Morgunblaðið - 17.12.2016, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016
jól og áramót
í hallgrímskirkju
ALLIR VELKOMNIR
hallgrímskirkja
www.hallgrimskirkja.is
24. desember. Aðfangadagur jóla
Aftansöngur kl. 18.00.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir.
Mótettukórinn syngur.
Stjórnandi Hörður Áskelsson.
Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju.
Stjórnandi Ása Valgerður Sigurðardóttir.
Organisti Björn Steinar Sólbergsson.
Miðnæturguðsþjónusta á jólanótt kl. 23.30
Dr. Sigurður Árni Þórðarson.
Schola cantorum syngur.
Stjórnandi Hörður Áskelsson.
Organisti Hörður Áskelsson.
25. desember. Jóladagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00.
Dr. Sigurður Árni Þórðarson.
Mótettukórinn syngur.
Organisti Björn Steinar Sólbergsson.
26. desember. Annar í jólum.
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir.
Mótettukórinn syngur.
Organisti Hörður Áskelsson.
Ensk messa kl. 16.00.
Sr. Bjarni Þór Bjarnason.
Mótettukór Hallgrímskirkju.
Organisti Hörður Áskelsson.
29. og 30. desember
J.S. Bach: Jólaóratórían I-III.
Schola cantorum,
Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju.
Stjórnandi Hörður Áskelsson.
31. desember. Gamlársdagur
Hátíðarhljómar við áramót kl. 16.30.
Aftansöngur kl. 18.00.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir
altari ásamt dr. Sigurði Árna Þórðarsyni.
Mótettukórinn syngur. Stjórnandi Hörður Áskelsson.
Organisti Björn Steinar Sólbergsson.
1. janúar. Nýársdagur
Hátíðarmessa kl. 14.00.
Dr. Sigurður Árni Þórðarson.
Mótettukórinn syngur.
Organisti og stjórnandi Hörður Áskelsson.
Helgihald á virkum dögum
í Hallgrímskirkju
Mánudagar: Bænastund kl. 12.15
í umsjón Sigrúnar Ásgeirsdóttur.
Þriðjudagar: Fyrirbænamessur kl. 10.30
í kórkjallara kirkjunnar.
Miðvikudagar: Árdegismessur kl. 8.00.
Eftir messu er boðið upp á morgunkaffi.
Fimmtudagar: Kyrrðarstund kl. 12.00.
Orgelleikur, hugvekja og bæn.
Prestar safnaðarins sjá um helgihald á
Droplaugarstöðum og Vitatorgi.
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Það er mikið fagnaðarefni að hafa
komið þessu verkefni loksins á beinu
brautina,“ segir Björn H. Hall-
dórsson, framkvæmdastjóri Sorpu
bs., en skrifað hefur verið undir sam-
komulag við danska fyrirtækið Aik-
an um tæknilausn
fyrir nýja gas- og
jarðgerðarstöð í
Álfsnesi. Þar
verður nær allur
lífrænn úrgangur
frá heimilum á
höfuðborgar-
svæðinu endur-
unninn yfir í ýmis
verðmæt gas- og
jarðgerðarefni,
t.d. metan og
bætiefni til landgræðslu. Árlega eru
um 100 þúsund tonn af úrgangi urð-
uð í Álfsnesi en þar af eru um 33.000
tonn af heimilisúrgangi frá samlags-
svæði Sorpu. Megnið af heimilis-
úrgangi, sem nú er urðaður í Álfs-
nesi, er lífrænn og er metangas
unnið úr honum.
Samkomulagið var undirritað sl.
fimmtudag af fulltrúum Sorpu og
Aikan, borgarstjóra og bæjar-
stjórum sveitarfélaganna á höf-
uðborgarsvæðinu.
Útboð í vor
Áætlaður heildarkostnaður við
byggingu stöðvarinnar er um 2,8
milljarðar króna. Stefnt er að því að
hefja framkvæmdir á næsta ári og
stöðin verði tekin í notkun á síðari
hluta ársins 2018. Byggingin verður
um 20 þúsund fermetrar að flatar-
máli og mun rísa á 5 hektara lóð í
Mosfellsbæ, á milli núverandi urð-
unarstaðar og gamla bæjarins í Álfs-
nesi.
Nú þegar búið er að semja við
Danina um tæknilausnina segir
Björn næsta skrefið vera hönnun
byggingarinnar og útboð á verkinu.
Vonast er til að útboð fari fram
næsta vor og framkvæmdir geti haf-
ist haustið 2017.
Við hönnunina verður áhersla lögð
á að stöðin falli sem best að umhverf-
inu í Álfsnesi og að nýtt verði vist-
væn byggingarefni eins og kostur er.
Björn segir sambærilegar gas- og
jarðgerðarstöðvar erlendis hafa gef-
ið góða raun. Við endurvinnslu á úr-
ganginum sé ákveðin sérstaða hér á
landi þar sem sorpið nýtist ekki sem
eldsneyti til rafmagns- eða varma-
framleiðslu, líkt og algengt sé er-
lendis. Í Svíþjóð sé þó t.d. mjög al-
gengt að metan sé framleitt úr
lífrænum úrgangi til nota á ökutæki.
Einnig sé komin góð reynsla af þess-
ari framleiðslu hér á landi en metan-
gasframleiðsla Sorpu samsvaraði
rúmlega 2 milljónum bensínlítra á
síðasta ári. Með því að nota metan í
stað jarðefnaeldsneytis minnkaði
losun á koltvísýringi um 33 þúsund
tonn það ár. Um 1.400 ökutæki nýta í
dag metan sem eldsneyti en með
gas- og jarðgerðarstöðinni í Álfsnesi
tvöfaldast núverandi metangasfram-
leiðsla Sorpu. Nægir það til að knýja
8-10 þúsund fólksbíla árlega.
„Breytingin núna er sú að metanið
verður búið til í verksmiðju í stað
þess að vera tekið af urðunar-
staðnum,“ segir Björn.
Stöðin verður að mestu sjálfstýrð
og kallar ekki á nema 3-4 ný störf.
Að sögn Björns kemur til greina að
bjóða þá starfsemi út í framtíðinni,
þó að Sorpa muni eiga stöðina sjálfa.
Sorpa mun áfram taka á móti sorp-
inu í Gufunesi og forvinna það. Það-
an verður það flutt í stöðina í Álfs-
nesi, í stað þess að vera urðað eins
og tíðkast hefur til þessa. Er stefnt
að því að yfir 95% af heimilissorpi á
samlagssvæði Sorpu verði endur-
unnin þegar stöðin verður komin í
gagnið. Vonast er til að urðun verði
alfarið hætt ekki seinna en árið 2021.
Metanið umhverfisvottað
Í tilkynningu frá Sorpu kemur
m.a. fram að metanið, sem er fram-
leitt hjá fyrirtækinu, hlaut í síðasta
mánuði norræna umhverfismerkið
Svaninn, fyrsta íslenska eldsneytið
til að hljóta slíka vottun.
„Umhverfismerkið tekur til alls
lífsferils metans sem framleitt er af
Sorpu og er meðal annars staðfest-
ing á að orkunotkun í fram-
leiðsluferlinu er haldið í lágmarki og
komið er í veg fyrir sóun eins og
kostur er. Enn fremur að fram-
leiðsla og notkun eldsneytisins stuðl-
ar að lágmarkslosun gróðurhúsa-
lofttegunda,“ segir m.a. í
tilkynningunni.
Auk endurvinnslu á heimilissorpi
verða plastefni sigtuð frá vinnslunni
og efnið nýtt t.d. í svonefndan brenni
eða til framleiðslu á díselolíu. Þá er
ætlunin að auka endurvinnslu á gleri
og auka flokkun á spilliefnum.
2,8 milljarðar í gas- og jarðgerðarstöð
Sorpa semur við danskt fyrirtæki um tæknilausn í nýja stöð í Álfsnesi Framkvæmdir hefjast á
næsta ári Vonast til að urðun verði alfarið hætt í síðasta lagi 2021 Eykur metangasframleiðslu
Endurvinnsla Teikning af sambærilegri gas- og jarðgerðarstöð í Banda-
ríkjunum, sem gæti risið í Álfsnesi á næstu árum á vegum Sorpu bs.
Björn H.
Halldórsson
Björn H. Halldórsson segir
langþráðan áfanga loksins
verða að veruleika hjá Sorpu.
Fyrstu hugmyndir um gas- og
jarðgerðarstöð kviknuðu árið
2005 og tveimur árum síðar
var gerð ítarleg könnun, sem
fór inn í svæðisáætlun um
meðhöndlun úrgangs. „Síðan
kom hrunið og ekki gafst tæki-
færi til að halda áfram með
verkefnið fyrr en árið 2013. Þá
skrifuðu eigendur Sorpu undir
samkomulag um byggingu
stöðvarinnar en síðan hafa
kærumál tafið þetta allt saman.
Þeim málum lauk í sumar og
haust þannig að þetta er komið
aftur á beinu brautina,“ segir
Björn en í fyrstu stóð til að
semja beint við þetta danska
fyrirtæki um tæknilausnina, án
útboðs. Það var kært og ákveð-
ið að fara í samkeppnisútboð á
Evrópska efnahagssvæðinu. Að
sögn Björns urðu einnig tafir í
því ferli. „Einn aðili skilaði ekki
tilboði á réttum tíma og við
neituðum að taka það til
greina. Sú ákvörðun var kærð
og það tók sinn tíma að vinna
úr því. En núna eru öll þessi
kærumál búin.“
Tafir og
kærumál
LANGUR FERILL