Morgunblaðið - 17.12.2016, Síða 35

Morgunblaðið - 17.12.2016, Síða 35
MINNINGAR 35Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 AKURINN kristið samfélag | Samkoma í Núpalind 1, sunnudag- inn 18. des. kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn, kaffi á eftir. ÁRBÆJARKIRKJA | Kyrrðarstund kl. 11. Kirkjukórinn syngur jólalög við kertaljós undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár organista. Systkinin Jón Heiðar og Þorgerður Þorkels- börn leika á hljóðfæri. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir flytur hugleið- ingu. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Önnu Sigríðar og Aðalheiðar. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prófast- ur prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Áskirkju syngur, org- anisti Magnús Ragnarsson. Kaffi- sopi í Ási eftir messu. ÁSTJARNARKIRKJA | Jólaball sunnudagaskólans kl. 11. Gengið í kringum jólatréð og jólasveinn kem- ur í heimsókn. Hressing og sam- félag á eftir. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Tónlistarhópurinn Töfratónar leiðir tónlistina og Helga Magn- úsdóttir syngur einsöng. BREIÐHOLTSKIRKJA | Jólaball kl. 11. Sr. Þórhallur segir jólasögu og síðan syngjum við jólalög við flyg- ilinn, undir leiðsögn Arnar Magn- ússonar organista. Að því búnu verður gengið kringum jólatréð. DIGRANESKIRKJA | Jólaball sunnudagaskólans kl. 11. Prestar sr. Gunnar Sigurbjörnsson og sr. Magnús Björn Björnsson, organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Helgileikur og samvera í kirkjunni. Gengið í kringum jólatréð. Jóla- sveinar koma í heimsókn með glaðning handa börnunum. Heitt súkkulaði í safnaðarsal á eftir. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á ís- lensku, kl. 13 á pólsku, kl. 15 á litháísku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er messa á íslensku. DÓMKIRKJAN | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11, helguð ljósmæðr- unum. Börn tendra aðventuljósin, Guðjón Davíð Karlsson les upp og segir barnasögu, Þórdís Klara Ágústsdóttir flytur ávarp og fulltrúar ljósmæðra lesa. Karlakór KFUM syngur og stjórnandi kórsins, Lauf- ey Geirlaugsdóttir, syngur einsöng. Karl Sigurbjörnsson biskup prédik- ar, sunnudagaskóli. Norsk messa kl. 14, sr. Þorvaldur Víðisson pré- dikar. Æðruleysismessa kl. 20. FELLA- og Hólakirkja | Jólahelgi- stund kl. 11. Prestar, djákni og leik- menn lesa ritningavers og sungin verða jólalög. Félagar úr kór kirkj- unnar leiða almennan safn- aðarsöng undir stjórn Arnhildar Val- garðsdóttur organista. Meðhjálpari og kirkjuvörður er Jóhanna Freyja Björnsdóttir. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Jóla- ball í jólaþorpinu á Thorsplani kl. 11. Hljómsveit kirkjunnar leiðir skemmtunina og gestur kemur í heimsókn. GRAFARVOGSKIRKJA | Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Umsjón hafa séra Guðrún Karls Helgadóttir, Þóra Björg Sigurðardóttir og Matt- hías Guðmundsson. Undirleikari: Stefán Birkisson. GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Björg Þórhallsdóttir syngur. Organisti: Hilmar Örn Agn- arsson. GRENSÁSKIRKJA | Helgistund og jólaskemmtun kl. 11. Samveran hefst með hefðbundnum sunnudaga- skóla. Síðan verður haldið í safn- aðarheimilið og sungið og dansað kringum jólatréð. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Sunnudagaskóli kl. 11, umsjón- armenn Andrea Ösp og Sigurður. Kaffisopi og föndur eftir stundina. Djassmessa kl. 20. Ásbjörg Jóns- dóttir syngur ásamt Ásgeiri Ásgeirs- syni djassgítarleikara og Erni Ými Arasyni kontrabassaleikara. Sr. Sig- urjón Árni Eyjólfsson leiðir stundina og prédikar. Eftir messuna verður boðið upp á kaffi og konfekt. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Opin kirkja kl. 11-12. Orgelleikur, ritning- arlestur og bænagjörð á 15 mínútna fresti. Kakó, piparkökur og spjall í safnaðarheimilinu. Fólk getur komið og farið að vild. HALLGRÍMSKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Inga Harðardóttir. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Leik- hópurinn Perlan sýnir helgileik. Um- sjón hefur Bergljót Arnalds. Organisti Hörður Áskelsson. HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Prestur er sr. Eirík- ur Jóhannsson, organisti er Kári All- ansson. Sönghópurinn Olga Vocal ensemble syngur við messuna. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Jóla- söngvar kl. 11. Stundina leiðir sr. Kristín Pálsdóttir ásamt Guðnýju Ein- arsdóttur organista og Kór Hjalla- kirkju. Sunnudagaskólinn er í fríi fjórða í aðventu en við minnum á jólastund barnanna kl. 16 á að- fangadag. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Fjölskyldusamkoma. Baukað og brallað (messy church) sunnudag kl. 11 í Mjódd. Samkoma kl. 20 í Mjódd. Bænasamvera kl. 19.30 alla sunnu- daga fyrir samkomur. HVAMMSKIRKJA í Norðurárdal | Hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl. 14. Organisti: Jónína Erna Arn- ardóttir Prestur sr. Elínborg Sturlu- dóttir. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Jóla- skemmtun kl. 11. Helgileikur og gengið í kringum jólatréð. Almenn samkoma kl. 20 með lofgjörð og fyr- irbænum. Ólafur H. Knútsson prédik- ar. Kaffi og samvera eftir stundina KOLAPORTIÐ | Messa kl. 14, hug- vekja og tónlist. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyr- ir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Kl. 20 mun skólakór Kársness halda tón- leika. LANGHOLTSKIRKJA | Fjöl- skyldumessa kl. 11 og jólaball í beinu framhaldi í safnaðarheimili. Sr. Jóhanna Gísladóttir og Snævar Jón Andrjesson æskulýðsfulltrúi taka á móti. Bryndís Baldvinsdóttir spilar undir. LAUGARNESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Kór Laug- arneskirkju syngur, sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédik- ar. Helgistund í Hátúni kl. 13. Að- ventubíó í safnaðarheimilinu kl. 14. Mánudagur 19. desember, gospel- kvöld í Félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12, kl. 20. Þorvaldur Hall- dórsson o.fl. Sérstakur gestur Her- bert Guðmundsson. Fimmtudagur 22. desember. Helgi- stund Dalbraut 18 20 kl. 14. LÁGAFELLSKIRKJA | Litlu jól barnastarfsins kl. 11. Umsjón sr. Ragnheiður Jónsdóttir, Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson, Bryndís Eva Er- lingsdóttir og Kjartan Jósefsson Ognibene. Gestakór: Barnakór Lága- fellsskóla, stjórnandi Berglind Björg- úlfsdóttir. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Jóla- ball sunnudagaskólans kl. 11. Að- ventuhátíð kl. 20. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Ein- arssonar og við undirleik hljóm- sveitar. Sérstakir gestir eru meðal annarra mæðgurnar Regína Ósk og Aníta Daðadóttir og Stefanía Svav- arsdóttir. Auk þeirra koma einnig fram einsöngvarar úr röðum kórsins. Lesin verður jólasaga og flutt stutt hugvekja. Aðgangseyririnn, 1.000 kr., rennur óskertur til Hjálparstarfs kirkjunnar. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Kór Neskirkju syngur. Organisti Stein- grímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Stefanía, Guðrún og Ari. Samfélag og kaffi- sopi á Torginu. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Aðventuguðsþjónusta kl. 14. Sigrún Steingrímsdóttir organisti stjórnar almennum safnaðarsöng. Prestur Kristinn Ágúst Friðfinnsson. SALT kristið samfélag | Sam- koma kl. 14 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Ræðumaður sr. Kjartan Jónsson. Túlkað á ensku. Barnastarf. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Kirkjukórinn syngur, organisti Glúm- ur Gylfason, prestur Guðbjörg Arnar- dóttir. Jólaball sunnudagaskólans á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jó- hannsdóttir, Sigurður Einar Guð- jónsson spilar og auðvitað mæta jólasveinar með glaðning. Kaffisopi og piparkökur eftir messu. Samvera fyrir syrgjendur þriðjudag- inn 20. des. kl. 20 með hugleið- ingu, tónlist, bæn og kveikt á kert- um. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðs- þjónusta kl. 11. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor prédikar. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir alt- ari. Ármann Reynisson rithöfundur les vinjettu. Friðrik Vignir Stef- ánsson er organisti. Selkórinn syng- ur undir stjórn Olivers Kentish. Kaffi- veitingar og samfélag eftir athöfn. STAFHOLTSKIRKJA | Níu lestrar og sálmar á jólanótt kl. 23.30. VÍDALÍNSKIRKJA | Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 11. Sr. Friðrik J. Hjartar leiðir stundina. Nemendur úr Tónlistarskóla Garðabæjar leika á hljóðfæri og syngja. Garðakórinn syngur undir stjórn organistans, Jó- hanns Baldvinssonar. Almennur söngur, barnaspjall og hugleiðing. Kaffi, djús og piparkökur í lokin. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Jólaball 18. desember kl. 11. Jólasveinninn mætir og færir börn- unum eitthvað hollt og gott. Orð dagsins Vitnisburður Jóhannesar (Jóh. 1) Morgunblaðið/Árni SæbergVídalínskirkja ✝ Sæbjörg Þor-grímsdóttur fæddist í Miðhlíð ytri á Barðaströnd 16. janúar 1924. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Patreksfjarðar 13. desember 2016. Foreldrar henn- ar voru Þorgrímur Ólafsson bóndi í Miðhlíð, f. 30. júní 1876 í Litluhlíð, d. 15. desem- ber 1958 á Patreksfirði, og kona hans Jónína Ólafsdóttir, f. 17. apríl 1884 í Miðhlíð, d. 24. janúar 1978 á Patreksfirði. Börn Þorgríms og Jónínu í Tálknafirði, síðar á Lambeyri, og Guðbjargar Bárðardóttur. Þorsteinn, sem var gjarnan nefndur Steini póstur, var fæddur á Kvígindisfelli 29. maí 1903. Hann varð úti í póstferð á Kleifaheiði 28. desember 1954. Einkasonur þeirra er Haraldur, f. 14. mars 1951, bíl- stjóri í Reykjavík. Hans kona er Anna Guðmunds. Þeirra börn eru: Steinn (látinn), hans sonur Aron Kári. Hinrik, hans börn Aníta, Sindri Þór og Bjartey. Þorgrímur, hans kona Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, þeirra börn Ámundi Rafn, Þorsteinn Bjarki og Ari Kol- beinn. Þorsteinn Kristján, hans kona Guðrún Húnfjörð, þeirra börn Ísak Elí og Dagur Freyr. Sæbjörg verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju í dag, 17. desember 2016, klukkan 11. Miðhlíð voru 11: Kristín, Ólafur, Aðalheiður, Ólafía, Jóhann lést ung- barn, Jóhanna, Dagný, Sigríður, Sæbjörg, Unnur lést á barnsaldri, Bjarndís, sem er sú eina eftirlifandi af systkinunum. Sæbjörg giftist Þorsteini Kristjáni Þorsteinssyni þann 20. desem- ber 1945. Þorsteinn var land- póstur milli Patreksfjarðar og Brjánslækjar. Hann var sonur hjónanna Þorsteins Árnasonar bónda á Kvígindisfelli í Þegar ég var yngri eyddi ég öllum sumrum á Patreksfirði hjá ömmu Sæju. Fjarlægðin gerir fjöllin blá, en í minningunni var í alvörunni alltaf sól og blíða á Patró og hver dagur var betri en dagurinn á undan. Ég fór í vinn- una með ömmu þar sem hún vann við netagerð og fiskvinnslu og fékk að upplifa mig sem mik- ilvægan aðstoðarmann, þótt ég hafi líklega ekki verið mjög gagnlegur í vinnu. Aðra daga sat ég úti á svölum að lesa allar bækur sem ég komst yfir hjá ömmu og systrum hennar eða lék mér úti með öðr- um krökkum í plássinu. Amma sá alltaf til þess að mér liði vel, væri pakksaddur öllum stundum og hefði eitthvað fyrir stafni. Hún fór með mig í heimsóknir, á bókasafnið, í fjöruferðir og var ótrúlega viljug að bralla eitthvað með litlum strák heilu sumrin. Það er ólíklegt að þetta hafi allt- af verið ómenguð hamingja frá morgni til sólarlags alla daga en þó er það þannig í minningunni. Í minningunni var þetta besti tími lífs míns. Hrein paradís. Og miðpunkturinn í þessari paradís var amma Sæja. Ég kann fá orð til að lýsa þakklæti mínu yfir því að hafa fengið að eiga þann tíma með henni. Í seinni tíð höfum við fjöl- skyldan, foreldrar mínir, bræð- ur, makar og börn farið árlega á Patró að eyða verslunarmanna- helginni með ömmu Sæju. Það hefur verið okkur öllum mjög dýrmætt að eiga með henni þær stundir og leyfa börnunum okk- ar að kynnast langömmu sinni, sem eins og áður var uppfull af hlýju og kærleika. Amma Sæja skilur eftir sig góðar minningar og fólk sem þótti vænt um hana. Ég mun sakna hennar mikið. Þorgrímur Haraldsson. Heiðurskonan Sæbjörg Þor- grímsdóttir hefur nú kvatt okk- ur. Hún kom úr stórum barna- hópi þeirra Jónínu og Þorgríms í Miðhlíð, og er þá Bjarndís, yngsta systirin, ein eftir. Sæja var dugleg kona og ef hægt er að tala sjálfstæða Ís- lendinga þá var hún einn þeirra. Hún bjó á eigin heimili til síð- ustu stundar þrátt fyrir að sjón og heyrn væru mjög farin að daprast. Aðeins örfáa daga var hún á sjúkrahúsinu nú undir lok- in. Hennar var það hlutskipti að verða ung ekkja og vann hún fyrir sér og ungum syni sínum af þeim dugnaði sem einkenndi hana alla tíð. Hefur það ekki alltaf verið auðvelt því þá voru engir leikskólar. Vann hún þá oft heima því allt lék í höndum hennar, hvort sem var að sníða og sauma eða hekla og prjóna, að ég tali nú ekki um netavinnuna, netahnýtingar og viðgerðir á því sviði, enda átti hún marga vini í hópi sjómanna og voru þær systur, hún og Ólafía, heiðraðar á sjómanna- degi fyrir störf sín. Sæja ók eigin bifreið til margra ára en um sjötugt þótti henni nóg komið, losaði sig við bílinn og fékk sér reiðhjól sem hún notaði í mörg ár. En þegar þrekið fór að minnka á níunda tug ára hennar keypti hún sér rafskutlu og var því áfram sinn eigin herra til að komast það sem hún þurfti inn- an bæjar. En eftirminnilegastur er per- sónuleiki hennar, sem var svo heilsteyptur, og nánust er vin- átta hennar og víðsýni og nú sækir maður ekki lengur í viskubrunn hennar. Alltaf var farið á Patró að heimsækja Sæju, fræðast af henni um fortíðina, ættfólkið og hin ýmsu málefni því hún var svo minnug og fróð og fylgdist vel með. Við systkinin frá Mið- hlíð sendum Haraldi og fjöl- skyldu samúðarkveðjur og þökkum Sæju samfylgdina. Unnur Breiðfjörð. Nú hefur Sæja frænka kvatt okkur og mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Sæja var tíður gestur á Vaðli þar sem ég var í sveit mörg sumur hjá ömmu minni. Hún var í uppáhaldi hjá öll- um, svona róleg og það skein af henni góðmennskan. Sveitalífið var stundum rólegt fyrir okkur þéttbýlisstelpurnar. Einn sum- ardag fyrir nær 40 árum ákváðum við að húkka far á Patró og heimsækja Sæju. Við vorum fjórar á aldrinum 8-11 ára. Sæja tók vel á móti okkur eins og hennar var von og vísa. Hún hefur samt örugglega vitað að við höfðum ekki leyfi fyrir þessari heimsókn. Sæja bauð upp á gos og pylsur, sem ekki var á boðstólum í sveitinni. Þegar Sæja ætlaði að opna gosið fann hún ekki upptakar- ann og greip skæri sem voru við höndina og klippti tappann af flöskunni þannig að tappinn skaust út í loftið með látum. Vá, hvað okkur þótti þetta töff, Sæja var snillingur. Ég hef stundum notað þetta trix síðan þegar mig langar að vera töff. Sæja hefur alltaf átt sérstak- an stað í hjörtum okkar og það er með söknuði sem við kveðj- um hana. Haraldur og fjöl- skylda, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Jóhanna Hákonardóttir. Sæbjörg Þorgrímsdóttir, eða Sæja frænka, lést þann 13. des- ember síðastliðinn eftir stutt veikindi. Sæja var alltaf í miklu uppáhaldi hjá okkur systkinun- um á Vaðli enda hafði hún alltaf tíma til þess að spjalla og leika við okkur þegar hún kom í heimsókn. Yndislegri mann- eskja er vandfundin á þessari jörð. Sæja fæddist 16. janúar 1924. Hún giftist Þorsteini Þor- steinsyni pósti, fæddur 29. maí 1903, og eignuðust þau soninn Harald 14. mars 1951. Þor- steinn varð úti á Kleifaheiði 28. desember 1954 og varð það ungu konunni og kornungum syninum erfið lífsreynsla. Þau tvö áttu nú samt eftir að spjara sig vel eins og við var að búast hjá þessum dugnaðarforkum. Sæja og Haraldur komu oft að Vaðli og hún var meðal ann- ars sex sumur í kaupavinnu þeg- ar Haraldur var lítill. Vaðals- krakkarnir hlökkuðu alltaf mikið til á vorin að fá þau í sveit- ina og líklega var tilhlökkunin enn meiri en til sjálfra jólanna. Yngri krakkarnir, sem áttu að líta eftir og leika við þau allra yngstu, vildu til dæmis miklu frekar vera í heyskapnum því að þar var Sæja og í kringum Sæju var alltaf mesta fjörið. Það urðu því mikil vonbrigði þegar hún hætti sem kaupakona. Hún taldi ekki lengur þörf fyrir sig í hey- skapnum vegna vélvæðingarinn- ar. En það var samt alltaf jafn spennandi að fá þau í heimsókn. Ýmsu góðgæti var gaukað að okkur krökkunum. Við hefðum samt sem áður verið mjög sátt þó svo að góðgætið hefði vantað, slík var spennan og gleðin að fá þau til okkar. Eldri krakkarnir á Vaðli muna líka vel eftir þvottadögunum. Þá var farið með þvottinn út í ána og hann þveginn þar. Unnur og Sæja fóru fremstar í flokki að gera þessa erfiðisvinnu að skemmtun sem enginn vildi missa af. Þvottadagarnir enduðu sem sagt alltaf með vatnsbardaga og þar átti Sæja oftar en ekki upp- tökin. Sæja frænka var okkur mikil fyrirmynd. Hún var ofurkona. Hún gat allt. Hún gat verið smiður, rafvirki, pípari eða hvað það var sem þurfti að gera. Svo var hún líka hörkusaumakona og þegar það var rigning sat hún gjarnan inni við saumavél- ina. Það lék allt í höndunum á henni, hvað sem hún tók sér fyrir hendur. Og þó að okkur finnist að hún hafi alltaf verið að gera eitthvað skemmtilegt með okkur krökk- unum þá hefur það ekki síður verið gaman fyrir mömmu okk- ar að hafa hana því að þær syst- ur voru góðar vinkonur. Einnig voru þær Sæja og Elín amma okkar mjög góðar vinkonur. Öll- um líkaði vel við hana. Nú þegar Sæja er farin frá okkur og hugurinn reikar þá er svo ótal margt sem kemur upp í hugann og margt sem ber að þakka. Þakkir fyrir hvað hún var alltaf jákvæð og skemmtileg. Þakkir fyrir hvað hún var ein- staklega góð manneskja og kenndi okkur margt. Sérstakar þakkir fær hún fyr- ir hvað hún reyndist mömmu og okkur öllum mikil stoð og stytta við fráfall föður okkar árið 1970. Sæja er og verður alltaf uppá- haldsfrænka okkar. Elsku Sæja, takk fyrir allt. Vaðalssystkinin, Unnur, Sigurbjörg, Elín, Hákon og Eygló. Sæbjörg Þorgrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.