Morgunblaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 LISTHÚSINU Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið virka daga kl. 11.00-18.00 og laugardaga frá kl. 11.00 til 16.00 Tilboðsdagar til jóla - 25% afsláttur af allri gjafavöru, vínyl gólfmottum og blómum Opið laugardag frá kl. 11.00 til 16.00, sunnudag frá kl. 13.00 til 17.00 Sá ágæti blaðamað- ur Ingveldur Geirs- dóttir skrifaði stuttan pistil í fimmtudagsblað Morgunblaðsins, þar sem ótrúlega mikið af rangfærslum komst fyrir í litlu plássi. Ingv- eldur gerði m.a. bæði Neytendasamtökunum og Félagi atvinnurek- enda upp að hafa talað „gegn innlendri matvælafram- leiðslu“ og þá skoðun að „miklu betra væri að flytja allt inn“. Er þá fátt eitt talið. Formaður Neytenda- samtakanna hrakti sumar rang- færslurnar í grein í Morgunblaðinu í gær og bauð blaðamanninum í kaffi- spjall. Rétt er að ítreka að Félag at- vinnurekenda hefur aldrei talað gegn innlendri matvælaframleiðslu og forsvarsmönnum þess dettur ekki í hug að miklu betra væri að flytja allar landbúnaðarafurðir inn. Ís- lenzkur landbúnaður er verzluninni mikilvæg atvinnugrein – raunar kæmist hvorug greinin af án hinnar. FA hefur margoft ítrekað þá stefnu sína að hefðbundinn íslenzkur land- búnaður njóti stuðnings, þótt félagið vilji sjá ýmsar breytingar og taki til dæmis undir tillögur Samráðsvett- vangs um aukna hagsæld um að forminu á þeim stuðningi verði breytt. Það sem FA hefur lagt áherzlu á er að landbúnaðurinn hafi samkeppni og neytendur hafi val. Það gerist með því að lækka tolla á inn- fluttum búvörum og fella niður tæknilegar viðskiptahindranir í vegi innflutnings. Það þarf ekki að draga í efa að slíkt yrði áskorun, en myndi jafnframt efla hefðbundinn land- búnað, líkt og þegar tollar voru lækkaðir á grænmeti og innlend grænmet- isrækt tók stórt stökk fram á við í vöruþróun og gæðum. Frjáls við- skipti eru á endanum öllum til góðs, jafnt verzluninni, neytendum og bændum – og þarf ekki að stilla hagsmunum þeirra upp sem and- stæðum eins og blaðamaðurinn ger- ir. Að því sögðu er Ingveldi Geirs- dóttur boðið í annað kaffispjall, á skrifstofu Félags atvinnurekenda, svo hún geti haft það sem sannara reynist. Annar kaffibolli handa Ingveldi Eftir Ólaf Stephensen » Það sem FA hefur lagt áherzlu á er að landbúnaðurinn hafi samkeppni og neyt- endur hafi val. Ólafur Stephensen Höfundur er framkvæmdastjóri Fé- lags atvinnurekenda. Ísland hefur nú skrif- að undir skuldbindingar í loftslagsmálum með undirritun Parísarsam- komulagsins. Að mínu mati þýðir skuldbinding að eitthvað verði örugg- lega gert en ekki bara stefnt að með hálfum hug. Skuldbindingarnar fela í sér að lágmarki 40% minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, miðað við útblástur ársins 1990. Þetta snýst um kolefni fyrst og fremst, þ.e. ósjálfbæran bruna á jarðefnaeldsneyti sem við tökum úr iðrum jarðar og fleytum upp í loft- hjúpinn í óhóflegu magni. Margir misskilja stöðu Íslands og halda að við stöndum sérstaklega vel að vígi vegna yfirburðastöðu í hreinum orkugjöfum enda öll hitun og raf- orkuframleiðsla landsins kolefnisfrí. Þetta er alrangt því að þegar að kemur að skuldbindingum Íslands má segja að góð staða þrengi mögu- leika okkar til aðgerða. Við getum ekki lokað neinum kolaorkuverum eða dregið úr olíukyndingu af því þetta er hreinlega ekki til staðar. Ekki er heldur hægt að horfa til stóriðjunnar af þeirri einföldu ástæðu að hún er komin í sér samn- ingapakka og stendur fyrir utan skuldbindingar Íslands. Þetta þýðir einfaldlega að við verðum að minnka olíunotkun og þar eru bifreiðar og sjávarútvegur langstærstu notend- urnir. Skoðum aðeins stöðuna í þessum flokkum árið 1990 og 2015. Árið 1990 not- uðu fiskiskip 207 þús- und tonn af olíu en 2015 ekki nema 144 þúsund tonn. Olíu- notkun og þar með út- blástur frá fiskiskip- um hefur því minnkað um 31% nú þegar. Aðra sögu er að segja um bifreiðar. Árið 1990 notuðu bifreiðar 164 þúsund tonn af ol- íu en árið 2015 var þetta komið upp í 259 þúsund tonn. Sem sagt ekki minnkað frá 1990 heldur aukist um 58%. Ljóst er að girða þarf í brók í samgöngumálum enda stutt í árið 2030. Hvernig tókst útgerðinni þetta? Hvað sem mönnum finnst um kvóta- kerfið er alveg ljóst að það hefur skilað betri eldsneytisnýtni á afla- einingu. Galopið aðgengi að tak- markaðri auðlind leiðir oft til þess að allt of margir eyða allt of mikilli orku í að ná í allt of lítið af verðmætum. Útvegsfyrirtæki hafa náð miklum árangri í bættri eldsneytisnýtni með mikilli útsjónarsemi og hafa hvergi slegið af þótt olíuverð hafi lækkað til muna. Árangur fyrri ára má að mestu þakka tæknilegu aðhaldi í rekstri enda voru fjárfestingar í nýj- um skipum afar takmarkaðar um langt skeið. Nú streymir hins vegar í flotann fullt af glænýjum skipum þar sem mikil áhersla er lögð á orku- nýtni þrátt fyrir að fjárhagslegur hvati hafi minnkað með lágu olíu- verði. Allt bendir til að nýju skipin í flotanum muni gulltryggja áfram- haldandi minnkun á eyðslu og út- blæstri fiskiskipaflotans. Ýmsir bíla- eigendur kvarta undan íblöndunar- skyldu á umhverfisvænna eldsneyti, sem einmitt var sett á til að mæta gríðarlegri jarðefnaeldsneytis- notkun í samgöngum. Sjávar- útvegurinn hefur engar slíkar skyld- ur en velur samt að prófa og styðja við framleiðslu á umhverfisvænni olíu. Samherji á Akureyri hefur t.d. stutt vel við lífdísilframleiðslu Orkn- eyjar, sem hluthafi en aðallega sem notandi. Sjávarútvegurinn hefur náð góð- um árangri í útblástursmálum og er líklegur til að skila 40% samdrætti fyrir 2030. Þetta eru góðar fréttir því í raun er að mörgu leyti erfiðara fyrir sjávarútveginn að ná árangri en fyrir bifreiðaeigendur. Útvegs- fyrirtæki geta ekki keypt rafskip eins og ökumenn geta keypt rafbíla, sjómenn geta ekki hjólað á miðin líkt og við getum í vinnuna og engir strætótogarar ganga á hafi úti. Eins er endurnýjun bílaflotans hraðari en fiskiskipaflotans og á meðan stór hluti núverandi fiskiskipa verður enn að veiða árið 2030 verða 90% nú- verandi bifreiða horfin fyrir nýjar. Eins gott að þær verði sem flestar keyrðar á umhverfisvænna eldsneyti en nú. Sjávarútvegurinn og loftslagsmál Eftir Sigurð Friðleifsson » Við verðum að minnka olíunotkun og þar eru bifreiðar og sjávarútvegur lang- stærstu notendurnir. Sigurður Friðleifsson Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.