Morgunblaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 Í Bankastræti Lítil stúlka með stóra regnhlíf í haustrigningunni bankaði létt á rúðu til að vekja athygli á sér. Eggert Þjóðarstolt Íslend- inga beið hnekki þegar niðurstöður PISA-könnunar um getu 15-16 ára skóla- barna var kynnt. Nokkrir skólar virð- ast þó hafa náð við- unandi árangri og leita menn eðlilega skýringa á því. Einn þessara skóla er Réttarholtsskóli. Þar hafa kennarar haldið vel utan um nemendur er þeir þreyta PISA- prófið, próftakar hvattir til dáða og prófinu sýnd virðing. Heyrst hefur að nemendum sé jafnvel bú- inn veglegur morgunmatur fyrir próf. Í flestum öðrum skólum landsins hefur slíkur metnaður ekki verið fyrir hendi. Verkefnið virðist fjarlægt og nemendur sinna próftökunni með hangandi hendi vitandi það að niðurstaðan skipti þá litlu máli persónulega. Það er aðalregla hjá þátttöku- ríkjum PISA-kannana að til próf- töku eru valdir handahófskennt 100-150 skólar og síðan einnig af handahófi valdir 30-40 nemendur innan hvers skóla. Það má ætla að hinn útvaldi skóli hafi metnað til þess að nemendur hans standi sig vel og auðveldara sé að fá slíkan tiltekinn hóp til þess að leggja sig fram, svipað og kennarar hafa gert í Réttarholtsskóla, heldur en með því fyrirkomu- lagi sem gildir á Ís- landi að allir nem- endur landsins á tilteknum aldri í öll- um skólum landsins eru látnir þreyta prófið. Það er aðeins á Ís- landi og í Lúx- emborg og nokkrum öðrum fámennum ríkjum sem próf- takan er framkvæmd með svo almennum hætti. Bæði framangreind ríki eru neðarlega á PISA-listanum. Álitamál er hvort unnt sé með sanngjörnum hætti að bera saman niðurstöður PISA-könnunar á Ís- landi og í Lúxemborg annars veg- ar og öðrum þátttökuríkjum hins vegar, þegar um ólíka framkvæmd prófanna er að ræða, sem getur haft afgerandi áhrif á frammi- stöðu nemenda, eins og að framan er getið. Eftir Sigurð G. Thoroddsen » Það er aðeins á Ís- landi og í Lúx- emborg og nokkrum öðrum fámennum ríkj- um sem próftakan er framkvæmd með svo almennum hætti. Sigurður G. Thoroddsen Höfundur er lögfræðingur. PISA – Er samanburður sanngjarn? Fjallað hefur verið um hæfi dómara í fjöl- miðlum síðustu daga án þess þó að gerð hafi verið nægjanleg grein fyrir þeim reglum sem gilda um það og til- gangi þeirra. Þar sem slíkt getur leitt til mis- skilnings og rangrar umfjöllunar er nauð- synlegt að gera grein fyrir þeim reglum sem gilda um hæfi dómara hér á landi. Sjálfstæðir og óháðir dómstólar Samkvæmt stjórnarskránni er dómsvaldið einn grundvallarþáttur ríkisvaldsins. Í henni segir m.a. að dómendur skuli fara eftir lögunum og að öllum beri réttur til að fá úr- lausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsi- verða háttsemi með réttlátri máls- meðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Grunnatriði í þessum reglum er að dómendur skuli vera sjálfstæðir og óháðir og að þeir skuli einungis fara eftir lögunum í embættisverkum sínum. Í því felst að dómari lætur málsmeðferð og niðurstöður sínar eingöngu ráðast af lögum og hlut- lægu mati á rökum og sönn- unargögnum aðila. Þessum reglum stjórnarskrárinnar er svo fylgt eftir með réttarfarslögum og skyldri lög- gjöf sem útfæra m.a. umræddar hugmyndir um sjálfstæða og óháða dómstóla. Í réttarfarslögum er að finna regl- ur sem mæla fyrir um hæfi dómara og eiga að tryggja óhlutdrægni hans þegar hann sinnir embættisskyldum sínum. Þrátt fyrir að um sé að ræða mikilvægar og nauðsynlegar reglur í lýðræðisríki er vandasamt að setja þær þannig að þær nái yfir öll mögu- leg tilvik sem geta komið upp í dómsmálum. Því hafa víðast verið settar almennar reglur sem setja ákveðin viðmið um hæfi dómara. Af þeim sökum verður að skoða hvert mál fyrir sig sérstaklega áður en unnt er að taka afstöðu til hæfis dómara. Dómurum, eins og öðrum einstaklingum í flestum störfum sem þeir sinna, ber að gæta að hæfi sínu sjálfir, þ.e. taka ákvörðun um það hvenær þeir eigi að víkja sæti í ein- stöku máli. Þeir bera þannig sjálfir ábyrgð á þeim ákvörðunum sem þeir taka. Aðilar að dómsmáli geta þó í öllum tilvikum krafist þess að dóm- ari víki sæti og ber að leysa úr kröfu þeirra með rökstuddum úrskurði. Reglur um vanhæfi dómara Réttarfarslöggjöfin mælir fyrir um að dómari eigi að víkja sæti í máli ef nánar tilgreind atriði tengja hann við málsaðila eða málefni, eins og t.d. skyldleiki, og skiptir þar hug- læg afstaða dómarans engu máli. Ytri einkenni eru hér sýnileg og lík- indi fyrir því að dómari sé vanhæfur eru gefin fyrirfram. Honum ber því ávallt að víkja ef þau viðmið eru fyrir hendi. Að auki hafa réttarfarslög að geyma reglur sem mæla fyrir um vanhæfi dómara vegna afstöðu dóm- arans til málsaðila eða málefnisins. Í þeim segir að dómari sé vanhæfur til að fara með mál ef fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa. Hér ræðst van- hæfið ekki af fyrirfram ákveðnum eða sýnilegum tengslum heldur er spurt hvort réttmæt ástæða sé til að tortryggja óhlutdrægni dómarans með hliðsjón af öllum atriðum eða aðstæðum í viðkomandi dómsmáli. Íslensk og erlend dómafordæmi eru mikilvægar heimildir við skýringu þessara reglna. Í sem stystu máli verður að ganga út frá því að ís- lenskar lagareglur um hæfi dómara séu skýrðar á þann hátt að sömu hæfiskröfur séu gerðar hér á landi til dómara og leiddar verða af inn- lendri og erlendri dómaframkvæmd. Í dómstólalögum er mælt fyrir um að dómara sé óheimilt að taka að sér aukastarf eða eiga hlut í félagi eða atvinnufyrirtæki ef slíkt fær ekki samrýmst stöðu hans eða leiðir af sér hættu á að hann geti ekki sinnt embættisstarfi sínu sem skyldi. Nefnd um dómarastörf setur al- mennar reglur um hvers konar aukastörf geti samrýmst embætt- isstörfum dómara. Dómari skal til- kynna nefndinni um aukastarf áður en hann tekur við því. Sé ekki getið um heimild til að gegna starfinu í al- mennum reglum nefndarinnar skal dómari þó fyrirfram leita leyfis hennar til þess. Sambærilegar regl- ur eiga við ef dómari á hlut í félagi eða atvinnufyrirtæki. Hér er mik- ilvægt að hafa í huga að aðili máls getur alltaf óskað eftir upplýsingum hjá nefnd um dómarastörf um til- tekið aukastarf eða eignarhlut dóm- ara í félagi ef það getur skipt máli fyrir það ágreiningsefni sem. Um- ræddar reglur dómstólalaganna fela í sér leiðbeiningu um viss meg- inatriði sem dómari verður sjálfur að gæta að þegar hann hugar að hæfi sínu í einstökum tilvikum. Þær styðja því við almennar reglur rétt- arfarslaga um hæfi dómara en breyta þeim ekki. Hvenær á dómari að víkja sæti? Meginreglan er sú að dómari dæmir í máli sem honum hefur verið úthlutað af dómstólnum nema hann telji sig með rökum vanhæfan til að gera það eða hafa réttmætt tilefni til að færast undan máli. Þegar dómari metur eigið hæfi verður hann m.a. að horfa til þess hvort atvik í um- ræddu máli og aðstæður valdi því að réttmætt sé að efast um óhlut- drægni hans. Við matið skiptir traust málsaðila og almennings til hlutleysis dómstóla miklu. Því er oft- ast spurt að því hvort ytri atvik eða aðstæður gefi réttmætt tilefni til að óttast um óhlutdrægni hans. Jafn- framt verður að hafa í huga að dóm- ara er skylt að sinna embætt- isverkum sínum. Þar á meðal er skylda hans til að dæma í þeim mál- um sem honum hefur verið úthlutað. Dómari má þannig ekki koma sér hjá því að dæma í málum sem eru flókin, erfið eða viðkvæm í samfélag- inu. Þýðingarmikið er einnig að hæf- isreglurnar séu túlkaðar þannig að aðilarnir eða aðrir geti ekki með vilja gert tiltekinn dómara vanhæfan eða rýrt traust á honum án þess að gild rök liggi þar að baki. Að öðrum kosti er greið leið fyrir aðila að „velja sér dómara“ í skjóli þess að hann treysti ekki af einhverri ástæðu þeim dómara sem fer með mál. Því nægir ekki að aðili vefengi óhlutdrægni dómara heldur verður, eins og áður segir, að vera fyrir hendi réttmæt ástæða til þess að ve- fengja hæfi hans til að dæma mál. Sem fyrr greinir gætir dómari sjálfur að hæfi sínu. Hann gætir þess meðal annars að ekki séu atvik eða aðstæður fyrir hendi sem valdið geti réttmætum vafa um hlutleysi hans. Honum ber jafnframt að rækja embættisskyldur sínar og vík- ur því ekki sæti nema rök séu til þess. Það fer hins vegar eftir atvik- um hvort talið er að slík rök séu fyrir hendi. Til dæmis skiptir máli hvort dómari teljist hafa sérstaka hags- muni af málsúrslitum eða hvort hagsmunir sem hugsanlega megi ætla að dómari hafi séu svo létt- vægir að þeir skipti ekki máli þegar framangreind atriði eru metin. Hér má sem dæmi nefna að veiti eign- arhald dómara í félagi honum sér- stök réttindi lögum samkvæmt, t.d. 10% eignarhlutur, væri honum rétt að víkja sæti í máli þar sem félagið er aðili. Dómari er hins vegar al- mennt ekki vanhæfur í máli almenn- ingshlutafélags sem hann á 0,1% eignarhlut í eða máli um stjórn- skipulegt gildi skattalaga þótt af slíkum málaferlum gæti leitt að hann teldist sjálfur skattskyldur með svipuðum hætti og aðrir. Hags- munir dómara eru í slíkum tilvikum einir og sér taldir svo lítilfjörlegir eða almennir að þeir valdi ekki van- hæfi dómara. Ljóst er að reglurnar um hæfi dómara eru matskenndar. Í ljósi þeirra almennu og einstaklegu hags- muna sem um er að ræða er mik- ilvægt að skoða álitamál um hæfi dómara í hverju tilviki fyrir sig af yf- irvegun og ávallt að undangenginni sérstakri athugun á aðstæðum öll- um. Eftir Kristínu Benediktsdóttur og Stefán Má Stefánsson »Dómari er hins veg- ar almennt ekki vanhæfur í máli almenn- ingshlutafélags sem hann á 0,1% eignarhlut í eða máli um stjórn- skipulegt gildi skatta- laga... Kristín Benediktsdóttir Kristín er dósent við lagadeild Há- skóla Íslands, Stefán Már er prófess- or við lagadeild Háskóla Íslands. Hugleiðingar um hæfi dómara Stefán Már Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.