Morgunblaðið - 17.12.2016, Side 6

Morgunblaðið - 17.12.2016, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Í úrskurði úrskurðarnefndar vel- ferðarmála um velferðarþjónustu Árnesþings segir að gögn í máli fatlaðs einstaklings sem ganga þarf níu kílómetra frá heimili sínu að næstu biðstöð strætisvagns til að komast leiðar sinnar beri hvorki með sér að sveitarfélagið hafi tekið umsókn kæranda fyrir á teym- isfundi né að lagt hafi verið sérstakt mat á aðstæður hennar. Að mati úr- skurðarnefndarinnar liggur því fyr- ir að aðstæður kæranda voru ekki rannsakaðar með fullnægjandi hætti, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga, þannig að hægt væri að taka upp- lýsta ákvörðun um hvort hún ætti rétt á ferðaþjónustu fatlaðra á grundvelli 35. gr. laga nr. 59/1992, sbr. reglur Velferðarþjónustu Ár- nesþings um ferðaþjónustu fatlaðra. María Kristjánsdóttir, for- stöðumaður Skóla- og velferðar- þjónustu Árnesþings, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál en hún geti upplýst að málið sé komið til nýrrar meðferðar hjá sveitarfé- laginu. „Við leitumst ávallt við að veita fötluðum þjónustu samkvæmt al- mennum lögum á sviði menntunar og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Í þessu máli líkt og öðrum er metin þörf einstaklings en úrskurð- arnefndin telur að ekki hafi verið gætt að rannsóknarreglu stjórn- sýslulaga með nægilegum hætti og málið er því komið til sveitarfé- lagsins aftur til efnislegrar með- ferðar,“ segir María. Fatlaður einstaklingur labbar níu km í strætó Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnas Stjórnsýslua Velferðarþjónustan gætti ekki að rannsóknarreglu.  Fær ekki ferða- þjónustu fatlaðra Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Þegar ríflega 70% rekstrarkostnað- ar liggja í mannahaldi er sömuleiðis ljóst að ekki verður unnt að mæta kröfunni öðruvísi en með uppsögn- um,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í forstjórapistli á vefsíðu spítalans. Vekur hann þar máls á því að fjórir milljarðar sem ætlaðir eru til við- bótar rekstrinum frá síðasta ári hrökkvi skammt og segir hann fjár- lagafrumvarpið fela í sér aðhalds- kröfu upp á 5,3 milljarða króna. Þess- ir aukalegu fjármunir muni renna að mestu í launa- og verðlagsbætur. „Einhverjir kunna að telja að áhyggjur okkar séu óþarfar eða of miklar enda málið í vinnslu fjárlaga- nefndar og ekki frágengið. Það er hins vegar veruleiki Landspítala að þurfa að sýna fram á það með trú- verðugum hætti hvernig þessari að- haldskröfu verður mætt með skýrri áætlun til ráðuneytisins og það mun- um við gera,“ segir Páll í pistlinum. Hann segir að búið sé að gera áætl- un hvað varðar forgangsröðun en ljóst sé að auk uppsagna muni koma til lokana deilda á spítalanum. Lífs- bjargandi þjónusta komi fyrst, svo sem meðhöndlun alvarlegra bráðatil- fella og lífshættulegra sjúkdóma. Næst sé forgangsraðað í þágu með- ferða vegna alvarlegra langvinnra sjúkdóma. Þá meðferð minna alvar- legra slysa og sjúkdóma. Næst í þágu endurhæfingar og forvarna. Þjónusta við þá sem lokið hafa meðferð á Land- spítala mun svo reka lestina hvað for- gangsröðun varðar. Páll bendir á að McKinsey-skýrsl- an hafi sýnt fram á að spítalinn sé vel rekinn en þar hafi verið bent á fjár- sveltið. „Til að kóróna allt saman kemur þetta ófullburða fjárlagafrum- varp nú strax í kjölfar kosninga þar sem allir flokkar sem nú sitja á Al- þingi sóru og sárt við lögðu að nú væri upp runninn tími endurreisnar heil- brigðiskerfisins.“ Uppsagnir blasa við LSH  Forstjórinn segir fjóra milljarða hrökkva skammt  70% liggja í mannahaldi Morgunblaðið/Ómar Landspítalinn Áætlun hefur verið gerð um forgangsröðun þjónustu. Páll Matthíasson Jón Þórisson jonth@mbl.is Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur falið stjórn Hafnarborgar og menningar- og ferðamálanefnd sveitarfélagsins að skoða mögulega aðkomu bæj- arins að Sveinssafni til framtíðar. Þetta er ákvörðun bæjarráðs sem tekin var nýlega. Sveinssafn hefur staðið fyrir sýn- ingarhaldi á verkum Sveins Björns- sonar, listmálara, í fyrrverandi húsi listamannsins í Krýsuvík. Hitaveita ekki lengur möguleg Forsaga málsins er sú að einn eigenda Sveinssafns, Erlendur Sveinsson, skrifaði bæjaryf- irvöldum í Hafnarfirði bréf þar sem lýst er meðal annars aðstæðum við kyndingu hússins í Krýsuvík. Sam- kvæmt bréfinu er hveravatnshitun hússins ekki lengur í boði og grípa þurfi til kostnaðarsamrar raf- magnshitunar. Er þetta vegna þess að ekki var lengur talið óhætt að nota heitt vatn úr borholu sem er þarna í grenndinni, vegna aldurs hennar. Jafnframt er því lýst í bréfinu að húsið leki rigningarvatni og brýnt sé að ráð bót á því. Erindi safnsins er þríþætt. Er þess farið á leit að bærinn leggi fram 420 þúsund krónur til að mæta kyndingarkostnaði undanfarinna tveggja ára og til að verjast leka. Einnig er farið fram á að gerður verði svonefndur menningarsamn- ingur við safnið sem auka myndi líkur á að safnið gæti aflað sér við- urkenningar Safnaráðs og þar með aðgang að rekstrar- og verk- efnastyrkjum á þess vegum. Þá er að síðustu lagt til að bærinn útvegi úttektarmenn til að meta við- haldsþörf hússins. Erlendur Sveinsson sagðist í samtali við Morgunblaðið bjartsýnn á að erindi safnsins fengi já- kvæðar viðtökur hjá bæj- aryfirvöldum. Um merka starfsemi væri að ræða sem brýnt væri að yrði hjálpað til að leysa þau vandamál sem að steðja. Sem fyrr segir var bréf safnsins tekið fyrir á fundi bæjarráðs og bókað um frekari skoðun á mögulegri aðkomu bæj- arins að safn- inu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sveinshús Fjöldi verka listamannsins prýðir húsið í Krýsuvík en í verkum talið er safnið það þriðja stærsta. Bæjaryfirvöld skoða aðkomu að Sveinssafni  Hitaveita ekki lengur möguleg í Krýsuvík og húsið lekur Náin tengsl eru milli Sveins- safns og kirkjunnar í Krýsuvík. Þannig var kirkjugestum um árabil boðið til kirkjukaffis eftir messu. Hlé hefur þó verið á þessu frá því kirkjan brann í ársbyrjun 2010. Nú hefur hún verið endurbyggð og er stefnt að því að koma henni fyrir á grunni sínum næsta vor. Ráðgera aðstandendur safnsins að endurvekja þessa hefð frá og með vígsluathöfn- inni en leysa þarf fjárhags- vanda safnsins svo það getið orðið. Hugðist safnið jafn- framt opna nýja sýn- ingu með verkum Sveins. Þá er listamað- urinn jarðsettur í kirkjugarðinum í Krýsuvík. Tengsl safns og kirkju SVEINSHÚS Í KRÝSUVÍK Erlendur Sveinsson Eins og önnur félög sjómanna felldu vélstjórar kjarasamning við SFS. Atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í gær og voru 478 félagsmenn á kjörskrá. Af þeim tóku 333, eða 69,7%, þátt í atkvæðagreiðslunni. Já sögðu 109 eða 32,7% þeirra sem greiddu at- kvæði, en nei sögðu 220, eða 66,1%, og 4, eða 1,2%, skiluðu auðu. Verkfall hófst á fiskiskipaflotan- um klukkan 20 á miðvikudagskvöld eftir að Sjómannasamband Íslands, Sjómannafélag Íslands, Verkalýðs- félag Vestfirðinga og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur höfðu fellt kjarasamninga með afgerandi hætti í annað skipti á árinu. 24. júní í sumar var undirritaður kjarasamningur SSÍ og SFS, en hann var felldur í atkvæðagreiðslu sem lauk 10. ágúst. Verkfall var boð- að í kjölfarið og stóð það í fimm sól- arhringa, 10.-15 nóvember. Samn- ingar voru undirritaðir á ný um miðjan nóvember en þeir hafa nú verið felldir í atkvæðagreiðslu. Verk- fall á flotanum hófst á miðvukudag, en í næstu viku er reiknað með fundi deiluaðila hjá ríkissáttasemjara. Vélstjórar felldu samning við SFS Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.