SÍBS fréttir - 01.12.1999, Síða 29

SÍBS fréttir - 01.12.1999, Síða 29
Ný stjórn tekin við Astma- og ofnæmisfélaginu: Hefur störf af krafti og framkvæmdagleði Nú hefur ný stjórn tekið við í Astma- og ofnæmisfélaginu. Stjórnin á eftir að skipta með sér verkum en formaður er Ingóifur Harðarson og varaformaður er Dagný Lárusdóttir. Hafin er vinna við eftirtalin verkefni: Merkingar matvæla með merki félagsins og þar leiðir Bjöm Rúnar ofnæmislæknir verkefnið, Sigmar B. Hauks- son vinnur með honum að þessu. Fræðslupakki fyrir kennara og þar leiðir Jóhanna Margrét fréttamaður verkefnið. Þama er markmiðið að kennari geti gengið að upplýsinga- og fræðslupakka fyrir sig ef hann fær nemanda í sinn bekk sem er með astma eða ofnæmi. Þessi pakki hefur að geyma upplýsingar um hvar og hvemig hann geti nálgast það sem hann er að leita að. Síðan er hægt að „útvíkka" pakkann til annarra. Heimasíða félagsins og þar leiðir Ingólfur Harðar- son verkefnið. Teymi hf. er styrktaraðili verkefnis- ins og sjón er sögu ríkari en verkið er rétt að byrja þannig að þið verðið að sýna þolinmæði og fylgjast bara með. Á heimasíðunni verður mikið safn af uppskriftum, listi yfir lækna, þekkingargrannar, umræðuhópar, réttindamál og fl. Slóðin er www.ao.is. Söfnun uppskrifta fyrir ofnæmissjúka og þar leiðir Dórotea verkefnið. Þama er af mörgu að taka. Fyrsta sem verður gert er að koma uppskrift- unum á heimasíðuna og samhliða því verður unnið að uppskriftabók sem verður sniðin að matráðs- fólki á leikskólum. Glaxo Welcome ehf er styrktar- aðili uppskriftabókarinnar. Komið verður á reglulegum fræðslukvöldum þar sem einhver kemur og heldur erindi og síðan umræður á eftir. Komið verður á fót áhugahópum um þau málefni sem brenna á félagsmönnum. Þessir hópar koma í stað hefðbundinna nefndarstarfa en með öðm sniði. Vinna að stofnun stuðningshóps um eggja- ofnæmi er hafin. Eins og þið sjáið eru næg verkefni og þarf margar hendur til að vinna þau ef við ætlum að koma upp góðri og öflugri starfssemi. Við megum ekki gleyma því að við emm að vinna að hagsmunum okkar sjálfra með það að markmiði að okkur líði vel í daglega lífinu svo verið eigingjöm og komið að vinna. Þið sem viljið leggja hönd á plóginn eða koma á framfæri því sem þið teljið skipta máli hringið í síma 552 2150 sem er skrifstofa SIBS eða sendið tölvupóst til ao@ao.is. Stjórnina skipa eftirfarandi: Ingólfur Harðarson formaður Dagný Lámsdóttir varaformaður Aðrir í stjórn: Bjöm Rúnar Lúðvíksson Dórothea Einarsdóttir Lilja Jónsdóttir Jóhanna Margrét Einarsdóttir Sigmar B. Hauksson Ingólfur Harðar- son, formaður Astma- og oftiœmisfélagsins \ÁTRVGG1\GAFÉL\G ÍSIANDS HF - þar sem tryggingar snúast um fólk V/SA BYKO w SÍBS-fréttir • 29

x

SÍBS fréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.