SÍBS blaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 8
SJUELSLhJaðiö
' Atak í söfnun
aðila í stoðdeild
Enn er blásið til sóknar fyrir nýbyggingarnar
á Reykjalundi.
Hér eru kynnt áform sem iíkleg eru til
árangurs, bœði til fjáröflunar og eflingar
félagsstarfsins innan SÍBS.
A sameiginlegum fundi Kynningar- og
markaðsnefndar og Félagsmálanefndar
þriðjudaginn 18. janúar var ákveðiö að heija
söfnun aðila í Stoðdeild SÍBS og að stofn-
fundur Stoðdeildar verði haldinn laugardag-
inn 16. september næstkomandi að
Reykjalundi.
Gert er ráð fyrir að söfnunin fari fram í
skipulögðu sjálfboðaliðsstarfi félaga SÍBS og
án kostnaðar íyrir samtökin. Formenn
nefndanna hafa þegar haft samband við
formenn deilda SIBS og kynnt þeim málið.
Þess er vænst að stjórnir deildanna skipuleggi
átakið í samráði við nefndarformennina og
skrifstofu stjórnar SIBS.
Æskilegt er að einstakir félagsmenn ræði
persónulega viö vini sína og kunningja um að
aðild sé tekin á dagskrá þar sem þeir kunna
að hafa áhrif í fyrirtækjum, félagssamtökum
og starfshópum. Þessi aðferö er í fyrsta lagi
hugsuð til þess að tryggja árangur og í öðru
lagi til þess að hver króna í væntanlegu
framlagi nýtist markmiðum SÍBS.
A öðrum stað í blaðinu er gerð grein fyrir
byggingaráformunum á Reykjalundi sem er
stærsta verkefnið í næstu framtíð.
í viðræðum um aðild að Stoðdeild er eðlilegt
að vísa til þess árangurs sem samtökin hafa
náð í þágu landsmanna allra í uppbyggingu
og stjórnun Reykjalundar, Múlalundar,
Múlabæjar, Hlíðabæjar og HL-stöðvanna. Þá
má nefna að framlög til Stoðdeildar geta
fyrirtæki dregið frá skatti og félög og
starfshópar eiga vinningsvon í Happdrætti
SÍBS.
Við undirrituð heitum á félaga okkar úti í
deildunum að taka vel á i söfnuninni.
Margrét Ragnars og Þorsteinn Sigurðsson
Stoödeild SÍBS
Á 31. þingi SÍBS 24.-25. október 1998 var
eftirfarandi grein bætt inn í lög samtakanna:
6. gr. Stoðdeild
6.1. Heimilt er að stofna Stoðdeild SÍBS.
Atvinnufyrirtæki, stofnanir og félög,
sem vilja styrkja félagsstarfsemi og
uppbyggingu stofnana sambandsins,
geta orðið aðilar að stoðdeildinni.
6.2. Sambandsstjórn setur reglur um aðild að
Stoðdeild og starfshætti hennar.
Reglur um aðild að Stoðdeild SÍBS og
starfshætti hennar
1. Hlutverk Stoödeildar er að styrkja
félagsstarfsemi og uppbyggingu stofnana
SÍBS.
2. Aðilar að Stoðdeild verða atvinnufyrirtæki,
stofnanir, félög og starfshópar með
kaupum á hlut sem annaðhvort felst í fimm
þúsund króna mánaðarlegu framlagi i
byggingarsjóð Endurhæfingarmiöstöðvar-
innar á Reykjalundi eða áskrift aö átta
miðum í Vöruhappdrætti SÍBS.
3. Aðilar að Stoðdeild geta átt fleiri en einn
hlut. Hver hlutur veitir einum fulltrúa
félagsaðild að Stoðdeild. Stjórnir
atvinnufýrirtækja og stofnana, félaga og
starfshópa tilnefna fulltrúa í Stoödeild í
hlutfalli við hluti sína.
4. Aðalfundur Stoðdeildar skal haldinn í
septembermánuði ár hvert. Á aðalfundi
skal kosin fimm manna stjórn deildarinnar,
svo og starfsnefndir eftir nánari ákvörðun
aðalfundar.
5. Stjórn Stoðdeildar hefur sömu félagslega
stöðu og fastanefndir SÍBS, svo sem
málfrelsi og tillögurétt á þingum og
formannaráðstefnum SIBS.
6. Stjórn Stoðdeildar skipuleggur í samráði
við stjórnir SÍBS og Reykjalundar
forvarnarþjónustu á sviði hjarta- og
lungnasjúkdóma fyrir aðila Stoðdeildar.
8