Morgunblaðið - 17.12.2016, Page 20

Morgunblaðið - 17.12.2016, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Komið og skoðið úrvalið Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Jólaskeið ERNU 2016 og servíettuhringur ársins Íslensk hönnun og smíði síðan 1924 ERNA Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is GULL- OG SILFURSMIÐJA Verð 21.500,- Skeiðin er hönnuð af Ragnhildi Sif Reynisdóttur, gullsmið og hönnuði Opið hús laugardag 17. des. milli 11:00 og 17:00 Sjáið jólaskeiðina smíðaða, þiggið kaffi og heimabakað. Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Það átti að gifta hana öðrum manni í óþökk hennar en hún flúði heimalandið ásamt núverandi eigin- manni sínum í staðinn. Hún óttast að fara aftur til Þýskalands því hjúskapur þeirra sé ólöglegur og hún verði tekin af lífi af ákveðnum hópi fólks þar í landi sem segir dauðarefsingu liggja við hjóna- bandi þeirra. Lögreglan í Þýskalandi gat ekki verndað þau eða gert þeim kleift að lifa óttalaus og í friði. Þetta er ein fjölmargra frásagna fólks af er- lendu bergi brotins sem leitað hefur til Íslands eft- ir hæli og sjá má í úrskurðum Kærunefndar út- lendingamála sem tók til starfa á vordögum 2015. Ef marka má þær ástæður sem fólkið gefur við meðferð máls er það að flýja erfiðar aðstæður í heimalandi sínu, hvort sem þær grundvallast á ótta, ofbeldi, ofsóknum eða annars konar aðför að högum þess. Það á það sameiginlegt að hafa áfrýj- að ákvörðunum Útlendingastofnunar til að freista þess að fá að dvelja hér á landi, sem það telur öruggara. Þá lýsir kona bágum efnahagsaðstæðum í heimalandi sínu þar sem foreldrar hennar séu án atvinnu og fjölskyldan fái enga félagslega aðstoð frá stjórnvöldum. Aðalástæða flóttans sé þó alvar- legar hótanir og ítrekað áreiti af hendi ofbeldis- manns og eiturlyfjasala í garð fjölskyldu hennar. Fjölskyldan geti ekki leitað til lögreglunnar vegna ótta við viðbrögð mannsins og vantrausts á lög- regluna vegna spillingar. Hún hafi ekki átt annan kost en að flýja til Íslands. Annar greinir frá því að honum hafi verið hótað af aðilum á vegum stjórnvalda. Hann hafi þurft að flýja þaðan og flakkað á milli landa. Á meðan hafi honum áfram verið hótað símleiðis. Þá er maður- inn sagður andlega veikur og verði hann sendur aftur til Ítalíu valdi það óöryggi, óvissu um fram- tíð, streitu, ógn og álagi. Afmá persónugreinanlegar upplýsingar Hægt er að kæra ákvarðanir Útlendingastofn- unar til Kærunefndar útlendingamála varðandi veitingu hælis, dvalarleyfis eða búsetuleyfis á Ís- landi. Búið er að afmá ýmsar upplýsingar um hagi hælisleitendanna, þeim til varnar, úr úrskurðun- um, þ.e. heiti heimalands þeirra, viðkvæmar ástæður flótta þeirra, trúar- eða stjórnmálaskoð- anir og aðrar persónugreinanlegar og viðkvæmar upplýsingar. „Ef við metum annars vegar hagsmuni almenn- ings að geta lesið úr úrskurðum hvaða sjónarmið ráða úrslitum og hins vegar persónuverndarhags- muni fólks í viðkvæmri stöðu vegur það síðar- nefndar þyngra,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndarinnar. Hælisleitandi óttast útlendingayfirvöld Hælisleitendurnir sem farið hafa með mál sín fyrir kærunefndina hafa átt á hættu að verða end- ursendir til Ítalíu, Þýskalands, Noregs, Spánar, Írlands, Litháen og fleiri landa, þangað sem flestir telja sig ekki heldur eiga afturkvæmt. Einn maður segist til að mynda ekki geta farið aftur til Írlands því þar hafi honum verið tekið eins og glæpamanni án þess þó að hafa unnið nokkuð til saka. Hann óttist útlendingayfirvöld á Írlandi og kveðst í hættu á að verða sendur aftur til heima- lands síns. Aðstæður í móttökumiðstöðvum landanna eru einnig gagnrýndar í rökstuðningi hælisleitend- anna. „Móttökumiðstöðvar séu mjög fjölmennar og jafnvel yfirfullar. Þá hafi andúð á hælisleit- endum komið upp í landinu og árásir á hælisleit- endur í móttökumiðstöðvum átt sér stað,“ segir í úrskurði þar sem staðfest var að senda skyldi mann aftur til Þýskalands frá Íslandi. Þá vísa margir til þess að stjórnvöldum í heima- landinu sé ekki treystandi vegna spillingar eða tengsla. Flugstjóri til ellefu ára greinir frá því að hann hafi búið yfir upplýsingum um afdrif falinna flugvéla en lýst yfir vilja til að upplýsa um stað- setningu þeirra. Þá hafi ógnvekjandi menn komið og haft í hótunum við hann en þeir væru þekktir þar í landi fyrir að beita líkamsmeiðingum og myrða einstaklinga sem álitnir væru ógn. Til lítils hefði verið að leita til lögreglunnar vegna tengsla hennar við aðilana og yfirvöld í landinu. Hann hefði því ekki séð sér annað fært en að flýja land til að vernda líf sitt. Áttu ekki annan kost en að flýja  Hælisleitendur gefa upp ástæður sínar fyrir flótta frá heimlaandinu  Nefna ofsóknir, ofbeldi, ótta  Persónugreinanlegar upplýsingar afmáðar úr úrskurðum  „Erfiðustu málin varða yfirleitt börn“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Flótti Ástæður að baki flótta fólks frá heimalandi sínu eru mismunandi. Flestir vilja frið og öryggi. lega, t.d. lækkar Sláturfélag Suður- lands Yara-áburð um 25% milli ára.    Bændur í Mýrdal eru einnig ánægðir með að nú lítur út fyrir að þeir fái svæðisbundinn stuðning samkvæmt nýjum sauðfjársamn- ingi, en hingað til hafa þeir lent ut- an við svæði sem eru styrkt, og þó að þetta séu ekki stórar upphæðir munar um það í heildinni.    Uppbygging í ferðaþjónust- unni heldur áfram. Verið er að byggja stórt verslunarhús á vegum Icewear og unnið er að byggingu nýs þjónustuhúss á tjaldstæðunum í Vík, einnig eru í farvatninu um- sóknir um byggingu á nokkrum hótelum en 5 aðilar sóttu um að fá að byggja á lóð sem nýlega komst á skipulag og verður ákvörðun um úthlutun á henni tekin fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Þá er fyrir- huguð endurnýting húsa fyrir ferðaþjónustu í Þórisholti og bygg- ing nokkurra húsa á Norður-Fossi svo eitthvað sé nefnt.    Tvær nýjar götur sem nýlega komust inn á skipulag í Vík fengu nöfnin Sléttuvegur og Strandvegur.    En þó að það sé gott að upp- gangur í ferðaþjónustunni sé mikill þá fylgir því vissulega kostnaður sem sveitarfélagið þarf að takast á við, innviðir sveitarfélagsins eru engan veginn tilbúnir fyrir þessa hröðu uppbyggingu, öll þjónusta við bæði íbúa og ferðamenn er komin að þolmörkum og fara þarf í afar dýrar framkvæmdir, t.d. vegna frárennslismála. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sólarlag Sólin getur lýst skýin fallega upp á þessum árstíma en veðrið er þannig að líkara er vori en vetri. Tvær nýjar götur í Vík ÚR BÆJARLÍFINU Jónas Erlendsson Mýrdal Þó að einungis sé vika til jóla er veðurfar í Mýrdalnum líkara því að það sé að koma vor, 7 til 8 gráðu hiti dag eftir dag og snjór hefur nánast ekki sést nema til fjalla. Þetta er óneitanlega mjög þægilegt fyrir alla þá sem þurfa að vinna úti eða ferðast milli lands- hluta.    Eftir áfall sauðfjárbænda í haust með verðlækkun á dilkakjöti kemur það sér einstaklega vel að mikil verðlækkun á áburði virðist vera staðreynd, en sú mikla gengis- styrking sem hefur orðið á krón- unni gagnvart öðrum gjaldmiðlum veldur því að áburður lækkar veru- „Mörg mál reyna mjög á og erf- iðustu málin varða yfirleitt börn. Ég held að flestir sem vinna við þennan málaflokk yrðu sammála um það. Þær ákvarðanir Útlendingastofnunar sem við höfum snúið við, eða sent til baka til stofnunarinnar til frekari skoðunar, varða mjög oft börn. Við verðum hins vegar að fara að lögum og það krefst þess að tilfinningar ráði ekki för heldur mat á því hvort lagaskil- yrði séu uppfyllt,“ segir Hjörtur Bragi, formaður Kærunefnd- arinnar, spurður hvort bágar að- stæður fólks reyni ekki á nefnd- armenn við úrlausnir málanna. „Þó að við veitum ekki hæli eða dvalarleyfi þá þýðir það ekki að umsækjandi sé ekki að flýja erfiðar aðstæður. Fátækt, atvinnuleysi og húsnæðisleysi og almennt vonleysi heimila ekki eitt og sér að hæli eða dvalarleyfi sé veitt en flótta- mannaskilgreiningin snýst um ofsóknir af mjög alvarlegum toga,“ bætir hann við. Tilfinningar ráði ekki för KÆRUNEFND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.