Morgunblaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016
Ég kynntist
Lofti fyrst þegar
hann réð mig (ný-
komna heim með
BA-próf í sagnfræði) til að
kenna námskeið um 20. aldar
sögu við Kennaraháskóla Ís-
lands.
Námskeiðið var ætlað kenn-
urum sem vildu taka stúdents-
próf. Loftur var þá á leið til út-
landa til rannsókna. Þetta var í
fyrsta sinn sem ég kenndi sögu
og ég var mjög þakklát honum
fyrir að veita mér þetta tæki-
færi. Síðan hittumst við oft á
samkundum sagnfræðinga og
árið 2005 tók ég við af Lofti
sem forseti Sögufélags eftir
langa setu hans í stjórn og síð-
an á forsetastól. Ekki alls fyrir
löngu þegar ég var forstöðu-
maður Sagnfræðistofnunar
hafði Loftur samband og spurði
hvort við hefðum áhuga á að
gefa út enska þýðingu af riti
hans Bernska, ungdómur og
uppeldi á einveldisöld, tíma-
mótaverk í íslenskri félagssögu,
fjölskyldusögu og sögulegri
lýðfræði.
Við þurftum ekki að hugsa
okkur tvisvar um, enda löngu
tímabært að kynna þessa
merku rannsókn betur á alþjóð-
lega fræðatungumálinu. Þetta
verður fyrsta fræðiritið sem
stofnunin gefur út í nýrri rit-
röð, The University of Iceland
Historical Series.
Ritið, rúmar 300 síður, er nú
í síðustu próförk og kemur út í
janúar á næsta ári. Fallega
kápa bókarinnar er hins vegar
tilbúin og fékk Loftur að sjá
hana rétt áður en hann dó. Það
var gaman og lærdómsríkt fyr-
ir undirritaða að ganga frá
þessu verki með Lofti undan-
farna mánuði, með dyggri að-
stoð Ólafar Garðarsdóttur. Ég
votta Hönnu Kristínu, börnum
þeirra og fjölskyldunni allri
mína innilegustu samúð.
Anna Agnarsdóttir.
Við andlát Lofts Guttorms-
sonar er hans minnzt sem
afburðafræðimanns. Eftir hann
liggur fjöldi mikilvægra rit-
smíða, einkum á sviði sagn-
fræði. Hann starfaði einnig
mikið á sviði félagsfræði, eins
og birtist m.a. í skrifum hans
um félagssögu.
Framlag Lofts á mörgum
efnissviðum sagnfræðinnar er
þýðingarmikið. Hann kom fram
með ýmsar nýjungar í íslenzkri
sagnfræði, bæði hvað snertir
viðfangsefni og rannsóknarað-
ferðir. Hann var mjög vel
heima í rannsóknum og kenn-
ingum erlendra fræðimanna, og
honum var einkar lagið að máta
rannsóknir sínar við rannsóknir
erlendis. Segja má að rann-
sóknir Lofts séu á margan hátt
afreksverk. Áhrifa hans gætir
hjá öðrum fræðimönnum og
leikur vart vafi á því að svo
verði um ófyrirséða framtíð.
Starfsvettvangur Lofts var víð-
ur. Auk rannsókna, kennslu og
stjórnsýslu við háskóla vann
hann mikið að félagsmálum, þ.
á m. félagsmálum íslenzkra
sagnfræðinga.
Ég minnist Lofts ekki síður
fyrir mannkosti hans. Hann var
drengur góður, greiðvikinn og
hjálpsamur.
Kynni tókust með okkur
Lofti um miðjan áttunda áratug
síðustu aldar. Áttum við mikil
Loftur
Guttormsson
✝ Loftur Gutt-ormsson fædd-
ist 5. apríl 1938.
Hann lést 4. desem-
ber 2016.
Loftur var jarð-
sunginn 15. desem-
ber 2016.
samskipti í áranna
rás. Leiðir okkar
lágu alla tíð saman
með ýmsum hætti,
einkum á vettvangi
fræða, en einnig á
öðrum vettvangi.
Frá fyrstu árum
kynna okkar er
mér einkar minn-
isstæð samvera í
tengslum við nor-
rænt sagnfræð-
ingaþing, sem haldið var í Jy-
väskylä í Finnlandi sumarið
1981. Við áttum seinna sam-
starf um tvö umfangmikil rann-
sóknarverkefni.
Á grundvelli hvors verkefn-
isins um sig var safn ritgerða
gefið út í bók. Síðara verkefn-
inu stýrðum við Loftur
sameiginlega og önnuðumst rit-
stjórn bókarinnar, sem hefur
að geyma afrakstur þess. Sam-
vinna okkar að ofangreindum
verkefnum var, sem endranær,
hin ánægjulegasta.
Skoðanaskipti við Loft um
viðfangsefni á fræðasviði voru
jafnan til fróðleiksauka. Hann
var örlátur á að miðla mér, eins
og svo mörgum öðrum, af yf-
irgripsmikilli þekkingu sinni.
Loftur var glaðlyndur maður
og skemmtilegur í viðræðu,
hvort sem samtal snerist um
fræðileg efni eða efni af öðrum
toga.
Margsinnis naut ég mikillar
gestrisni á heimili þeirra
Hönnu Kristínar. Fyrir það og
gjöfula vináttu skal þakkað að
leiðarlokum. Ég votta fjöl-
skyldu Lofts innilega samúð.
Ingi Sigurðsson.
Íslensk sagnfræði tók gríð-
arlegum stakkaskiptum á síðari
hluta síðustu aldar, en fram að
þeim tíma hafði eitt helsta hlut-
verk hennar verið að lofsyngja
íslenska þjóðríkið. Loftur Gutt-
ormsson var einn helsti árgali
þessara breytinga, enda var
hann skólaður í allt annarri
fræðihefð en flestir kollegar
hans af sömu kynslóð. Hann
hafði siglt til Frakklands til
náms strax eftir stúdentspróf,
en mikil gerjun var í franskri
sagnfræði á þessum árum, þar
sem áhrif félagsvísinda og
landafræði smituðust inn í skrif
sagnfræðinga.
Úr varð ný tegund sagn-
fræði, oft kennd við tímaritið
Annales d’histoire économique
et sociale, sem fór sigurför um
heiminn á mótunarárum mínum
í fræðunum.
Fljótlega eftir heimkomuna
frá Frakklandi hóf Loftur
kennslu við Kennaraskólann og
störf hans þar beindu honum á
braut skóla- og fræðslusögu.
Þar var hann virkur þátttak-
andi í þeim róttæku umbreyt-
ingum sem urðu á sögukennslu
í tengslum við setningu laga
um grunnskóla árið 1974. Und-
ir lok 8. áratugarins varð Loft-
ur áberandi á vettvangi fræði-
legrar umræðu í sagnfræði á
Íslandi.
Minnist ég þess að lesa með
athygli tvær greinar eftir hann
sem birtust í tímaritinu Saga á
árunum 1978 og 1979 um tengsl
félagsfræði og sagnfræði, en
þar var m.a. vakin athygli á
nýjum rannsóknum franskra
„annálunga“. Þessum greinum
fylgdi Loftur síðan eftir með
brautryðjendarannsóknum í
fjölskyldu-, fræðslu- og uppeld-
issögu, með áherslu á sögu 17.
og 18. aldar. Veitti hann nýjum
straumum inn í íslenska sagn-
fræði með þessum rannsóknum
sínum, því að hann beitti þar
aðferðum sem voru ofarlega á
baugi á þessum tíma, einkum í
Frakklandi og Bretlandi.
Ég kynntist Lofti ekki per-
sónulega fyrr en um miðjan 9.
áratuginn og er mér sérlega
minnisstætt þegar hann bauð
mér og Þórunni heim í kvöld-
verð í tilefni heimsóknar hins
þekkta breska sagnfræðings
Peters Lasletts árið 1986. Síð-
an þá hafa heimboðin hjá þeim
Lofti og Hönnu Kristínu verið
fjölmörg og hafa þau ávallt ver-
ið sérstakt tilhlökkunarefni, því
að bæði eru þau vinmörg og
einstaklega góð heim að sækja.
Á slíkum stundum sást að fé-
lagslyndið var Lofti í blóð borið
og honum leið vel í góðra vina
hópi.
Félagslyndi Lofts birtist
einnig skýrt í þeirri áherslu
sem hann lagði á samstarf í
rannsóknum, bæði með íslensk-
um og norrænum kollegum.
Loftur var virkur í rannsóknum
fram á síðasta dag. Vann hann
ötullega síðasta árið, ásamt
öðrum, að ritstjórn bókar um
áhrif siðaskiptanna á íslenskt
samfélag, þar sem minnst verð-
ur að fimm aldir eru liðnar síð-
an Marteinn Lúter hengdi upp
mótmælaskjal sitt á kirkjudyr í
Wittenberg.
Þetta var eitt umræðuefna
okkar í garðinum í Hvassaleit-
inu síðastliðið sumar, þar sem
ég naut gestrisni þeirra hjóna
einu sinni sem oftar. Þá var
veikinda Lofts orðið vart, en
hugurinn var enn sá sami sem
áður.
Missir íslenskra sagnfræð-
inga er mikill við fráfall Lofts
Guttormssonar, en auðvitað er
missir fjölskyldunnar mestur.
Við Þórunn sendum þeim
Hönnu Kristínu, börnum og
barnabörnum hugheilar samúð-
arkveðjur.
Guðmundur Hálfdanarson.
Viska, virðing og hlýhugur
er þau orð sem mér eru efst í
huga þegar ég hugsa til Lofts,
kærs félaga og vinar, sem kvatt
hefur allt of fljótt.
Loftur var mannvinur og
náttúruunnandi sem unni rækt-
un lýðs og lands.
Hann var heill í því sem
hann tók sér fyrir hendur og
vann hugsjónum sínum braut-
argengi eins og sjá má meðal
annars af hve mikilvirkur hann
var í rannsóknum sínum og rit-
verkum. Fas hans og framkoma
var þannig að fólk bar virðingu
fyrir honum.
Hann var hógvær, hæglátur
og glettinn; hafði ekki hátt, en
fólk hlustaði grannt þegar hann
tók til máls í þeirri vissu að
hann hefði drjúgt til málanna
að leggja.
Kynni okkar Lofts hófust
fyrir um 50 árum þegar hann
gerðist kennari við Kennara-
skólann 1967. Hann kenndi
nýja valgrein, félagsfræði. Í
minningunni er Loftur hlýr,
vinsamlegur og tillitssamur
kennari. En hann hafði fleiri
eiginleika kennara eins og sjá
má þegar ég fletti glósubók-
unum frá vetrinum 1967-1968
sem gaman er að lesa. Þar
kemur fram hve agaður hann
var í efnistökum og jafnframt
vísindalegur í hugsun. Greini-
lega reyndi hann að fá okkur
unga fólkið til að skilja mik-
ilvægi þess að hugsa „abstrakt“
og lagði ríka áherslu á slíka
hugsun í vísindum eins og í
fræðigreininni félagsfræði.
Hann óf einnig sálfræðilega
þætti inn í félagsfræðilega um-
fjöllun sína eins og hvernig
hugsun okkar þroskast á lífs-
leiðinni í samspili við nánasta
umhverfi og samfélag. Þessi
áhersla hans hefur fylgt mér æ
síðan þótt ég hafi ekki áttað
mig fyllilega á því fyrr en við
lestur gömlu glósubókanna.
Annar þáttur kynna okkar
Lofts hófst þegar við fórum
nokkur árið 1972 undir forystu
hans til Svíþjóðar á vegum
menntamálaráðuneytisins til að
kynna okkur samfélagsfræði
við undirbúning nýrrar náms-
greinar í grunnskóla. Næstu 10
árin voru okkur í samfélags-
fræðihópnum einstakur skóli
undir leiðsögn þeirra Wolf-
gangs Edelstein.
Sameiginleg hugsjón var að
koma ýmsum nýjungum á í ís-
lensku skólakerfi með nýju
námsefni og breyttum kennslu-
háttum. Þegar við lögðum
námsefnisgerð okkar fram í
hópnum til umræðu og gagn-
rýninnar umfjöllunar var víst
að við fengjum ígrundaðar at-
hugasemdir þegar Loftur tók
til máls sem byggðust á
traustri þekkingu hans og
innsæi. Um leið kom fram virð-
ing hans fyrir þeirri manneskju
sem lagði verk sín fram.
Þriðji þáttur samveru okkar
hófst svo þegar þau Loftur og
Hanna Kristín fluttu hér í
næsta hús, okkur hjónum til
einstakrar ánægju.
Eins og hinn stóri vinahópur
þessara samstiga og samhentu
hjóna höfum við Þórólfur notið
rómaðrar gestrisni þeirra í
fjörugum og gefandi boðum ár-
um saman, auk annarra dýr-
mætra samverustunda á lægri
nótum.
Missir Hönnu Kristínar,
heilladísarinnar hans, og fjöl-
skyldunnar er mikill. Góður
drengur er genginn.
Við Þórólfur kveðjum trygg-
lyndan vin með virðingu og
þökk og vottum Hönnu Krist-
ínu og fjölskyldunni okkar
dýpstu samúð.
Sigrún Aðalbjarnardóttir.
Kveðja frá bróð-
ur.
Kæra systir, kvöldsins
rökkur ræður
og roða dagsins hefur verið eytt.
Þó huggun sæki ég í helgar skræður
þær hafa í engu sorgum mínum
breytt.
Sú huggun ein sem hefi ég að njóta
eru hugans myndir gegnum lífs þíns
kvóta.
Sem barn ég dáði fegurð þína og
festu,
fagurt hárið brúnt og mjaðmasítt,
en kosti þína mat ég þó að mestu,
er mér þú kenndir hverju skyldi hlýtt.
Það gerðir þú með vinsemd, ekki
vendi
svo valið faldir þú í minni hendi.
Þú valdir ung á vegferð þinni að hjúkra
því veika fólki er hrelldu andleg sár.
Og oft þér rann til rifja verkir sjúkra,
Sveinborg María
Gísladóttir
✝ SveinborgMaría Gísla-
dóttir fæddist 7.
júní 1945. Hún lést
2. desember 2016.
Útför hennar fór
fram 12. desember
2016.
þú réttir líkn þeim
mörgu er felldu tár.
Hispursleysi þitt og
hláturmildi
var hluti af því sem
hverjum degi fylgdi.
Þú misstir mann þinn
ennþá ung að árum,
örlög þættu þannig lífs
þíns braut.
En þá er þjökuð varst
af þungum sárum,
þú sóttir styrk í drottins líknar skaut.
Börnin þrjú í faðmi hlýjum faldir,
frið og von í barnsins huga taldir.
Nú reyni ég að skilja skrítna dóminn
sem skapanornir forðum ófu þér.
Ég spyr mig sjálfan, hví er besti blóm-
inn
ætíð borinn burt frá þér og mér.
Ég felli tár við fótskör minninganna,
er ferð þú burt úr heimi okkar manna.
Nú bið ég guð, þú gefir systur minni
góða komu þitt í ríki inn.
Leyf þú henni að hitta fyrir inni
horfna bræður, móður og föður sinn.
Svo gefi mér þinn mikli máttarkraftur,
að megi ég systir, hitta þig þar aftur.
Vilhjálmur H.
Gíslason.
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undir-
búnings og framkvæmd útfarar
ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu
og umhyggju að leiðarljósi
og af faglegum metnaði.
Þorsteinn Elísson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar
eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ERLU ÁSGEIRSDÓTTUR,
Borgarhrauni 10,
Hveragerði.
.
Ólafur Pétursson
Magnús Bjarkason Guðlaug Pálmadóttir
Hólmfríður Bjarkadóttir Páll Eggert Ólason
Anna Elín Bjarkadóttir
Pétur Már Ólafsson Aðalheiður Lára Guðmundsd.
Eva María Ólafsdóttir Bragi Konráðsson
ömmubörn og langömmubörn.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður okkar og
ömmu,
JÓNÍNU MELSTEÐ
hjúkrunarfræðings,
Brekkuseli 26.
Guð gefi ykkur gleðileg jól.
.
Gunnar Hjörtur Gunnarsson,
Gunnlaugur M. Gunnarsson, Halla Gunnarsdóttir,
Ingibjörg Gunnarsdóttir, Pétur Daníelsson,
Sveinborg H. Gunnarsdóttir, Eiríkur G. Ragnars,
Gísli Héðinsson
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og
jarðarfarar,
SIGRÍÐAR FRIÐRIKSDÓTTUR
og
SVERRIS SÍMONARSONAR,
Boðaþingi 24, Kópavogi.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðrún Kristinsdóttir,
Símon Sverrisson,
barnabörn og barnabarnabörn.