Morgunblaðið - 17.12.2016, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.12.2016, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 Svalaskjól -sælureitur innan seilingar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 198 4 - 2016 ÍS LEN SK FRAML EI ÐS LA32 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Einræðisstjórnin í Sýrlandi stöðvaði í gær flutninga á uppreisnarmönnum og borgarbúum frá austurhluta Aleppo-borgar og óvissa var um ör- lög þúsunda manna sem hafa ekki komist þaðan. Einræðisstjórnin sakaði upp- reisnarmenn um að hafa brotið sam- komulag um flutningana. „Flutning- arnir hafa verið stöðvaðir vegna þess að hryðjuverkahóparnir brutu sam- komulagið, reyndu að smygla vopn- um og gíslum frá austurhluta Aleppo,“ sagði ríkissjónvarp Sýr- lands sem hefur lýst öllum upp- reisnarhreyfingunum sem hryðju- verkahópum. Stjórnvöld í Moskvu, sem höfðu milligöngu um samkomulagið ásamt Tyrkjum, sögðu að flutningunum væri lokið og öllum konum og börn- um hefði verið forðað úr borgarhlut- anum. Stjórnvöld í Tyrklandi og tals- menn stjórnarhersins í Sýrlandi sögðu hins vegar að gert hefði verið hlé á flutningunum en þeim væri ekki lokið. Hjálparstofnanir sögðu að flytja þyrfti þúsundir manna til viðbótar frá Austur-Aleppo og hvöttu til þess að flutningarnir yrðu hafnir að nýju. Embættismaður Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar sagði að í Austur-Aleppo væru enn mörg börn undir fimm ára aldri og konur sem þyrftu að komast þaðan sem fyrst. Að sögn sýrlenskrar mannrétt- indahreyfingar höfðu um 8.500 manns, þar af 3.000 uppreisnar- menn, verið flutt frá austurhluta Aleppo þegar flutningarnir voru stöðvaðir. Óttast fjöldamorð Um 250.000 manns bjuggu í Austur-Aleppo áður en átökin um borgina hófust fyrir fjórum árum en margir hafa flúið þaðan. Þúsundir manna létu lífið í árásum á borgar- hlutann, sjúkrahús voru lögð í rúst og mikill matvæla- og lyfjaskortur er þar vegna umsáturs stjórnarhersins. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna segja að talið sé að um 50.000 manns séu enn í Austur-Aleppo, þar af um 40.000 óbreyttir borgarar, að sögn fréttavefjar BBC. Eftir að flutningarnir voru stöðv- aðir heyrðust sprengingar og byssu- hvellir í hverfinu Ramusa, sem er á valdi stjórnarhersins, að sögn frétta- manns AFP á staðnum. Rútur sem fluttu fólkið frá austurhluta Aleppo- borgar fóru um hverfið á leiðinni á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í vestanverðu Aleppo-héraði. Mannréttindahreyfingin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgist með stríðinu í Sýrlandi, taldi að flutningarnir hefðu verið stöðv- aðir til að knýja uppreisnamennina til að heimila flutninga á fólki úr tveimur þorpum, Fuaa og Kafraya, sem þeir hafa setið um frá því í sept- ember á síðasta ári. Þorpin eru í Idlib-héraði. Alþjóðaráð Rauða krossins telur að um 20.000 manns séu í Fuaa og Kafraya og flestir þeirra eru sjía- múslimar. Stjórn Sýrlands og klerkastjórnin í Íran hafa krafist þess að flutningar verði hafnir á íbú- um þorpanna, eins og íbúum Austur- Aleppo, en hermt er að uppreisnar- mennirnir hafi hafnað því. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og fleiri löndum hafa gagnrýnt Rússa og Írana fyrir þátt þeirra í blóðsúthellingunum í Sýr- landi. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði einræðis- stjórnina í Sýrlandi og rússneska og íranska bandamenn þeirra um „villi- mannsleg grimmdarverk gegn óbreyttum borgurum“. Hann sagði að flytja þyrfti íbúana og upp- reisnarmennina í Austur-Aleppo á brott og kvaðst óttast fjöldamorð í borgarhlutanum, líkt og í Srebrenica í Bosníu árið 1995 þegar hersveitir Bosníu-Serba drápu meira en 7.000 karlmenn úr röðum múslima. Flutt í stríðshrjáð hérað Gert er ráð fyrir því að flestir þeirra sem fluttir hafa verið frá Austur-Aleppo dvelji í Idlib, stríðs- hrjáðu héraði sem er að mestu á valdi uppreisnarmanna, m.a. liðs- manna íslömsku hreyfingarinnar Jabhat Fateh al-Sham, sem hét áður al-Nusra og tengdist hryðjuverka- netinu al-Qaeda. Hjálparstofnanir hafa miklar áhyggjur af örlögum flóttafólksins frá Austur-Aleppo í Idlib vegna árása stjórnarhersins og rússneskra herflugvéla á héraðið. Líklegt er að eftir sigurinn í Austur-Aleppo leggi stjórnarherinn áherslu á að ná Idlib á sitt vald og herði árásirnar á hér- aðið. „Ef ekki næst samkomulag um vopnahlé verður Idlib næsta Aleppo,“ hefur fréttavefur BBC eftir Staffan de Mistura, sendimanni Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi. Í Idlib eru nú þegar um 230.000 flóttamenn í um 250 bráðabirgða- búðum. Á mörgum staðanna eru að- stæðurnar óviðunandi, fjölskyldur dvelja í troðfullum og hálfköruðum byggingum, án kyndingar, salernis eða rennandi vatns, að sögn Alþjóða- ráðs Rauða krossins. 1 2 3 4 5 6 2 1 4 6 5 3 Yfirráðasvæði uppreisnarmanna í Sýrlandi Heimildir: ISW, OSDH, fréttaveitan AFP Uppreisnarmenn Hersveitir stjórnarinnar Ríki íslams Kúrdar Yfirráðasvæði Í gær Héruðin Daraa og Quneitra Lúta að mestu yfirráðum uppreisnarmanna, að frátalinni borginni Daraa. Homs-hérað Þrír bæir í norðanverðu héraðinu eru á valdi uppreisnarmanna: Rastan, Talbisseh, Houla Austur-Ghouta Um 40-50% svæðisins lúta yfirráðum upp- reisnarmanna. Stjórnarherinn situr um suma bæjanna,. Latakíu-hérað Uppreisnarmenn halda hluta fjalla fjall- lendis við landamærin að Tyrklandi. Idlib-hérað Nær allt héraðið er á valdi uppreisnarmanna fyrir utan tvö þorp sjía, Fuaa og Kafraya. Aleppo-hérað Uppreisnarmenn halda enn svæði vestan við Aleppo-borg og fjórum bæjum í norðanverðu héraðinu. Hassakeh JÓRDANÍA ÍRAK 100 km LÍ BA N O N DAMASKUS Aleppo Latakía Idlib Kobane Raqqa Deir Ezzor Palmyra Homs Daraa „Idlib-hérað verður næsta Aleppo“  Flutningar á fólki frá austurhluta Aleppo-borgar stöðvaðir AFP Komið undir læknishendur Særð kona í sýrlenskum landamærabæ á leið á sjúkrahús í Tyrklandi eftir að hafa verið flutt frá austurhluta Aleppo. Pútín boðar viðræður » Vladimír Pútín Rússlands- forseti sagði í gær að Rússar og Tyrkir beittu sér fyrir við- ræðum milli stjórnar Sýrlands og uppreisnarmanna til að koma á vopnahléi í öllu land- inu. » Avigdor Lieberman, varnar- málaráðherra Ísraels, sagði að Bashar al-Assad, einræðis- herra Sýrlands, væri „morð- vargur“ sem flæma þyrfti úr landinu ásamt hermönnum Ír- ana og liðsmönnum Hizbollah- samtakanna. Forseti Filippseyja, Rodrigo Du- terte, skaut þrjá karlmenn til bana þegar hann var borgarstjóri Davao. Þetta hefur hann staðfest í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC. Lög- reglumenn og dauðasveitir hafa drepið nær 6.000 manns, sem grun- aðir eru um sölu eða neyslu fíkni- efna, frá því að Duterte tók við for- setaembættinu í júní. „Ég drap um það bil þrjá. Ég veit ekki hversu mörgum skotum ég skaut í líkama þeirra. Þetta gerðist og ég get ekki sagt ósatt um það,“ sagði Duterte. Mennirnir munu hafa verið grunaðir um mannrán og nauðgun. Nokkrum klukkustundum áður hafði aðstoðarmaður forsetans þvertekið fyrir að Duterte hefði drepið einhvern með eigin hendi og sagt að ekki ætti að taka orð hans bókstaflega. Áður hafði forsetinn sagt í ræðu á fundi með frammá- mönnum í atvinnulífinu að hann hefði drepið menn sjálfur til þess að senda lögreglumönnum þau skila- boð að fyrst hann gæti það gætu þeir það líka. FILIPPSEYJAR Forsetinn segist hafa drepið þrjá menn AFP Manndrápari Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur viðurkennt manndráp. Vegna skorts á gjaldeyri hafa stjórnvöld á Kúbu boðist til að greiða skuld landsins við Tékkland með varningi sem Kúbumenn eiga aflögu, m.a. rommi. Stærsta dagblað Tékklands, Dnes, hefur eftir aðstoðarfjármálaráðherra landsins að greiðsla í rommi sé „áhugaverður kostur“. Blaðið segir að Tékkar hafi flutt inn kúbverskt romm fyrir 53 millj- ónir tékkneskra króna, jafnvirði um 240 milljóna íslenskra, á síðasta ári. Yrði öll skuldin greidd í rommi ættu birgðirnar sem Tékkar fengju að duga þeim í 130 ár, miðað við drykkju þeirra nú. Fjármálaráðu- neytið segir það of mikið af því góða og vill að hluti skuldarinnar verði greiddur í peningum. KÚBA Vilja borga skuldina í kúbversku rommi Romm skoðað í verslun í Havana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.