SÍBS blaðið - 01.03.2000, Page 22
FréttirÉ-
Atvinrmleg endurhæfing
B-S±daðið
Frá teymi um atvinnulega endurhæfmgu
á Reykjalundi hefur blaðinu borist þessi
ánœgjulega frétt um nýbreytni á þessu
sviði sem miklar vonir eru bundnar við.
Sigríður
Jónsdóttir
Frá upphafi hefur atvinnuleg endur-
hæfing verið stór þáttur í starfsemi
Reykjalundar, en af ýmsum ástæðum
dregist saman síðustu árin. Það hefur
verið draumur margra hér á staðnum
að blása nýju lífi í þessa starfsemi og
á s.l. ári hófst undirbúningur að því
marki. Kannað var hvernig best væri
að standa að atvinnulegri endur-
æfingu með þeirri þekkingu sem er til
staðar í dag á þessu sviði og miðað
við þær kröfur sem þjóðfélagið gerir
nú.
I upphafi árs var gerður samningur við
Tryggingastofnun ríkisins um tilraunaverkefni
í atvinnulegri endurhæfingu. Fulltrúar
Tryggingastofnunar velja þá einstaklinga sem
koma i þessa meðferð. Gert er ráð fyrir fimm
þátttakendum til að byrja með.
Vinna er samofin sjálfsmynd okkar og kemur
sterklega fram í þessari algengu kynningar-
spurningu „og hvaö gerir þú?“. A Islandi er
litið á vinnuna sem dyggð og það eiga allir
að vinna, hvernig sem þeim líður. Fólk er
tilbúið að leggja mikið á sig til að halda
sjálfsmynd sinni sem útivinnandi einstakl-
ingur. Einstaklingurinn vill vera virtur og
virkur þjóðfélagsþegn og finna að vinna hans
er metin og hann er ekki byrði fyrir aðra.
Þess vegna leggja margir alla sína orku í
vinnuna, koma svo heim til að safna kröftum
fyrir næsta vinnudag og hafa enga orku
afgangs til að sinna öðrum þáttum lífs síns.
Þetta er ekki farsælt til lengdar, því jafnvægi
í daglegu lífi er undirstaða góðrar heilsu. Ef
ekki er hægt að stunda sitt fyrra starf eins og
áður, getur verið nauðsynlegt að skoöa nýjar
leiðir til að framkvæma vinnuna og sætta sig
við að gera hana á annan máta. Jafnvel getur
verið þörf á að skipta um vinnu og hver á þá
sú vinna að vera?
Á sviði atvinnulegrar endurhæfingar hér á
Reykjalundi munum við leggja áherslu á að
einstaklingurinn setji sér markmið um þaö
sem hann vill stefna að og veröi virkur í allri
framkvæmd meðferðarinnar. Unnið verður
einstaklingsbundið og f hópum, þar sem
megináherslan verður vinnuefling sem felst í
því að auka vinnuþol með fræðslu og
æfingum og vinnuprófun við ýmis verk innan
staðar og utan. Jafnframt verður lögð áhersla
á vinnuaðlögun þar sem er athugað hvort
hægt er að breyta vinnuumhverfi, vinnutíma
og/eða vinnuferli. Einnig gefst kostur á
atvinnuskoðun þar sem einstaklingurinn
skoðar hvar áhugi og færni hans liggur,
stuðningi við atvinnuumsóknir og skoðun á
vinnumarkaðinum.
Sett hefur verið á laggirnar sérstakt teymi
sem í verða iðjuþjálfar, félagsráðgjafi,
sálfræðingur, læknir, sjúkraþjálfari og
hjúkrunarfræðingur, einnig höfum við aðgang
að öðrum starfsstéttum staðarins eftir þörfum.
Einstaklingarnir sem einungis munu verða hér
á daginn geta nýtt sér þá aðstöðu sem er til
staðar á Reykjalundi í þeim hléum sem gefast.
Sigríður Jónsdóttir iðjuþjálfi
Gott aö vita
Italir segja að kamillujurtin lækni allt
nema blankheit.
Eru bollarnir á heimilinu litaðir af kaffi
eða tedrykkju? Rakur uppþvottabursti
með matarsóta (natroni) leysir litinn upp
á augabragði. Ekki spara matarsótann.
Skyldi ekki líka vera hægt aö hvítta í sér
tennurnar með sömu aðferð?
HITAVEITA SUÐURNESJA
BREKKUSTÍG 36 • 260 NJARÐVÍK
SÍMI 422 5200 • TELEFAX 421 4727
S©RPA
SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs
22