SÍBS blaðið - 01.03.2000, Page 4
S-í-B-SLhJ a ö i ð
*o
Baráttan fyrir bættum
kjörum öryrkja haröuar
Hækkum örorkulífeyrlnn og drögum úr tekjutengingum
-segir Garðar Sverrisson, nýr formaður ÖBÍ, sem talar
tæpitungulaust um málefni öryrkja
ö^kjabandalagi
og niöurskuröi á tekjum ef þeir tengjast
fólki sem hefur venjulegar tekjur. Um
þetta þarf aö tala tæpitungulaust að
mati Garðars og fleiri.
Ég biö Garðar fyrst að segja mér frá
starfi sínu frá degi til dags.
IfiMPte
Garðar Sverr/sson stendur á fertugu. Hann
kom inn í stjórn Öryrkjabandalags íslands árið
1997 og hefur ásamt fleirum lagt drög að
harðari stefnu gagnvart stjórnvöldum. Sam-
hliða námi stundaði Garðar blaðamennsku frá
unga aldri og framundir þrítugt, en þá lauk
hann prófi í stjórnmála- og viðskiptafræðum.
Síðan hélt hann til frekara náms í Banda-
ríkjunum, en nú á sviði bókmennta og
ritlistar. Hann lauk mastersprófi í þessum
greinum frá University of Arizona. Margir
þekkja Garðar af hinni snjöllu bók Býr
íslendingur hér, sem byggð er á frásögn Leifs
Muller, þekkts kaupmanns og iðnrekanda í
Reykjavík. Þá ritaði Garðar ævisögu Kristjáns
Jóhannssonar og skáldsöguna Veislustjórinn.
Garðar er kvæntur Kristínu Þórarinsdóttur,
skurðhjúkrunarfræðingi, og eiga þau 9 ára
dóttur. Fyrir á Garðar son á 16. aldursári.
Garðar er MS sjúklingur en er fulltrúi
Daufblindrafélagsins í stjórn ÖBÍ þannig að
hann kemur úr röðum félagsmanna í þetta
mikilsverða starf.
Garðar Sverrisson, nýkjörinn formaður
ÖBÍ, hefur vakið athygli fyrir bein-
skeyttan og á stundum harðan mál-
flutning fyrir hönd félagsmanna innan
raða ÖBÍ.
Honum finnst, eins og Qölmörgum
öörum, að ríkisstjórnin sé alls ekki að
rétta öryrkjum hjálparhönd, heldur
þvert á móti að leggja stein í götu
þeirra með afar hæpnum skattareglum
- Það fylgir formennsku í ÖBÍ margskonar
erill. Ég tók við formennskunni af Hauki
Þórðarsyni, formanni SIBS, í nóvember sl.
Hingað leita margir einstaklingar með vand-
kvæði sín og margir vilja ræða við mig
persónulega. Félagsmenn geta fengið
lögfræðiaðstoö einu sinni í viku. Margir vita
lítið um réttindi sín og við reynum að leysa
mál allra sem til okkar leita. Það mætti bæta
mikið þekkingu fagfólks á réttindum öryrkja
og þar þurfum við aö gera betur. Starfsfólkið
hér hefur heyrt margar reynslusögur sem eru
ótrúlegar og mikill skóli fyrir okkur sem
herðir okkur í baráttunni. Ég tók líka að mér
formennsku öryrkjabandalaga á Norður-
löndum þannig að það er í mörg horn að líta.
En við erum ákveðin í að herða róðurinn og
virkja almenningsálitið betur í baráttunni
fyrir bættum hag öryrkja.
Um 37o manns bíða
leiguhúsnæðis
- Hvad eruð þið aö gera vel hjá ÖBÍ og hvað
miður?
- Frá byrjun hefur bandlagið verið að bregð-
ast við gífurlegum vanda sem var og er
ennþá á leigumarkaðinum. Mestur hluti tekna
okkar hefur farið í að byggja leiguíbúðir, sem
við leigjum út mun ódýrar en aðrir. Það ætti
að vera hlutverk hins opinbera að byggja og
leigja út íbúðir fyrir fatlaða og aðra sem
minna mega sín. Segja má að almenn
starfsemi okkar hafi liðið fyrir það hve mikla
áherslu við höfum orðið að leggja á íbúða-
byggingar en fjöldi leiguibúða í okkar eigu er
í dag á sjötta hundraðið. Skrifstofan hefur
ætíð verið undirmönnuð miðað við umfang
verkefna. Nú eru á biðlista eftir húsnæði hjá
okkur um 37o manns, en hjá Reykjavíkurborg
bíða um 4oo manns og er lítið um skörun í
þessum hópum.
4