Morgunblaðið - 17.12.2016, Page 57

Morgunblaðið - 17.12.2016, Page 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Þetta árið hafa verið talsverð upp- grip hérlendis í tónlist sem hefur að gera með ósungnar stemmur, oft kvikmyndalegar. Það er erfitt að naglfesta nákvæmlega hvað þessi geiri heitir, síðklassík („post- classical“) hefur verið notað en gæt- um að því að sá merkimiði á eðlilega ekkert skylt við hina „klassísku“ síðklassík og gæti því verið ruglandi. Tónlist þessi nýtir sér minni úr skrifaðri tónlist og „nútímatónlist“ en fer auk þess óhikað inn á dægurtónlistarlendur. Má ég nota hið útþvælda og brátt merk- ingarlausa hugtak „póstmódern- ískt“, þ.e. reglur og hefðir eru virtar að vettugi ef tónlistinni verður þjón- að betur þannig. Jóhann Jóhanns- son og Ólafur Arnalds hafa verið iðnir við þennan epíska kola og verk frá Kjartani Sveinssyni og Arnari Guðjónssyni flögra um á svipuðu svæði. Plata Arnars, Grey Mist of Wuhan, inniheldur t.a.m. tónsetn- ingu hans á kínversku borginni Wuhan fremur en kvikmynd! Það má líka hæglega tefla Úlfi Eldjárn fram hér en nýjasta verk hans, InnSæi: The Sea Within, smellpassar í þennan flokk en um er að ræða tónlist við heimildarmynd sem Kristín Ólafsdóttir og Hrund Gunnsteinsdóttir eru höfundar að. Ég ætla ekki að rekja tónlistarferil Úlfs í löngu máli hérna en hann hef- ur komið að margvíslegum verk- efnum sem spanna ansi tilkomu- mikið róf; allt frá kersknislegu poppi yfir í afstrakt tilraunamennsku og alla þessa hluti hefur hann leyst á einkar sannfærandi máta. Hann hef- ur þá samið tónlist fyrir ólíka miðla; auglýsingar, leikhús og kvikmyndir en auk þess hefur hann gert tilraunir til að sprengja upp hugmyndir okkar um hefð- bundna miðlun, í samstarfi við hönnuði og forritara (þeir Siggi Oddsson og bróðir Úlfs, Halldór, komu að því verkefni sem kallast Infinite String Quartet). Úlfur er fjölsnærður eins og sjá má og þetta nýtir hann sér á Innsæi: The Sea Within sem fer yfir víðan völl stíllega séð. Hann bæði nýtir sér þetta galopna viðhorf sitt til lagasmíða (sjá t.d. fyrstu sólóplötu hans, hina frábæru Field Recor- dings: Music from the Ether) og reynsluna sem hann er að safna í sarpinn hvað tónsetningu á kvik- myndum og sjónvarpsefni varðar (sjá t.d. tónlist hans við heimild- armyndina Ash, 2014). Á Innsæi má því heyra mikilúðleg, stórbrotin hljómföll; hæglátt og sveimbundið streymi, endurtekningarsamar og vart greinanlegar stemmur en líka taktdrifna spretti þar sem ást hans á Kraftwerk og súrkálsrokki brýst út. Einnig undurblíðar melódíur, eins og í hinu gullfallega „The Artist is Present“. Lífræn og vélræn öfl togast á og stundum er slagverk, runnið undan rifjum Samuli Kosm- inen (múm, Jónsi, Hauscjka, Kira Kira) nýtt á áhrifamikinn hátt. Allt er þetta í einum hrærigraut en samt ekki – það er hreinn og rökréttur þráður út í gegn á þessu vel heppn- aða verki. Ég hef það þá beint úr kjafti hrossins að framundan sé mikil og góð virkni, brátt muni The Ari- stókrasía Project líta dagsins ljós í efnislegu formi t.d. en þá snilld hef- ur Úlfur verið að flytja á tónleikum. Já, drengurinn er algjör hafsjór af tónleik, svo mikið er víst … Eldjárn fer á dýpið … InnSæi: The Sea Within er nýjasta verk Úlfs Eld- járns, en hann hefur komið víða við á gifturíkum ferli og starfað innan margra og ólíkra geira tónlistarinnar. »Úlfur er fjölsnærð-ur eins og sjá má og þetta nýtir hann sér á Innsæi: The Sea Within sem fer yfir víðan völl stíllega séð. Andakt Úlfur Eldjárn hugs- ar upp næsta verkefni sitt. Kraumsverðlaunin, árleg plötu- verðlaun tónlistarsjóðsins Kraums sem starfræktur er á vegum Auroru velgerðarsjóðs, hafa verið afhent í níunda skipti. Að þessu sinni hluti eftirfarandi listamenn verðlaunin: Alvia Islandia fyrir Bubblegum Bitch; amiina fyrir Fantômas; GKR fyrir samnefnda plötu; Gyða Valtýs- dóttir fyrir Epicycle; Kælan mikla fyrir samnefnda plötu; og Páll Ív- an frá Eiðum fyrir This is my shit. Kraumsverðlaununum er ætlað að kynna og styðja við útgáfu- starfsemi íslenskra tónlistar- manna og hljómsveita með því að verðlauna og vekja sérstaka at- hygli á því sem er nýtt og spenn- andi – og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Verðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Kraumsverðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 2008 og hafa alls 39 íslenskar hljómsveitir og listamenn hlotið þau fyrir verk sín. Kraumsverðlaunin afhent í níunda sinn Ljósmynd/Brynjar Snær Þrastarson Gleði Verðlaunahafar voru að vonum ánægðir með viðurkenninguna. Í tilefni útgáfu bókarinnar Reita, Tools for Collaboration, verður opnuð sýning og málstofa haldin í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, í dag klukkan 15. Smiðjan Reitir hefur verið haldin síðustu fimm sumur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði og hefur verið gerð ítarleg grein- ing á verkefninu. Er hún nú komin út í 448 blaðsíðna bók. Sýning og málstofa um Reiti Aðstandendur Smiðjan Reitir hefur verið haldin undanfarin fimm sumur á Siglufirði. Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30 ...Margur er knár þótt hann sé smár Nýji SX Rational 2/3 GN ofninn gerir allt það sama og stærri gerðirnar. Miðasala og nánari upplýsingar SÝND KL. 2, 4.30 SÝND KL. 7 SÝND KL. 10 SÝND KL. 2, 3, 6, 9 í 2D - SÝND KL. 5 , 8, 10.45 Í 3D TILBOÐ KL 2 OG 3 TILBOÐ KL 2 OG 4.30 Ármúla 38 | Sími 588 5010 | hljomsyn.com Nýtt Verð 109.900,- Music System frá Tivoli Audio

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.