Morgunblaðið - 17.12.2016, Síða 12

Morgunblaðið - 17.12.2016, Síða 12
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Áþeim fjórtán árum semég hef sungið með kórn-um hef ég tvisvar þurftað sleppa því að syngja með á jólakonsert, og það var ómögulegt,“ segir Vigfús M. Vig- fússon, einn af meðlimum Karla- kórs Reykjavíkur, en söngurinn á aðventunni er stór hluti af hans jólastemningu. „Það er vissulega sérstakt að byrja að syngja í september á kór- æfingum lög sem tengjast jól- unum, en stemningin magnast eft- ir því sem nær dregur jólum. Aðventutónleikarnir eru mjög sterk hefð hjá okkur kórfélögum og ég finn hvað þetta er mikill hluti jólanna hjá okkur flestum, ef ekki öllum. Jólatónleikar Karla- kórs Reykjavíkur eru hefð sem fór af stað árið 1993, fyrir tuttugu og þremur árum. Þá var miklu minna um tónleikahald fyrir jólin, ekkert í líkingu við það sem núna er, svo okkar tónleikar eru mjög rót- grónir í hugum margra borgarbúa. Við fáum alltaf marga sem koma á tónleikana okkar til að njóta, ár eftir ár.“ Uppáhaldsárstíminn hjá jóladrengnum Vigfús segist vera fæddur í desember og fyrir vikið er desembermánuður og aðventan uppáhaldsárstími hans. „Mér finnst þetta rosalega góður tími, þrátt fyrir myrkrið sem fylgir þessari árstíð þá er eitthvað sem heillar mig við þenn- an tíma. Ætli sé ekki óhætt að segja að ég sé jóladrengur.“ Vigfús segir að það að vera í Karlakór Reykjavíkur snúist ekki aðeins um að syngja, heldur ekki síður um frábæran félagsskap. „Í mörgum tilvikum snýst það líka um afar góða vináttu. Þetta er sterkur hópur sem heldur vel utan um sína félaga þegar eitthvað bjátar á hjá þeim. Menn standa þétt saman og veita hver öðrum góðan stuðning.“ Vigfús segir að jólatónleik- arnir séu hluti af rótgróinni að- ventuhefð hjá hans fjölskyldu. „Þau reyna alltaf að koma á kvöldtónleika, því þeim finnst Þetta snýst líka um frábæran félagsskap Að vera í kór snýst ekki einvörðungu um að syngja, í mörgum tilvikum snýst það líka um afar góða vináttu. „Þetta er sterkur hópur sem heldur vel utan um sína félaga þegar eitthvað bjátar á hjá þeim. Menn standa þétt saman og veita hver öðrum góðan stuðning,“ segir Vigfús M. Vigfússon, meðlimur í Karlakór Reykjavíkur, en þeir félagarnir ætla að syngja ferna jólatónleika um helgina. Morgunblaðið/Golli Allt að smella Vigfús með Friðriki, stjórnanda kórsins, á lokaæfingunni. Fjölbreyttur hópur Karlar á öllum aldri skipa Karlakór Reykjavíkur. Góðir félagar Þrír kátir úr kórnum og Friðrik stjórnandi fyrir framan á góðri stundu og hátíðlegri á kóramóti í Hörpu fyrr á þessu ári. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 Skákfélagið Hrókurinn starfar í anda einkunnarorða skákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda. Á vefsíðu Hróksins kemur fram að í anda þess- ara kjörorða heimsæki Hrókurinn Barnaspítala Hringsins vikulega, haldi uppi skáklífi í Vin, athvarfi Rauða krossins, og sinni skák- landnámi á Grænlandi. Hrókurinn gerir margt fleira, m.a. hefur hann heimsótt öll sveitarfélög og alla skóla á Íslandi. Á heimasíðu Hróksins má fræðast um þetta skákfélag og þar kemur einnig fram að jólahátíð fé- lagsins verður í dag, laugardag, milli kl. 14 og 17 í Pakkhúsi Hróksins, sem er við Geirsgötu 11 við Reykjavíkur- höfn. Pakkhúsið gegnir einnig hlut- verki miðstöðvar fyrir fatasöfnun í þágu grænlenskra barna og ung- menna. En í dag verður þar fjölbreytt dagskrá í boði fyrir gesti og gangandi í tilefni jólahátíðarinnar. Meðal þeirra sem koma fram eru Bjartmar Guð- laugsson, rithöfundur og tónlistar- maður, Jóhannes Kristjánsson eftir- herma og Linda Guðmundsdóttir harmónikkuleikari frá Finnboga- stöðum. Tveir jólasveinar hafa lofað að líta inn, bræðurnir Gáttaþefur og Stekkjastaur sem ætla að tefla við gesti. Einnig verður hægt að njóta myndasýningar frá starfi Hróksins á Íslandi og Grænlandi, og ýmislegt verður á boðstólum á bóka- og flóa- markaði í þágu starfs Hróksins. Að ógleymdum veitingum, vöfflum, kök- um og kakó sem konur úr prjónahópi Gerðubergs munu reiða fram, en þær hafa tekið virkan þátt í starfi Hróks- ins. Þær útbjuggu m.a. jólapakka til allra barna í Kulusuk. Allir eru hjartanlega velkomnir og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, verður heiðursgestur, en hann tók þátt í skákmaraþoni félagsins á árinu í þágu sýrlenskra flóttabarna. Vefsíðan www.hrokurinn.is Ljósmynd/Róbert Lagerman Geislandi bros Hrókurinn fer reglulega til Grænlands að kenna börnum skák. Stekkjastaur teflir við gesti á jólahátíð Hróksins í dag Í dag hefur fólk tækifæri til að hitta nokkra fremstu myndasöguhöfunda Íslands kaupa séríslenskar mynda- sögur á myndasögumarkaðinum KOMMIK KON 2016 á Hlemmi Square. Markaðurinn stendur frá kl. 14-18 og rætt verður um verkin þeirra og listina. Eftirtaldir höfundar ætla að mæta með myndasögur: Andri Kjart- an Andersen, Bjarni Hinriksson, Björn Heimir Önundarson, Halldór Baldursson, Héðinn Finnsson, Hlíf Una Bárudóttir, Hugleikur Dagsson, Karítas Gunnarsdóttir, Lóa Hjálmtýs- dóttir, Pétur Atli Antonsson, Sandra Rós Björnsdóttir, Sunna Sigurðar- Hlemmur Square Myndasögu- markaður Morgunblaðið/Golli Mætir í dag Hugleikur Dagsson. dóttir, Þórey Mjallhvít H. Ómars- dóttir. Hlemmur Square er við Lauga- veg 105, gott er að hafa með seðla því ekki hafa allir listamenn posa. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Vistvænna prentumhverfi og hagkvæmni í rekstri Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri og fyrsta flokks þjónusta. www.kjaran.is | sími 510 5520

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.