SÍBS blaðið - 01.03.2000, Síða 13
BJELbJaðið
Endurhæfing fólks meö
lungnasjukdóma
íans
b Beck
Um endurhæfingu
Endurhæfíng er í tveimur orðum sagt
aðlögun og forvarnir. Aðlögun að lífi
með skerta getu vegna sjúkdóma eða
slysa og varnir gegn því að sjúk-
dómar versni og getunni hraki.
Endurhæfingin spyr því öðru fremur
að færni fólks og lífsgæðum, en aðrir
hlutar heilbrigðisþjónustunnar leggja
áherslu á greiningu og meðferð við
þeim ákveðnu og afmörkuðu sjúk-
dómum, sem kunna að finnast. Á því
stigi eru sjúklingar þiggjendur, en verða
gerendur þegar til endurhæfmgar kemur, því
allt veltur á vilja einstaklingsins til að nýta
þjálfun og fræðslu eða vera reiðubúinn að
taka upp hollari lífshætti.
Vísa má til mannsævinnar til að skýra betur
aðferðir endurhæfingar. Saga hvers nranns er
einstök, en á þó margt sameiginlegt með sögu
ijölda annarra, stundum án þess að maður
óski þess sjálfur. Sá sem veikist af lungna-
sjúkdómi á þau örlög sameiginleg með Qölda
annarra, reyndar miklu fleiri en væri, hefðu
tóbaksreykingar ekki illu heilli hertekið
samfélagið. Til þess að snúa viö óheillaþróun
versnandi ástands og kenna einhverjum
lungnaveikum leiðir til að lifa með skemmd
lungu þarf að skilja hvernig saga þessa
einstaklings hefur mótast af sjúkdómnum,
aðstæðum og upplagi, en jafnframt þarf að
nýta reynslu hinna ófáu sem staðið hafa í
sömu sporum og þekkinguna sem fengist
hefur með rannsóknum á hópum fólks með
sama sjúkdóm. Með öðrum orðum merkir
þetta að endurhæfing beitir almennum
aðferðum en verður þó að vera löguð að
hverjum einstaklingi.
Annað megineinkenni endurhæfingar er
áherslan á lífsgæði og færni. Segja má að góð
endurhæfing leggi metnað í að finna heil-
brigðina sem bætt gæti lífið eins og læknir
vill finna sjúkdóminn sem ógnar lífinu, en
þarna er þó mikilvægur munur á og bætir
hvort annað upp þegar vel tekst til. Aðferð
endurhæfingarinnar tengist auðvitaö því
markmiði að auka sjálfshjálp og sjálfstraust,
eins og bætt færni gerir einnig. Til aö ná
slíkum markmiðum verður að horfa á
einstaklinginn af víðum sjónarhóli, huga jafnt
að líkamlegri og andlegri heilsu sem
aðstæðum og félagslegum stuðningi. Þetta er
oft kallað að hafa heildræna sýn á sjúkling-
inn, en má eins kalla að hlustað sé á sögu
hans.
Vítahringur mæöi og
hreyfingarleysis
Margir lungnasjúklingar eiga sameiginlega
sögu um vitahring þrekleysis, hreyfingar-
leysis, vanmáttarkenndar og einangrunar.
Fyrst líða oft mörg ár hægfara versnunar með
mæði og vaxandi þrekleysi áður en nokkuð er
aðhafst. Það er erfitt að horfast í augu við
þann dóm að fíknin i sígarettuna sé
skynseminni máttugri og líkaminn sé orðinn
varanlega skaddaður. Fólk kennir því ýmsu
um: aldri, leti og lélegu formi. Fái mánuðirnir
og árin að líða svona áfram dregur máttinn
úr fólki smátt og smátt; það veigrar sér við
ýmsu sem áður var létt og skortir drift til að
hafa sig af stað, jafnvel til þess sem því áður
þótti skemmtilegt. Mæðin og þrekleysið kallar
á minni hreyfingu, bíllinn er notaður í tíma
og ótíma og kyrrsetustundunum íjölgar.
Skylduverkin verða erfiðari og taka lengri
tíma, sem kallar á sektarkennd og kvíða, en
lengi er lagt kapp á að gera erfiðleikana ekki
sýnilega fýrir öðrum. Með minni hreyfingu
minnkar þol enn frekar, því vöðvarnir rýrna,
A/largir lungnasjúklingar eiga
sameiginlega sögu um vítahring
þrekleysis, hreyfingarleysis,
vanmáttarkenndar og einangrunar.
afvenjast notkun og nýta enn verr þá orku
sem þegar er orðin af skornum skammti, sem
aftur kallar á meira þrekleysi og mæði.
Einangrun, depurð og kvíði gera ástandið
ennþá verra og vandinn bítur í skottið á sér
og að endingu rekur í strand, en vítahringur-
inn verður ekki rofinn nema með algerum
umskiptum. Því miður fá eyðileggjandi
lifnaðarhættir iðulega að ganga á heilsu
manna árum saman áður en snúið er við og
þá er of seint að bjarga því sem tapast hefur
á meðan.
Lungnaendurhæfing
Algengt verkefni í lungnaendurhæfingu er að
styðja lungnasjúklinga til að snúa við slíkum
Lunqnasiúkdómar