Morgunblaðið - 17.12.2016, Síða 53
DÆGRADVÖL 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016
ÞEGAR GÆÐIN
SKIPTA MÁLI
CROWN TRÉRENNIJÁRN,
STUBAI ÚTSKURÐARJÁRN,
TORMEK HVERFISTEINAR,
SJÖBERGS HEFILBEKKIR &
MORA TÁLGUHNÍFAR
Opið til 22 til 22. des.
Opið til kl. 23
á Þorláksmessu
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú uppgötvar eins mikinn sannleika
um tilteknar aðstæður og þú kærir þig um. En
þá er um að gera að gaumgæfa málin áður en
gripið er til einhverra aðgerða.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert ekki alveg með báða fætur á
jörðinni þessa dagana. Hann skilur hvað knýr
aðra og kann að höfða til þeirra samkvæmt
því.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Óvænt daður fær hjarta þitt til þess
að slá örar í dag. En hann er þó ekki nóg til
þess að þú getir lifað á honum einum saman.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú vilt fá einhvers konar tryggingu
fyrir því að einhver samvinna muni ganga
upp. Nú er rétti tíminn til að ræða tilfinninga-
málin.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Kurteisi kostar ekki neitt. Ekki reyna að
draga mat annarra í efa. Fyrir alla muni ekki
byrgja tilfinningarnar inni, það endar með
ósköpum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Svo gæti virst sem maður eigi að leysa
hagnýt verkefni fyrst, en hið gagnstæða er
rétt. Deildu skyldustörfum þínum. Farðu þér
hægt og kynntu þér smáa letrið vel.
23. sept. - 22. okt.
Vog Lífið færir þér eitthvað nýtt að horfa á –
og þú gleypir það allt. Gefðu þér tíma til þess
að fara rækilega í gegnum þau og gerðu við-
eigandi ráðstafanir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Láttu gamminn geisa við vini og
félaga, nú er ekki rétti tíminn til þess að draga
sig í hlé. Fólki í kringum þig tekst að lífga upp
á þitt gáskafulla ímyndunarafl, ekki síst vatns-
bera.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Fólk er vingjarnlegt í þinn garð um
þessar mundir. Reyndu það og sjáðu hvernig
óeigingirni stuðlar að sérhverju áhugamáli
sem þú hefur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Reyndu að ganga frá óleystum
málum sem varða yfirvöld og stórar stofnanir.
Mundu samt að hafa allt gaman græskulaust.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Lífið á það til að stokka hlutina
upp, svo þú raðir þeim aftur í rétta forgangs-
röð. Sköpunargáfa þín og leikni þín með börn
verða vel metin í umhverfi sem er vanalega
ófrjótt og leiðilegt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er lögmál að líkama á hreyfingu er
eðlilegt að halda áfram að hreyfast. Kannski
áttu bara að sleppa hendinni af einhverju að
þessu sinni.
Sem endranær er laugardags-gátan eftir Guðmund Arnfinns-
son:
Bjálfi er hann ár og síð.
Ekki margur karl þann sér.
Þessar bera lönd og lýð.
Líka þetta mannsnafn er.
Hér er lausn Hörpu á Hjarð-
arfelli:
Hann er algjör álfur.
Álfur út úr hól.
Allar heimsins álfur.
Álfur heldur jól.
Helgi Seljan svarar:
Álfar bera ýmsa galla
álfa fáir hafa séð.
Álfur hylja heimsbyggð alla.
Hafa sumir Álfsnafn léð.
„Þá er það lausnin,“ segir Helgi
R. Einarsson:
Ég stundum ólmast eins og kálfur
eða jafnvel skrattinn sjálfur,
er maður hvorki heill né hálfur.
Þá hæfir lausnin, sem er álfur.
Guðrún Bjarnadóttir leysir gát-
una þannig:
Álfur er aulinn sjálfur.
Álfa sjá stundum konur.
Evrasía tvær álfur.
Þar Álfur býr Hrundarsonur.
Þessi er lausn Árna Blöndals:
Þessi bjálfi álfur er,
álfa fáir hér sjá nú,
þjóðir álfur eigna sér
Álfur hér nú rekur bú.
Þannig skýrir Guðmundur gát-
una:
Álfur flón er ár og síð.
Álfinn fráleitt margur sér.
Álfur bera lönd og lýð.
Loks hér Álfur mannsnafn er.
Þá er limra:
Hún Vala sagði það sjálf,
að sig hefði dreymt um hann Álf
allt frá því að fyrst
hann fékk hana kysst
á skemmtun í Valaskjálf.
Og loks er ný gáta eftir Guð-
mund:
Birta tekur smátt og smátt,
smýgur næsta feimin
skíma inn um gluggagátt,
gátu semja þarf nú brátt:
Í glímunni er hann afar fær.
Eiginkonunni sjálfsagt kær.
Í skákinni oft er eitrað peð.
Akurinn slær og hirðir féð.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Eins og álfur út úr hól
Í klípu
„ÉG ER AÐ REYNA MITT BESTA TIL ÞESS AÐ
KOMA Í VEG FYRIR DAUÐAREFSINGUNA – EN VIÐ
ÆTTUM SAMT AÐ UPPFÆRA ERFÐASKRÁNA ÞÍNA.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„PRÓFAÐU ALLAVEGANA EYRNALOKKANA!
ÞETTA SETT KOSTAÐI MIG 600 KALL.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... eftirvæntingin.
ÞESSI KÚR ER AÐ
GERA ÚT AF VIÐ MIG
ÞÚ HEFUR OFT
VERIÐ Í MEGRUN
HVERT ER
LEYNDARMÁLIÐ?
EF ÞÚ
KITLAR BARN,
ÞÁ SLEPPIR
ÞAÐ NAMMINU
SÍNU
ÞETTA
ER LJÓT
KÚLA!
FARÐU HEIM
OG HVÍLDU ÞIG!
ÞESSAR
TVÆR PILLUR
MUNU HJÁLPA
ÞÉR!
ÞESSIR
EYRNATAPPAR
MUNU HJÁLPA ÞÉR!Á!
Á!
Á!
Á!
Á!
Á!
Á!
Á! Á!
Á!
Á!
Á!
Á!
Voru jólaskemmtanir barnanna ígamla daga vafasamar sam-
komur með vondum boðskap? Þessu
veltir Víkverji fyrir sér og minnist
jólaballa í litlum bæ úti á landi.
Hljómsveit spilaði og míkrófóndúll-
ari söng fyrir börn sem tóku undir í
slagaranum um tíu litla negrastráka.
Í dag, fjörutíu árum seinna, er með
tilliti til mannréttinda bannað að
segja negri og notkun orðsins stapp-
ar nærri glæp. Þetta nær jafnvel svo
langt að hver sá sem hefur tekið sér
negramál í munn, jafnvel fyrir
mörgum árum, þykir í dag hinn
versti maður. En er slíkt sanngjörn
nálgun? Allar umræður, orð, atburði
ber að meta á mælikvarða síns tíma.
Að minnst kosti voru börnin sem
forðum sungu um negrastrákana tíu
saklausar sálir.
x x x
Nú heyrast þau sjónarmið aðkirkjuheimsóknir grunnskóla-
barna sé vafasamar. Að trúin sé lífs-
skoðun og einkamál sem skólafólk
eigi ekki að koma nærri er helsta
röksemdin í þessu sambandi. Aðrir
vísa til langrar kirkjusögu Íslend-
inga sem mótað hafi þjóðlífið og að
trúin geri engum mein. Víkverji er
afstöðulaus gagnvart báðum þessum
sjónarmiðum en rifjar upp úr sinni
skólagöngu á Selfossi endur fyrir
löngu að aldrei var farið til kirkju.
Hins vegar var eitt sinn farið í heim-
sókn í Mjólkurbú Flóamanna og víst
var jógúrt-fabrikkan á sinn hátt
kirkja og musteri bæjarins sem oft
er kenndur við mjólk.
x x x
Óvenjulegasta jólaminning Vík-verja er tengd tæknibyltingu
sem gekk í garð fyrir um fjörutíu ár-
um. Barnið fór út með foreldrum
sínum um kvöld þar sem margmenni
stóð fyrir utan raftækjaverslun.
Fólki fjölgaði stöðugt og var þó
nokkuð liðið á kalt vetrarkvöld.
Spennan jókst jafnt og þétt þar sem
fólk horfði inn um glugga verslunar-
innar þar sem fyrir innan var lita-
sjónvarp. Slíka dýrð hafði enginn
séð áður og því var upplifunin sterk.
Víkverji minnist þess að hafa séð
Prúðuleikarana í fyrsta sinn, þeir
voru í lit og froskurinn Kermit fram-
sóknargrænn. vikverji@mbl.is
Víkverji
Allir vegir Drottins eru elska og trú-
festi fyrir þá sem halda sáttmála hans
og boð.
(Sálm. 25:10)