Berklavörn - 01.06.1946, Page 32

Berklavörn - 01.06.1946, Page 32
allir á þessari leið, sem hingað koma. Nokkur liiuti vistamannanna, eru rnenn, isem án Vinnuheimilisins, ættu þess eng- an kost að eyða æfinni annars staðar en á hæli eða sjúkrahúsi; það eru, eins og þú veizt, þeir cronisku, menn, sem hafa í mörg- um tilfellum tölverða starfsorku, meðan veikin er í kyrrstöðu, en það getur aftur varað svo árum skiptir. Þriðji hlutinn eru 'svo öryrkjarnir; þeir, sem hafa yfirstígið veikina, en bera of þungar menjar þeirrar baráttu, til þess að geta af eigin ramleik béð sér farborða úti í lífinu. — Þetta er þér að sjálfsögðu að nokkru leyti kunnugt. Hitt viltu svo miklu ÍTemur vita, hvað við aðhöfumst þann tíma, sem hverjum og ein- um er ætlaður til starfs dag hvern. Ég gæti til dæmis ímyndað mér, að þú yrðir settur í trésmíðina, vegna þeirrar klambrara- kunnáttu, sem ég veit að þú hefur á því A járnsmíðaverkstœðinn sviði. Að sjálfsögðu myndi ég reyna að segja þér eitthvað til og þættist hafa til þess nokkurn rétt, þar sem ég er nú búinn að vera trésmiður í hálft annað ár! Ekki veit ég þó, hvort verkstjórinn gæfi mér þau meðmæli, að ég væri fullnuma, en færan tel ég mig í flestan nagladrátt, sem fyrir kem- ur. — Aðal framleiðslan í þessu verkstæði eru leikföng, bílar af ýmsum stærðum og gerðum, brúðuvagnar og kerrur, slagtré og hitt og þetta, sem börnunum er kær- komið. Enginn okkar, sem þarna vinnum, hafði nokkru sinni lagt stund á slíkar smíð- ar, en ég verð að segja, að áhugann vant- ar ekki til þess að verða einhvers nýtur í starfinu, svo verkstæðinu vegni sem bezt og um leið heimilinu. En þetta er ekkert einkennandi fyrir okkar verkstæði, eða þá, sem þar vinna. Þetta er undantekninga- laust viðhorf allra vistmannanna til heim- 16 BERKLAVÖRN

x

Berklavörn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.