SÍBS fréttir - 01.12.1999, Side 24

SÍBS fréttir - 01.12.1999, Side 24
Sigga og Timo ásamt somtm sínum. ÞAU SKÓPU ENGLANA Nú ættu margir stuðningsmanna happdrœttis SIBS að vera komnir með lítinn verndarengil í barminn. Gripina hönnuðu Sigga og Timo gullsmiðir í Hafnarfirði. Margir hafa hringt á skrifstofu SIBS og spurt um hönnuðina. Timo Salsola er fæddur í Finnlandi árið 1965. Hann stundaði nám í Design Institute ofLahti, gullsmíðadeild 1987-1991, og staif- aði sem gullsmiður í Rauma, Finnlandi, Thun í Sviss og í Massachusetts í Bandaríkjunum. Síðan 1992 Itefur hann staifað á Islandi og 1993 opnaði hann eigið verkstœði í Hafnar- firði ásamt eiginkonu sinni Sigríði Önnu Sigurðardóttur. Sigríður Anna erfœdd árið 1967. Hún lauk sveinsprófi frá lðnskólanum í Reykjavík 1989 og stundaði framhaldsnám í Design Institute of Lathi, gullsmíðadeild 1989-1991. Hún staifaði sem gullsmiður í Nantucket í Massachusetts 1991-1992 en kom þá heim til Islands til staifa. Sigga og Timo hafa bœði haldið sýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis og verið falin vandasöm verkefni til úrlausnar. Þegar farið var að huga að vinn- ingaskrá ársins 1999 hjá happdrætti SIBS gekk framkvœmdastjóri happdrættisins áfund þeirra lijóna og bað þau að smíða litla vernd- arengla annars vegar úr silfri og hins vegar úr gulli. Sigga vann síðan silfurengilinn en Timo gullengilinn. Það er spennandi að koma í verslun þeirra við Strandgötu í Hafnatfirði. Þar er margt fallegt að sjá og freistingarnar tniklar. A vinningaskrá okkar árið 1997 varfalleg- itr gullhringur skreyttur demöntum og rúbín. Þennan hring fékk happdrættið að gjöf frá Siggit og Timo. Finnar hafa gert sjónvarpsþátt um þessi finnsk-íslensku hjón og var myndin sýnd í Finn- landi og nýverið í ríkissjónvarpinu íslenska. H.F. 24 • SlBS-fréttir

x

SÍBS fréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.