Morgunblaðið - 17.12.2016, Side 55
fjöllum á mörkum Búlgaríu og
Grikklands. Fleiri slíkir kaflar hefðu
gefið þessari stórgóðu bók meiri lit
og dýpt. Í Hulduþjóðum Evrópu lýs-
ir Þorleifur af væntumþykju og
næmi samfélögum sem hafa heillað
hann og það er auðvelt að heillast
með honum.
Morgunblaðið/Golli
Höfundurinn „Þorleifi tekst alltaf að gera efnið áhugavert, en best tekst
honum til þegar hann miðlar af persónulegri reynslu sinni,“ segir rýnir.
MENNING 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016
Boðið er upp á
fjölbreytilega
dagskrá í Hann-
esarholti við
Grundarstíg á
morgun, sunnu-
dag. Dagskráin
hefst með hádeg-
istónleikum kl.
13. Fram koma
Andri Björn Ró-
bertsson bassa-
barítón og Ruth Jenkins-Róberts-
son sópran og flytja ljóðasöngva og
aríur ásamt Kristni Erni Kristins-
syni píanóleikara. Tónleikarnir
standa í um 45 mínútur.
Klukkan 14 les Birgitta Haukdal
úr bókum sínum um Láru og Ljónsa
og syngur fyrir gesti. Bækur þrjú
og fjögur í bókaröð Birgittu nefn-
ast Kósýkvöld hjá Láru og Lára fer
á skíði. Þær eru fyrir börn á aldr-
inum þriggja til sjö ára.
Kl. 15 hefst síðan samsöngur
undir yfirskriftinni Syngjum saman
– jólin koma. Ungar tónlistarkonur,
þær Agnes Andrésardóttir og Guð-
rún Gígja Aradóttir, stýra jóla-
legum samsöng. Textum verður
varpað á tjald, allir geta tekið undir
og „sungið í sig jólastemningu“.
Sönggleði
í Hannes-
arholti
Andri Björn
Róbertsson
Erla Rún Guðmundsdóttir
erlarun@mbl.is
„Þetta er svo skemmtilegt vegna
þess að þetta gefur okkur tækifæri
til að grúska,“ segir Alexandra Kjeld
um tónlistarhópinn Umbra sem flyt-
ur mikið af fornri tónlist í nýjum út-
sendingum. Jólatónleikar Umbra
verða haldnir í Laugarneskirkju
annað kvöld klukkan 20.00.
Auk Alexöndru samanstendur
Umbra af þeim Arngerði Maríu
Árnadóttur, Guðbjörgu Hlín Guð-
mundsdóttur og Lilju Dögg Gunn-
arsdóttur.
„Við stofnuðum hljómsveitina í lok
árs 2014, við höfðum allar verið að
hugsa um það mjög lengi að setja
saman einhverskonar hóp til að spila
gamla tónlist og þjóðlög.“ Alexandra
segir fyrstu tónleikana hafa gengið
svo vel að hópurinn hafi ákveðið að
halda starfinu áfram.
„Það er svo mikið af efni sem fólk
þekkir ekki, bæði sem við þekkjum
ekki og sem aðrir hafa ekki fengið
tækifæri til að heyra. Það er heill
hafsjór af tónlist hvaðanæva úr
heiminum. […] Meira að segja er
ennþá verið að uppgötva handrit í
dag með einhverskonar nótnaskrift,
einhverjum laglínum.“
Útsetja eftir eigin höfði
Alexandra segir það áhugavert að
vinna úr slíkri tónlist því enginn viti
hvernig upprunalegur flutningur
hljómaði. „Við vitum ekki nákvæm-
lega hvernig þetta var flutt og það er
það skemmtilega við þetta, við út-
setjum allt bara eftir okkar höfði.“
Meðlimir Umbra útsetja verkin í
sameiningu. „Það eru svo litlar upp-
lýsingar, kannski er bara laglínan
skrifuð og maður veit ekkert hvern-
ig undirleikurinn, takturinn eða fíl-
ingurinn er. […] Við komum á æf-
ingu og prófum að spila þetta og hitt
og saman mótum við [útsetninguna].
Þannig vinnum við eiginlega öll lög-
in.“ Auk þess að útsetja eldri tónlist
hefur hópurinn einnig útsett nýja
tónlist á sama hátt.
„Við erum farnar að gera þetta
með nýja tónlist líka. Oft með þessi
gömlu lög þá eru þetta frásagnir, til
dæmis ef við tökum trúbadoratónlist
frá miðöldum þá er þetta einhver að
tala um ástarsorg eða eitthvað slíkt í
mörgum erindum. Við getum allt
eins tekið laglínu frá 2000 og inn á
milli höfum verið svolítið að taka lög
eftir Joni Mitchell, Radiohead, Sufja
Stevens og útsetja eftir okkar
höfði.“
Íslenskt í bland við erlent
Sem fyrr segir verða tónleikar
Umbra haldnir í Laugarneskirkju á
sunnudag. Að sögn Alexöndru mun
hópurinn þar flytja gömul og ný jóla-
leg héðan og þaðan. „Það eru ein-
hver íslensk jólalög sem margir
þekkja og kannski allir, eins og Há-
tíð fer að höndum ein og Með gleði-
raust og helgum hljóm. Við leikum
aðeins með útsetningarnar og ger-
um þetta eins og okkur finnst fal-
legt. Svo erum við búnar að vera að
grúska aðeins og finna falleg lög frá
Evrópu, úr handritum héðan og það-
an. Til dæmis er eitt lagið sem kem-
ur frá Spáni en fannst í handriti í
Svíþjóð á 19. öld.“
Þá eru á efnisskránni verk eftir
þau Hreiðar Inga Þorsteinsson og
Báru Grímsdóttur en Alexandra
segir að þeim í Umbra finnist þau
skemmtileg tónskáld. „Þau vinna
bæði svo mikið með gamlan efnivið.“
Umbra hefur ekki enn gefið út
geisladisk en hópurinn var í Kaup-
mannahöfn í ágúst síðastliðnum þar
sem þær tóku upp allnokkur lög.
„Þau eru bara í vinnslu, það er verið
að mixa og mastera. Við vorum að
gefa eitt þeirra út bara [á mánudag-
inn] á Soundcloud-síðunni okkar.
Svo verður bara að koma í ljós
hvernig útgáfuformið verður. Þetta
er svo margbreytilegt í dag.“
„Við leikum aðeins
með útsetningarnar“
Útsetja og flytja forna tónlist Jólatónleikar á morgun
Svalar Stelpurnar í Umbra leika sér að því að finna, útsetja og flytja fortíð-
arstef frá ýmsum löndum. „Það er svo mikið af efni sem fólk þekkir ekki.“
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Lau 17/12 kl. 20:00 135. s Fim 12/1 kl. 20:00 140. s Fim 26/1 kl. 20:00 145. s
Sun 18/12 kl. 20:00 136. s Lau 14/1 kl. 20:00 141. s Lau 28/1 kl. 20:00 146. s
Mán 26/12 kl. 20:00 137. s Sun 15/1 kl. 20:00 142. s Sun 29/1 kl. 20:00 147. s
Fös 6/1 kl. 20:00 138. s Lau 21/1 kl. 20:00 143. s
Sun 8/1 kl. 20:00 139. s Sun 22/1 kl. 20:00 144. s
Janúarsýningar komnar í sölu!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Lau 17/12 kl. 13:00 22.s Lau 14/1 kl. 13:00 26.s Sun 29/1 kl. 13:00 30. s
Sun 18/12 kl. 13:00 23.s Sun 15/1 kl. 13:00 27.s Lau 4/2 kl. 13:00 31. s
Mán 26/12 kl. 13:00 24.s. Lau 21/1 kl. 13:00 28.s Lau 11/2 kl. 13:00 32. s
Sun 8/1 kl. 13:00 25.s Sun 22/1 kl. 13:00 29.s Sun 19/2 kl. 13:00 33. s
Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Njála (Stóra sviðið)
Mið 4/1 kl. 20:00 Lau 7/1 kl. 20:00 Síðasta s.
Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Síðasta sýning.
Ræman (Nýja sviðið)
Mið 11/1 kl. 20:00 Frums. Sun 15/1 kl. 20:00 3. sýn Fim 19/1 kl. 20:00 5. sýn
Lau 14/1 kl. 20:00 2. sýn Mið 18/1 kl. 20:00 4. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 6. sýn
Nýtt verk sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 2014!
Jólaflækja (Litli svið )
Lau 17/12 kl. 13:00 Aukas. Sun 18/12 kl. 13:00 Aukas. Mán 26/12 kl. 13:00 Aukas.
Bráðfyndin jólasýning fyrir börn
Jesús litli (Litli svið )
Lau 17/12 kl. 20:00 8. sýn Sun 18/12 kl. 20:00 9. sýn Mán 26/12 kl. 20:00 aukas.
Margverðlaunuð jólasýning
Hún Pabbi (Litla svið )
Fös 6/1 kl. 20:00 Frums. Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 5 sýn
Lau 7/1 kl. 20:00 2. sýn Lau 14/1 kl. 20:00 4. sýn Lau 21/1 kl. 20:00 6. sýn
Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning
Salka Valka (Stóra svið)
Mið 28/12 kl. 20:00 Fors. Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 11. sýn
Fim 29/12 kl. 20:00 Fors. Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn
Fös 30/12 kl. 20:00 Frums. Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Fös 3/2 kl. 20:00 13. sýn
Fim 5/1 kl. 20:00 2. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Mið 8/2 kl. 20:00 14. sýn
Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn Fim 9/2 kl. 20:00 15 sýn
Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn
Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Djöflaeyjan (Stóra sviðið)
Fös 30/12 kl. 19:30 32.sýn Sun 15/1 kl. 19:30 34.sýn Fim 26/1 kl. 19:30 36.sýn
Sun 8/1 kl. 19:30 33.sýn Fös 20/1 kl. 19:30 35.sýn
Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur!
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Fös 13/1 kl. 20:00 Akureyri Fös 27/1 kl. 19:30 35.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 38.sýn
Lau 14/1 kl. 20:00 Akureyri Lau 4/2 kl. 19:30 36.sýn
Fim 26/1 kl. 19:30 34.sýn Fös 10/2 kl. 19:30 37.sýn
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
Óþelló (Stóra sviðið)
Þri 20/12 kl. 19:30 Forsýn Lau 7/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 2/2 kl. 19:30 8.sýn
Mið 21/12 kl. 19:30
Aðalæfing
Fös 13/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 3/2 kl. 19:30 9.sýn
Fim 22/12 kl. 19:30 Frums Lau 14/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 9/2 kl. 19:30 10.sýn
Mán 26/12 kl. 19:30
Hátíðarsýning
Fös 27/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 11.sýn
Fim 29/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 12.sýn
Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare!
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 17/12 kl. 11:00 Lau 17/12 kl. 14:30 Sun 18/12 kl. 13:00
Lau 17/12 kl. 13:00 Sun 18/12 kl. 11:00 Sun 18/12 kl. 14:30
Sívinsæla aðventuævintýri Þjóðleikhússins 12 árið í röð
Jólakósí með Siggu Eyrúnu og Kalla Olgeirs
(Þjóðleikhúskjallari)
Lau 17/12 kl. 18:00
aukatónleikar
Lau 17/12 kl. 21:00
Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs syngja inn jólin í rólegheitastemningu.
Gott fólk (Kassinn)
Fös 6/1 kl. 19:30 Frums Fim 12/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 19/1 kl. 19:30 5.sýn
Lau 7/1 kl. 19:30 2.sýn Lau 14/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 21/1 kl. 19:30 6.sýn
Nýtt og ágengt íslenskt verk um ungt fólk, ástarsambönd, ofbeldi og refsingu
Gísli á Uppsölum (Kúlan)
Fös 13/1 kl. 19:30 Mið 18/1 kl. 19:30
Sun 15/1 kl. 14:00 Fim 19/1 kl. 19:30
Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins.
Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 12/1 kl. 20:00 1.sýn Lau 14/1 kl. 22:30 5.sýn Lau 21/1 kl. 20:00 9.sýn
Fös 13/1 kl. 20:00 2.sýn Fim 19/1 kl. 20:00 6.sýn Lau 21/1 kl. 22:30 10.sýn
Fös 13/1 kl. 22:30 3.sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7.sýn Fim 26/1 kl. 20:00 11.sýn
Lau 14/1 kl. 20:00 4.sýn Fös 20/1 kl. 22:30 8.sýn
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 22/1 kl. 13:00 Frums Sun 5/2 kl. 13:00 3.sýn
Sun 29/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn
Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!
Lofthræddi örninn Örvar (Kúlan)
Lau 14/1 kl. 15:00
Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki.
Íslenski fíllinn (Brúðuloftið)
Lau 4/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 13:00
Lau 4/2 kl. 15:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Lau 18/2 kl. 15:00
Sýningum lýkur í nóvember!