Morgunblaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Gerðar eru sömu kröfur til eigin-
leika biks á Íslandi og annars staðar í
Evrópu og því er ekki rétt sem hald-
ið hefur verið fram að hér á landi sé
verið að nota lakara bik en víða í ná-
grannalöndunum. Sérstökum
íblöndunarefnum hefur verið bætt í
malbik á umferðarmiklar götur hér á
landi sem auka viðnám gegn skriði,“
segir m.a. í frétt sem Vegagerðin
birti á vef sínum í gær.
Án þess að það komi beint fram í
fréttinni þá er Vegagerðin greinilega
að bregðast við þeirri gagnrýni sem
fram kom hjá Ólafi Kr. Guðmunds-
syni, tæknistjóra EuroRAP á Ís-
landi, í Morgunblaðinu sl. fimmtu-
dag. Þar gagnrýndi Ólafur léleg þrif
á götum Reykjavíkur og kvað ekki
hægt að rekja svifryksmengun að
öllu leyti til notkunar nagladekkja.
Þá sagði Ólafur vandann einnig
liggja í lélegu malbiki og það væri
lagt of þunnt. Frekar ætti að notast
við innflutt hráefni, eins og kvarts.
Reglur hafa verið hertar
Vegagerðin segir malbikið á sín-
um vegum yfirleitt sömu gerðar og
það malbik sem notað sé í nágranna-
löndum, enda framleitt í samræmi
við Evrópustaðla varðandi kröfur til
steinefnis, biks og malbiksblöndu.
Sama eigi við um aðferðir og kröfur
við útlögn malbiksins, þar hafi reglur
verið hertar mörg undanfarin ár og
eftirlit aukið með aukinni tækni.
Steinefni séu og hafi verið flutt inn,
m.a. vegna þess að þau séu ljósari á
litinn, en innlend gæðasteinefni séu
nánast jöfn að gæðum og þau inn-
fluttu.
Þá heldur Vegagerðin því fram að
orsök hjólfara í malbiki sé slit af
völdum nagladekkja.
„Talið er að nagladekkjaslit valdi
um 70 prósentum af þeim hjólförum
sem myndast en sig og skrið vegna
þungaumferðar um 30 prósentum.
Nokkrar rannsóknir hafa verið gerð-
ar á samsetningu svifryks til að
kanna hvaðan rykið kemur, m.a.
rannsóknir styrktar af rannsókna-
sjóði Vegagerðarinnar. Í rannsókn
frá árinu 2003 kom í ljós að malbik
var um 55% af svifrykinu en í sam-
svarandi könnun 2013 var malbikið
aðeins 17% en á móti var þar þá að
finna ösku sem ekki hafði áður fund-
ist eða sem nam 18%. Þetta er mikill
munur og gæti skýringin falist í
fækkun nagladekkja og slitsterkara
malbiki. Unnið er að frekari rann-
sóknum á þessu,“ segir í frétt Vega-
gerðarinnar.
Krafa um hitamyndavélar
Þar er því jafnframt haldið fram
að nagladekkin valdi því að ending-
artími malbiks hér á landi sé mun
styttri en þar sem lítil eða engin
notkun er á negldum hjólbörðum. Að
sögn Vegagerðarinnar er meðalend-
ing á malbiki hér á landi átta til tíu
ár. Hefur verið notast við stífara bik
á umferðarmiklum vegum, til að
minnka hjólfaramyndun vegna form-
breytinga.
Ólafur gagnrýndi einnig að malbik
væri of kalt þegar það væri lagt hér á
landi. Um þetta segist Vegagerðin
hafa gert þá kröfu síðan í sumar, við
útlögn á malbiki, að nota skuli hita-
myndavél með GPS-staðsetningu
sem mæli allt svokallað útlagnar-
þversnið. Gögn úr hitamyndavélum
skuli vera aðgengileg fyrir Vega-
gerðina. Þetta sé gert til að tryggja
enn betur en verið hefur að hitastig
við þjöppun sé nógu hátt.
„Ef hitastig malbiks er ekki nógu
hátt við völtun þá næst ekki þjöppun
í malbikið og kemur það fram við
mælingu á holrýmd í malbikinu.
Nægjanleg þjöppun er algjört skil-
yrði fyrir því að malbik heppnist
vel,“ segir Vegagerðin.
Tekið er fram að í útboðsgögnum
sé gerð krafa um að verktakar sýni
fram á að steinefni uppfylli allar
kröfur. Á undanförnum árum hafi
verið flutt inn steinefni frá Noregi í
umferðarmikla vegi á höfuðborgar-
svæðinu. Yfirlagnir Vegagerðarinn-
ar sl. sumar hafi eingöngu verið
gerðar úr því efni.
Fjárveitingar langt frá
þörfinni
Í fréttinni er að endingu bent á að
fjárveitingar til viðhalds bundinna
slitlaga hafi verið langt undir áætl-
aðri þörf á undanförnum árum.
Nefnir Vegagerðin sem dæmi að
samkvæmt áætlun fyrir árið 2016,
sem unnin er í viðhaldsstjórnunar-
kerfi Vegagerðarinnar fyrir bundin
slitlög, hafi áætluð fjárþörf til slit-
laga verið 3,5 milljarðar króna á svo-
nefndu suðursvæði. Fjárveitingin sé
hins vegar 1,2 milljarðar króna, eða
aðeins um þriðjungur af útreiknaðri
þörf.
Segir malbikið vera í lagi
Vegagerðin vísar gagnrýni á gerð malbiks og lagningu á bug Sömu kröfur
gerðar hér á landi og annars staðar Telja nagladekkin valda hjólförum í malbiki
Morgunblaðið/Rósa Braga
Malbikun Vegagerðin telur að malbikið sem lagt er á götur hér á landi
standist fyllilega samanburð við slitlag í löndum í kringum okkur.
Á meðan lítið gerist í götusópun í
Reykjavík hafa starfsmenn Ak-
ureyrarbæjar unnið að því alla
vikuna að sópa götur í bænum,
með það fyrir augum að sporna
gegn svifryksmengun. Muna elstu
menn bæjarins ekki eftir því að
slík vinna hafi farið fram í desem-
ber áður.
Tveir stórir sópbílar hafa verið
nýttir til verksins og einn minni
bíll. Hefur miðbæjarsvæðið verið
hreinsað, sem og helstu stofn- og
tengibrautir. Markmiðið er að
minnka svifryksmengun en á þurr-
um og köldum dögum þyrlast mik-
ið ryk upp frá umferðinni, segir í
tilkynningu frá bænum.
Akureyrarbær og Umhverf-
isstofnun hafa nýlega fest kaup á
nýjum svifryksmæli sem verður
settur upp fljótlega, en eldri mælir
við Tryggvabraut hefur verið til
vandræða síðustu misserin.
Reykjavíkurborg og Vegagerðin
létu sópa götur í haust. G. Pétur
Matthíasson hjá Vegagerðinni seg-
ir helstu stofnæðar þrifnar eftir
þörfum, sem og ábendingum frá
borginni, því betra sé að fara sam-
stiga í verkið. Nýlega kom til tals
að ráðast í götusópun á stofnæð-
um, eins og Miklubraut, en ekkert
varð úr því, að sögn G. Péturs.
Ljósmynd/Akureyrarbær
Akureyri Götusópari á fullu við að sópa Þing-
vallastræti í veðurblíðunni í gærmorgun.
Svifrykið sópað á
Akureyri alla vikuna