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Árborgar. Þessi vinna fór af stað af miklum krafti skólaárið 2014/2015 og hefur þegar skilað sér í bættum les- skilningi og framförum í öðrum námsgreinum. Unnið er í anda hugmyndafræði sem er kennd við lærdómssamfélagið og er ættuð frá Kanada. „Við erum samt ekki með einhverja eina línu og miðstýrðar áherslur, við hvetjum skólana til að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir og að kennarar vinni saman í teymum og miðli þekkingu sín á milli,“ segir Þorsteinn. Árið 2013 tók ný skólastefna gildi í Árborg sem margir komu að. Þar var lögð áhersla á faglegt samstarf og aukinn námsárangur og hefur það gengið nokkuð vel. Sú skólastefna rennur út í ár og er nú verið að endur- skoða hana með enn frekari framfarir í huga. Þátttaka foreldra í námi barna sinna skipti líka miklu máli og hefur hún verið að aukast verulega að und- anförnu. „Þessar PISA-niðurstöður sýna að við erum á réttri leið og erum að gera eitthvað sem skilar árangri en við stefnum að sjálfsögðu enn hærra,“ segir Þorsteinn. Hafnarfjörður kom líka betur út úr PISA en áður en þar hefur verið lögð aukin áhersla á mikilvægi lestrar síð- ustu ár með innleiðingu á sérstakri læsistefnu sem nefnd er Lestur er lífsins leikur. Breytt vinnubrögð skiluðu bótum  Reykjanesbær og Árborg endurskoðuðu skólamálin hjá sér og það skilar sér nú í betri árangri í PISA  Lögð meiri áhersla á læsi og skimunarkannanir  Garðabær kom best út stóru sveitarfélaganna Lesskilningur í PISA 2012 og 2015 -í átta sveitarfélögum Heimild: Menntamálastofnun PI SA -s tig 540 530 520 510 500 490 480 470 460 450 440 PISA 2012 PISA 2015 Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær Akureyri Reykjanesbær Árborg 518 497 489 487 480 478 503 502 491 477 458 475 452

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.