Morgunblaðið - 17.12.2016, Page 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016
✝ Kristín GuðrúnJónsdóttir
fæddist 10. júní
1928 á Mýri í Álfta-
firði. Hún lést 7.
desember 2016 á
hjúkrunarheimilinu
Eyri á Ísafirði.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Guðjón
Kristján Jónsson, f.
1892, d. 1943, bóndi
á Mýri, og Halldóra
María Kristjánsdóttir, f. 1892, d.
1944. Systkini Kristínar: Hall-
fríður Kristín, f. 1920, d. 1985,
Bjarney Guðrún, f. 1921, d. 2012,
Pálína, f. 1925, d. 2011, Halldóra
Margrét, f. 1930, d. 1965, Her-
mann, f. 1931, d. 1932, stúlka, f.
1933, d. 1933, Kristinn Jón, f.
1934, d. 2003, og Höskuldur, f.
1937.
Árið 1951 giftist Kristín Oddi
Guðjóni Örnólfssyni, f. 1920, d.
2008. Foreldrar hans voru Mar-
grét Reinaldsdóttir, f. 1894, d.
1966, og Örnólfur Hálfdánsson, f.
1888, d. 1960. Börn þeirra Odds
sumrum, en tvo vetur var hún í
húsmæðraskólanum á Hallorms-
stað. Árið 1949 lá leið hennar í
Ljósmæðraskólann. Að loknu
námi þar flutti hún til Ísafjarðar,
þar sem hún giftist. Vorið eftir
hófu ungu hjónin búskap í Dals-
húsum í Valþjófsdal. Þar fæddust
þeim tvær dætur. 1955 fluttu þau
til Ísafjarðar og bjuggu þar óslit-
ið til 1995. Þrjá syni eignuðust
þau og tóku í fóstur systurdóttur
Kristínar, sem þá var fárra vikna
gömul. Kristín fór aftur að gegna
ljósmæðrastörfum árið 1966,
fyrst í afleysingum, en síðan í
fullu starfi og var ljósmóðir á
sjúkrahúsinu á Ísafirði til 1995
og sinnti afleysingum eftir það
þegar mikið lá við. Þau Oddur
fluttu suður 1995 og voru á Sel-
tjarnarnesi og í Reykjavík í ell-
efu ár, en fluttu þá á Hlíf. Oddur
var þá orðinn sjúklingur og lést í
júlí 2008. Kristín bjó áfram á Hlíf
til haustsins 2015 og fór þá á
öldrunardeildina á sjúkrahúsinu.
Þegar hjúkrunarheimilið Eyri
var tekið í notkun í ársbyrjun
2016 var hún í hópi þeirra fyrstu
sem fluttu inn. Hún lést þar af
völdum heilablóðfalls 7. desem-
ber.
Útför Kristínar fer fram frá
Ísafjarðarkirkju í dag, 17. des-
ember 2016, klukkan 14.
og Kristínar: 1) Þór-
hildur, f. 1953, maki
Jónatan Hermanns-
son. 2) Margrét, f.
1954, d. 2015. 3)
Örnólfur, f. 1956,
maki Védís Ár-
mannsdóttir. 4) Jón
Halldór, f. 1958,
maki Martha
Ernstsdóttir. 5)
Gunnar, f. 1960,
maki Sólveig
Guðnadóttir. 6) Bára f. 1965,
maki Óskar Ármannsson. Barna-
börn og stjúpbarnabörn eru tutt-
ugu og barnabarnabörnin sex-
tán. Kristín ólst upp á Mýri. Hún
sótti skóla í Súðavík og síðar
Reykjanesi. Skömmu eftir dauða
föður hennar var heimilið leyst
upp, enda móðir hennar orðin
veik. Kristín var í vist í Bolung-
arvík og fór með þeirri fjöl-
skyldu til Akureyrar. Sumarið
1945 fór hún austur á Hérað þar
sem tvær eldri systur hennar
bjuggu og gerðist þar kaupa-
kona og ráðskona í vegavinnu á
Það er nótt, síminn hringir,
sængurkona bíður uppi á sjúkra-
húsi. Úti er norðan stormur og of-
ankoma, götur orðnar ófærar. Ég
lít fram á gang, mamma, orðin
nokkuð fullorðin þá, er að klæða
sig í hlífðarföt. „Get ég hjálpað,“
spyr ég. „Svona, svona, farðu bara
aftur inn og leggðu þig, ég kemst
þetta alveg Gunni minn“. Hvarf
hún svo út í hríðina og klofaði snjó
upp á mið læri á leiðinni upp á
spítala. Þau láta víst ekki bíða eft-
ir sér börnin þegar þau koma í
þennan heim. En hún mamma
starfaði nefnilega sem ljósmóðir á
Ísafirði í 40 ár og þá er ekki spurt
hvort standi illa á, það er bara
hlaupið. Hún tók á móti tæplega
1.200 börnum á þessum árum.
Mamma var fædd að Mýri, litlu
koti í landi Dvergasteins við Álfta-
fjörð. Hún ólst þar upp við erfiðar
aðstæður, foreldrar hennar
glímdu við veikindi og þurftu
systkinin að hjálpast að. Sóttu þau
barnaskóla út í Súðavík daglega,
sem er fimm kílómetra gangur
hvora leið. Það hefur verið löng
leið fyrir sjö til tólf ára börn að
paufast í svarta myrkri. Oft var
fjaran farin ef fannfergi var mikið.
Stóð þeim þá stuggur af að fara
yfir holtin ofan við Langeyri,
reimleikar af völdum franskra
sjómanna sem áttu að hafa verið
grafnir þar ollu því.
Foreldrar hennar létust með
stuttu millibili er hún var 15 ára.
Að hjálpa til og verða að bjarga
sér sjálf við erfiðar aðstæður sem
barn hefur eflaust markað lífs-
skoðanir mömmu. „Það skal eng-
an skorta neitt á minni vakt,
hvorki fæði né klæði, elskulegheit
eða hjartahlýju.“ Og það var held-
ur enginn skortur á neinu í okkar
stóra systkinahópi. Ef skemmdist
flík í gáskafullum leik voru ný-
saumaðar buxur eða prjónuð
peysa tilbúin til að fara í í skólann
– mig grunar að þetta hafi orðið til
að næturlagi.
Sonur okkar Sólveigar, Gunnar
Geir, sem er aðeins sjö ára, heim-
sótti ömmu oft og knúsuðust þau
mikið, ekki mikið sagt en hlýjan
frá ömmu var notaleg. Hann sagði
er hann frétti að amma væri farin
til englanna: „Svona er bara lífið,
pabbi minn.“
Elsku tengdamamma mín er
farin í Sumarlandið, elskuleg kona
með stórt hjarta. Hún tók mér af-
ar vel er við Gunnar byrjuðum að
vera saman. Við sátum stundum
að spjalli í gegnum árin og mátti
heyra að æska hennar hafði verið
erfið, en hún tók öllu með æðru-
leysi og var bæði róleg og hlý. Ég
velti oft fyrir mér hvernig hún
hefði farið að því að vera með
svona stórt heimili og vinna svo
sem ljósmóðir, að vera til staðar
daga jafnt sem nætur. Hún gerði
nú lítið úr því og sagði: „Svona var
bara lífið, Sólveig mín.“
Er ég var að eiga son okkar
Gunnars, Gunnar Geir, beið Stína
heima á Hlíf, en þegar styttast fór
í að hann liti dagsins ljós kom hún
og var viðstödd er drengurinn
fæddist. Ég held að hún hafi ekki
getað setið lengur heima og ljós-
móðirin komið upp í henni. Líka
held ég að henni hafi þótt það mik-
ils virði að fá að bjóða hann vel-
kominn í þennan heim.
Takk fyrir allt og allt elsku
mamma, tengdamamma og
amma. Elskum þig mikið og
minnumst þín með hlýju í hjarta.
Þinn sonur Gunnar, Sólveig
og Gunnar Geir.
Sólheitan sumardag árið 2010
benti hún mér á stóra steininn á
rifinu þar sem vörin var, vörin þar
sem pabbi hennar lenti skektunni
kominn úr róðri eða kominn með
heyið handan yfir fjörð. Heyfeng-
urinn var það sem hann hafði bar-
ið upp á Sjötúnahlíð, einhverju
hrjóstrugasta slægjulandi í ver-
öldinni.
Við stóðum á Mýri, staðnum
þar sem hún fæddist, staðnum þar
sem hún átti æsku sína, allt of
skamma. Bærinn er núna ekki
meira en grjóthóll í túninu á
Dvergasteini í Álftafirði vestra.
Foreldrar hennar höfðu flust
þangað frá Folafæti, vísi að þorpi
sem visnaði upp á kreppuárunum.
Níu fæddust börnin, sjö náðu
aldri, Kristín í miðjum þeim hópi
og fyrsta barnið sem fæddist á
Mýri.
Á litlum bæ er ekki verkefni
fyrir margar hendur. Því fluttu
systurnar elstu að heiman um leið
og þær höfðu aldur til. Sumarið
1943 voru þó enn fjögur systkinin
heima á Mýri, Kristín þeirra elst.
Þá heltók krabbameinið hjónin
bæði, þau rétt orðin fimmtug. Jón,
faðir Kristínar, dó um haustið. Til
áramóta stóð Kristín fyrir heim-
ilinu, fimmtán ára gömul, sá um
þrjú yngri systkin sín og móður
sína helsjúka, sýndi hetjuskap
sem fáum er gefinn.
Um áramótin var heimilið leyst
upp. Halldóra, móðir Kristínar,
var flutt suður og yngri systkinin
sáu hana ekki eftir það.
„Ég var svo ung, allt of ung,“
sagði Kristín, þessi sterka kona,
þar sem við stóðum á hlaðinu á
Mýri, því hlaði sem einu sinni var.
Síðar varð hún ljósmóðir, fyrst í
Eyrarhreppi, svo á Ísafirði.
Sængurkonum var hún sem móð-
ir, sýndi þeim kyrrlátan styrk
sinn og öryggi. Á annað þúsund
Ísfirðingar mættu höndum henn-
ar fyrst af öllu er þeir komu í
þennan heim.
Gæfa er mér að hafa fengið að
kynnast Kristínu sem tengdason-
ur og hluti af stórri og samheld-
inni fjölskyldu hennar.
Ég flyt börnum hennar, barna-
börnum og eftirlifandi bróður
innilegar samúðarkveðjur.
Jónatan Hermannsson.
Hún Kristín tengdamamma
var hógvær og lítillát kona en í
raun var hún risastór innan í sér.
Hún snerti við svo mörgum ein-
staklingum á langri ævi sinni að
það eru mörg þúsund manns sem
eru í þeim hring. Hvernig veit ég
það? Jú, hún tók á móti a.m.k.
1.200 börnum sem ljósmóðir á
Vestfjörðum og hún var sko ljós-
móðir af guðs náð. Þegar ég byrj-
aði að koma vestur á Ísafjörð sem
kærasta Jóns sonar hennar og
fólk komst að því hvernig ég
tengdist vestur, þ.e.a.s. sem
tengdadóttir Kristínar, hækkaði
ég ósjálfrátt upp um mörg þrep.
„Hvað segirðu, ertu tengdadóttir
hennar Kristínar … ahhh.“ Og svo
kom sagan af henni sem ljósmóð-
ur og hversu stórkostleg hún var á
sinn einlæga, hljóðláta og styrka
hátt. Og við erum að tala um kon-
ur sem voru að fæða börn fyrir 25-
50 árum. Þær eru enn að minnast
þess og verka hennar. Hún Krist-
ín var nefnilega líka frumkvöðull á
sínu sviði án þess að hún gerði sér
grein fyrir því. Ég hef talað við
konur sem sögðu mér að hún hefði
verið að kenna þeim að anda og
verið með öndunarnámskeið fyrir
ófrískar konur fyrir u.þ.b. 35-40
árum. Þegar ég svo nefndi þetta
við Kristínu fyrir nokkrum árum
yppti hún öxlum og vildi varla
kannast við þetta.
Kristín er af kynslóð sem er óð-
um að hverfa. Þetta er engin
venjuleg kynslóð sem ólst upp við
aðstæður sem við nútímafólkið
eigum mjög erfitt að ímynda okk-
ur. Kristín ólst upp við moldar-
gólf, torfhús, að sækja vatn út í
læk og að labba í skólann sex kíló-
metra fram og til baka í fjörunni í
myrkri, snjó og ís. Við erum að
tala um ömmu sonar míns sem er
ennþá unglingur. En hún ólst líka
upp við mikla sorg, foreldramissi,
systkinahópurinn sundraður og
það er jafnvel enn erfiðara fyrir
okkur að setja okkur inn í slíkar
aðstæður, en sannarlega var enga
sálfræðiaðstoð að fá í þá daga.
Hún Kristín átti ótrúlega stórt
og sterkt faðmlag, hún faðmaði
mann fast og lengi og maður fékk
marga kossa. Hún talaði ekki af
sér né sagði mikið en sýndi mikið.
Við fyrstu kynni og alla tíð fann ég
alltaf hvað henni þótti vænt um
mig og mína. Hún sýndi það í
verki.
Það streyma fram minningar
þegar kemur að svona tímamót-
um og ég fer að hugsa um mið-
vikudagskvöldin sem voru ömmu-
kvöld í þau fimm ár sem við
bjuggum fyrir vestan. Það datt
varla út miðvikudagskvöld nema
við værum ekki í bænum. Alltaf
fengum við ís og ískex, stundum
sátum við bara í rólegheitum og
horfðum á Kiljuna eða spjölluðum
jafnvel um gamla tíma. Núna
verma þessar minningar mig og
þær hverfa aldrei, ég mun ætíð
geyma þær í hjarta mínu og
þakka sannarlega fyrir þessar
stundir.
Ég held að það sé veisla á himn-
um, Kristín mín er búin að hitta
Odd sinn, Möggu sína, systkini sín
og foreldra sína. Mikið held ég að
það sé hlegið. Ég veit einlæglega í
hjarta mínu að við munum öll hitt-
ast aftur og sameinast. Takk fyrir
mig.
Þín tengdadóttir,
Martha.
Það flögra ótal margar góðar
minningar um hugann við fráfall
Stínu, hún var einstakur tryggð-
arvinur og mér dýrmæt og var
gæfa að eiga hana að. Ég er þakk-
lát fyrir að hafa átt þig í lífinu
mínu. Okkar kynni hófust er ég
kynntist Möggu dóttur hennar
strax í Barnaskóla, yndislegri og
dýrmætri vinkonu sem lést fyrir
ári og er sárt saknað. Og við frá-
fall Möggu sinnar dofnaði áber-
andi lífsneistinn hjá Stínu enda
hafði Magga reynst mömmu sinni
alveg einstaklega vel og fallega
með ástúð, umhyggju og umvafið
hana og var sterk taug þeirra á
milli.
Stína var ljósmóðir og var
sannkölluð ljósa. Hún rækti það
með mikilli samviskusemi og eðl-
islægum dugnaði og næmni sem
voru hennar farsæld í starfi, en
hún tók á móti yfir 1.200 börnum.
Aðalsmerkið hennar var um-
hyggja fyrir öðrum og æðruleysi,
alltaf vinnandi með eitthvað i
höndunum. Hún var heimakær og
naut sín í móðurhlutverkinu því
vaktirnar gátu verið langar. Stína
hafði gaman af glettni og stutt var
í kímnina. Stína og Oddur maður
hennar, sem lést fyrir nokkrum
árum, bjuggu mestallan búskap
sinn á Ísafirði og eignuðust þau
Þórhildi, Möggu, Ödda, Jón og
Gunnar og ólu upp Báru systur-
dóttur Stínu. Eiga þau ófáa af-
komendur og naut hún sín í
ömmuhlutverkinu og hjartað var
stórt. Stína var vönduð kona með
ljúfa, hlýja og trygga nærveru og
með sitt rólega fas og prúðu fram-
komu. Þótt hún síðustu ár væri
svolítið týnd í gleymskunnar sjúk-
dómi hélt hún einstakri reisn vin-
konan og lundin hennar hélst allt-
af jafn ljúf.
Er ég eignaðist son minn og
hún tók auðvitað á móti honum
sagði hún við mig að hann væri nú
eiginlega fyrsta barnabarnið sitt
og hún var frá fyrsta degi Stína
amma fyrir Kristján Inga. Við
vorum nú ekki hljóðlátar vinkon-
urnar og ekkert hægt og rólegt í
kringum okkur, hlátrasköll og fjör
og hafði hún orð á því fyrir nokkr-
um dögum að það hefði verið ein-
stakt að horfa á þessa vináttu okk-
ar öll árin og við vinkonurnar
alltaf hjartanlega velkomnar.
Gunni minn, þú hefur verið fal-
legur klettur í lífinu hennar og
pabba þíns og alltaf til staðar og
veitt fagra sonar umhyggju. Við
vinkonurnar Rósa, Freyja og fjöl-
skyldur kveðjum Stínu með ást,
virðingu og þakklæti. Við trúum
því að vel hafi verið tekið á móti
henni í nýjum heimkynnum af ást-
vinum sem fóru fyrr og sendum
börnum hennar og fjölskyldum
okkar fallegustu samúðarkveðjur.
Að loknum degi er ljúft að sofna
þá líður burtu sérhver þraut.
Og vaknar svo í ljóssins landi
og líta geislum stráða braut.
Ást og friður almættisins
ykkur megi falla í skaut.
(GG)
Bjarndís.
Kristín Guðrún
Jónsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARTA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Faxabraut 13-15, Reykjanesbæ,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Land-
spítalanum við Fossvog sunnudaginn 11.
desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 19.
desember klukkan 13.
.
Karl Antonsson, Hrafnhildur Jónsdóttir,
Eygló Antonsdóttir, Ólafur Arthúrsson,
Helen Antonsdóttir, Þórhallur Guðmundsson,
Guðrún Antonsdóttir, Sæbjörn Þórarinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
FINNBOGI F. ARNDAL,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
sunnudaginn 20. nóvember 2016.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði þriðjudaginn 20. desember klukkan 11.
.
Hjördís Stefánsdóttir Arndal,
Stefán F. Arndal, Þórdís Eiríksdóttir,
Hreinn F. Arndal, Ingibjörg Snorradóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ARNHEIÐUR HJARTARDÓTTIR,
lést 9. desember á Landspítalanum í
Fossvogi. Útförin fer fram frá Lang-
holtskirkju þriðjudaginn 20. desember
klukkan 13.
.
Sigrún Hjördís Pétursdóttir, Kristinn Kristjánsson,
Sigurður J. Pétursson,
Sverrir Pétur Pétursson, Ólöf Birna Garðarsdóttir,
Kristín Pétursdóttir, Brynjólfur Smárason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
STEINDÓR STEINDÓRSSON,
Hlíðartúni Fljótshlíð,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju
þriðjudaginn 20. desember klukkan 13.30.
.
Ingibjörg Eggertsdóttir,
Jónheiður Steindórsdóttir, Jóhannes Freyr Baldursson,
Þór Melsteð Steindórsson, Tia Mell,
Alexander Jóhannesson, Steingerður Hauksdóttir,
Dóróthea Jóhannesdóttir, Ari Bragi Kárason.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI JÖRGENSON EINARSSON
vélvirki,
Sléttuvegi 29,
lést á Landspítalanum Fossvogi 14. desem-
ber síðastliðinn. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju 21. desember
klukkan 13. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Alzheimer-samtökin.
.
Sesselja J. Guðmundsdóttir,
Jóna Sigríður Bjarnadóttir, Jón Ingi Ólafsson,
María Bjarnadóttir, Hjörtur Gíslason,
Einar Bjarnason, Helga Eiríksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir
síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er