Morgunblaðið - 17.12.2016, Side 36

Morgunblaðið - 17.12.2016, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 ✝ Péturlína Odd-björg Þórarins- dóttir fæddist 29. september 1927 á Bíldudal. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Patreksfirði, 8. des- ember 2016. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristín Pálína Jó- hannsdóttir, f. 23.6. 1900, d. 18.8. 1983, og Þórarinn Kristjánsson, f. 21.12. 1894, d. 13.3. 1962. Systur Oddbjargar voru: Gísl- ína, f. 10.4. 1921, d .7.10. 2010; Guðrún Hlín, f. 20.4. 1922, d. 10.11. 1959; Elínborg, f. 19.6. 1924, d. 31.3. 2016 og Alda, f. 18.3. 1931, d. 18.4. 2010. Þann 13. nóvember 1955 gift- ist Oddbjörg Torfa Jónssyni frá Kollsvík, f. 27.3. 1927, d. 10.9. 2005. Börn þeirra eru: Kristín Bergþóra, f. 18.6. 1955. Fyrr- verandi maki Rúnar Árnason, f. 13.2. 1959. Börn þeirra eru: Ró- bert, f. 4.5. 1978, sambýliskona Unnur María Hreiðarsdóttir, f. 23.8. 1979, börn þeirra eru Torfi Þór, f. 25.9. 2003; Rakel, f. 12.3. arinn, f. 2.1. 1966, fyrrverandi eiginkona Bjarnheiður Jóhanns- dóttir, f. 13.12. 1967. Börn þeirra eru: Sunnefa Lind, f. 19.11. 1987, maki Óskar Örn Eggertsson, f. 20.2. 1986, dóttir þeirra er Elísabet Freyja, f. 8.4. 2013; Máni, f. 1.11. 1996; Dagur, f. 23.11. 2001. Uppeldissonur Torfa og Odd- bjargar er Jóhann Stein- grímsson, f. 16.4. 1948. Dóttir hans er Kristín Pálína, f. 26.1. 1973. Oddbjörg bjó fyrstu árin á Bíldudal en flutti ung með for- eldrum sínum til Patreksfjarðar þar sem hún bjó alla tíð síðan að undanskildum skömmum tíma er hún bjó í Reykjavík. Búskap hófu Oddbjörg og Torfi að Að- alstræti 9 á Patreksfirði en árið 1976 fluttu þau að Mýrum 6 þar sem Oddbjörg bjó allt þar til hún flutti á Heilbrigðisstofnun Vest- fjarða, Patreksfirði, í október 2014, þar sem hún dvaldi síðustu árin. Odddbjörg vann um tíma í mötuneyti Háskóla Íslands, sem og í eldhúsi sjúkrahússins á Pat- reksfirði og einnig í frystihúsinu Skildi hf. á Patreksfirði, en var þó að mestu heimavinnandi hús- móðir. Hún var félagi í slysa- varnadeildinni Unni á Patreks- firði til margra ára. Útför Oddbjargar verður gerð frá Patreksfjarðarkirkju í dag, 17. desember 2016, og hefst athöfnin klukkan 14. 2008, og Kristín María, f. 20.7. 2012; Íris Dögg, f. 12.2. 1981, sambýlis- maður Atli Snær Rafnsson, f. 5.12. 1982, börn þeirra eru Styrmir Karv- el, f. 16.8. 2003 og Ylfa Mjöll, f. 4.6. 2011; Oddur Þór, f. 21.9. 1983, eig- inkona Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, f. 10.12. 1981, dóttir þeirra er Una Hervör, f. 25.2. 2016, einnig á Oddur Þór Rúnar Óla, f. 26.6. 2007 með Sól- veigu Lind Helgadóttur, f. 27.8. 1985; Anna, f. 14.3. 1990, sam- býlismaður Ingi Valur Grét- arsson, f. 18.7. 1977; Steinar, f. 9.8. 1991. Jón, f. 2.3. 1958, eig- inkona Kolbrún Sigríður Sig- mundsdóttir, f. 9.8. 1960. Börn þeirra eru: Bryndís Ósk, f. 27.12. 1983, maki Bragi Rúnar Axelsson, f. 19.2. 1981, börn þeirra eru Axel Vilji, f. 18.7. 2009, Iðunn Ósk, f. 2.8. 2012 og Hekla Líf, f. 25.11. 2016; Dag- björt Ásta, f. 18.7. 1986; Torfey Rós, f. 8.9. 1993. Drengur sem fæddist andvana 10.9. 1964. Þór- Aðventan er gengin í garð. Jólaljósin sem prýða bæði hús og torg minna okkur á komu frelsarans sem sagði: Ég er ljós heimsins. Það er trú okkar að frelsarinn veiti okkur styrk þegar við kveðjum Oddu hinstu kveðju. Þegar við Nonni kynntumst tók hún mér eins og ég væri hennar eigin dóttir og milli okkar ríkti ávallt traust og fal- leg vinátta. Síðar sagði Odda mér það að hún hefði verið svo ánægð með að borgarbarninu þætti kjötsúpa góð, en hún var oft á boðstólum hjá henni. Odda var góð kona, hógvær og vann verk sín í hljóði. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkr- um manni. Heimilið bar þess vott að henni væri annt um það og hún var mjög gestrisin. Steiktur fiskur var sá réttur sem hún gerði allra best og var ávallt á borðum þegar við kom- um vestur. Ferðalög voru Oddu minni mikið yndi, hvort sem það voru sumarbústaðarferðir, ferðalög um landið eða bara taka eina „bunu“ á Patró, eins og hún kallaði það, en það var rúntur um plássið og keyptur ís. Þá fræddi hún okkur um þær breytingar sem höfðu orðið í plássinu frá síðustu heimsókn. Odda var mikil handavinnu- kona og þau eru ansi mörg sokkapörin og vettlingarnir sem hún prjónaði á stelpurnar okkar. Það var alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu eftir pakka frá ömmu, hvað kæmi upp úr töskunni þegar hún kom suður, hvaða lit hún hafði valið í þetta sinn. Aldrei var eins lit- ur fyrir þær báðar, Bryndísi og Dagbjörtu, svo enginn ágrein- ingur yrði ef önnur þeirra tap- aði sínu. Stelpurnar okkar þrjár höfðu mikið yndi af því að fara vestur og dvelja hjá afa og ömmu og þau voru ófá sumrin sem Torf- ey Rós fékk að dvelja þar ein og njóta samvista við þau. Það er ekki hægt að tala um mína elskulegu tengdamóður án þess að minnast á Torfa tengdaföður. Milli þeirra ríkti alla tíð mik- il ást og tryggð og sjaldan gerðu þau nokkuð eða fóru nokkuð hvort án annars. Það var helst að Torfi færi einn í veiði sem var hans líf og yndi. Það var Oddu mikið áfall þegar Torfi lést mjög skyndilega og oft talaði hún um það hve mikið hún saknaði hans. Haustið 2014 flutti Odda á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði og bjó þar síðustu æviárin. Þar var hún sátt og ánægð og leið vel. Starfsfólki sjúkrahússins sendum við bestu þakkir fyrir góða umönnun. Ég veit að þú hjá englum ert og ekkert getur að því gert. Í anda ert mér alltaf hjá og ekki ferð mér frá. Ég veit þú lýsir mína leið svo leiðin verði björt og greið. Á sorgarstund í sérhvert sinn ég strauminn frá þér finn. Ég Guð nú bið að gæta þín og græða djúpu sárin mín. Í bæn ég bið þig sofa rótt og býð þér góða nótt. (SPÞ) Elsku tengdamamma, við kveðjum þig með söknuði og þakklæti fyrir að hafa verið til staðar þegar á þurfti á halda. Takk fyrir vináttu þína og alla þá hjálp sem þú veittir okkur. Við geymum fallegar minningar um þig í huga okkar. Það vermir okkur um hjarta- rætur að hugsa til þess að þú og Torfi eruð saman á ný. Megi góður Guð taka vel á móti þér, leysa þig frá þrautum og gefa okkur sem syrgjum styrk. Þín tengdadóttir, Kolbrún. Elsku amma. Það er svo skrítið hvað við höldum að við höfum nægan tíma en svo allt í einu er eins og fótunum sé kippt undan okkur þegar dauðann ber að garði. Þegar ég var lítil eyddi ég öllum mínum sumrum hjá þér og afa á Patró. Ég man að þið komuð alltaf út á stétt þegar ég kom og tókuð á móti mér. Ég man hvað mér fannst spilin þín fyndin og klístruð og skildi ekkert í því af hverju þú fengir þér ekki ný til þess að leggja kapal. Þú kenndir mér að leggja kapal með þessum klístruðu spilum. Ég man að þegar ég kom í heimsókn varstu alltaf búin að prjóna á mig vettlinga eða sokka. Ég sakna þess. Ég man þegar við fjölskyldan eyddum jólunum með ykkur afa á Patró, með pínulítið jólatré í stofunni og helling af gjöfum, þau voru frá- bær. Ég man hvað ég var þakklát fyrir að þú komst alla leið frá Patró í ferminguna mína, ég kunni virkilega að meta það. Ég man þegar ég hitti þig síð- ast, þá sagðirðu mér frá afa og það er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Nú ertu komin til afa og ég veit hann passar þig. Elsku amma, takk fyrir allt. Við kveðjum þig kæra amma með kinnar votar af tárum. Margt er í minningaheimi mun þar ljós þitt skína, englar hjá guði þig geyma við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Þín Torfey Rós. Amma Odda. Það er svo margs að minn- ast. Þrátt fyrir langan veg á milli okkar virðist sem heim- sóknirnar hafi verið óteljandi, stundirnar svo margar. Oftar heimsóknir okkar á Patró til ykkar afa, en einnig bæjarferð- ir ykkar afa til Reykjavíkur. Þá var sko gaman; leikhúsferðir og fínir fullorðins veitingastaðir, að ógleymdum risaferðum í matvöruverslanir, enda margt sem erfitt og dýrt var að fá á Patró. En upp úr standa ferðalögin okkar vestur. Það var eins og að koma í aðra veröld að koma á Mýrarnar. Lyktin svo kunn- ugleg, hlýjan svo mikil. Gleðin svo mikil. Þú stóðst úti á tröpp- um þegar við renndum í hlað, veifaðir til okkar og við gátum ekki beðið eftir að hlaupa í fangið á þér. Eftir það gættir þú þess alltaf að við myndum fá okkur að borða, við hlytum að vera svöng eftir langt ferðalag. Alveg sama hvenær sólar- hringsins við birtumst, þú varst alltaf búin að hafa til hveitikök- ur, mjólk og egg. Önnur minningabrot skjóta upp kollinum; sumarbústaðar- ferðir og nesti úti í móa, ísbíl- túr um Patró, þú að leggja kap- al við eldhúsborðið, með þessum gömlu spilum sem þú vildir ekki skipta út, lambalæri og ísblóm þegar stórfjölskyldan kom í mat og endalausar heim- sóknir til allra ættingjanna á Patró. Minningarnar ylja. Stundir sem ekki gleymast. Heimsóknirnar hafa orðið færri síðustu árin, sérstaklega eftir að krakkarnir fæddust. Þau minnast þín þó og ferða- laga sinna yfir heiðarnar tvær. Muna eftir ömmu sinni, Oddu á Patró, sem bjó á sjúkrahúsinu. Sú nýfædda fékk ekki að hitta þig, en við töluðum um hana síðast þegar við hittumst. Hvíl í friði, elsku amma. Þín Bryndís. Hún var amma á Patró. Þær voru margar ferðirnar vestur og alltaf tók hún vel á móti okkur. Ég minnist hennar þar sem hún stóð brosandi í dyrunum þegar bíllinn keyrði upp að húsinu. Það var gott að knúsa ömmu, hún var svo mjúk og lyktin góð. Hún var róleg og ljúf, aldrei byrsti hún sig, hvað þá reiddist. Mýrarnar voru sem ævintýraheimur, þar sem við krakkarnir máttum leika okkur í öllum herbergjunum. Meira að segja mátti ég prófa skart- gripina hennar sem hún geymdi í snyrtiborðinu sínu. Þegar ég varð eldri sat ég oftar inni í eldhúsi hjá henni, þar sem hún lagði kapal, á milli þess sem hún fann til mat fyrir fólkið. Í minningunni voru allt- af flatkökur með hangikjöti og svartfuglsegg á slaginu 12 í há- deginu, fiskur á kvöldin og að sjálfsögðu var alltaf kvöldkaffi með heimabakaðri jólaköku eða ísblóm. Eftir mat var vaskað upp og ég furða mig enn á því að amma notaði aldrei upp- þvottahanska, þótt vatnið væri brennandi heitt. Ég nota enn sokka, peysur og vettlinga sem hún prjónaði, en við systurnar fengum nokk- ur pör á ári. Á jólunum var mikil spenna að fá að opna eina gjöf fyrir matinn, pakka með nýjum ullarfötum frá ömmu. Síðustu árin heimsóttum við ömmu á Heilbrigðisstofnunina á Patreksfirði. Þar var hugsað vel um hana. Núna er hún farin og ég mun sakna hennar sárt, en ég trúi að hún sé með afa og saman líði þeim vel. Ég minnist góð- mennsku þeirra beggja og gestrisni, kærleika og gleði. Hvíli í friði, elsku amma. Ég minnist þín brosandi í dyrun- um. Dagbjört Ásta. Oddbjörg ÞórarinsdóttirLokið hefur góðu lífi EINAR HAFSTEINN ÁRNASON bóndi, Brekku á Álftanesi. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Sesselja Mikkalína Kjærnested, Sæbjörg Einarsdóttir, Helga Kristjana Einarsdóttir, Gunnar Sókrates Einarsson, Guðný Katrín Einarsdóttir, Rannveig Hildigunnur Einarsdóttir, Þóra Elín Einarsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VIGFÚS GEIRDAL sagnfræðingur, lést á líknardeild LSH 14. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. desember klukkan 13. . Sigrún Ágústsdóttir, Svanhildur Vigfúsdóttir, Guðmundur Þórðarson, Aðalheiður Vigfúsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Bragi Þ. Ólafsson, Geirmundur Orri Sigurðsson, Jan Suban og afabörn, Arngrímur Orri, Kristófer Orri, Benedikt Máni og Ólafur Bjarki. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og fóstri, afi og langafi, JÓN ÓLAFSSON húsgagna- og innanhússarkitekt og kennari, Skógarseli 43, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi 6. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. desember 2016 klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Gigtarfélag Íslands. . Birna Sigurjónsdóttir, Guðný Sif Jónsdóttir, Halldór Eyþórsson, Tómas Árni Jónsson, María Jónsdóttir, Helga Aðalheiður Jónsdóttir, Guðmundur Vilhjálmsson, Gunnar Björn Melsted, Rannveig Gissurardóttir, Björg Melsted, Heimir Örn Herbertsson, Páll Melsted, Jóhanna Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, HALLVARÐUR EINVARÐSSON, fyrrverandi ríkissaksóknari, lést 8. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 20. desember klukkan 13. . Erla Magnúsdóttir Kjærnested, Elín Vigdís Hallvarðsdóttir, Gísli I. Þorsteinsson, Einar Karl Hallvarðsson, Þórhildur B. Þórdísardóttir, Sunna Ólafsdóttir, Þröstur Jóhannsson, Anna Sigurveig Ólafsd., Björn Magnússon, Ragna Ólafsdóttir, Emil Ólafsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.