SÍBS blaðið - 01.03.2000, Qupperneq 24
S í BS hlaðið.
Þiálfun lungnasjúklinga
(- til hvers?
E
Þessi greinargóöa lýsing á vanda lungna-
sjúklinga og endurhœfingarþjónustunni
sem i boði er í HL stöðinni í Hátúni 14 í
Reykjavík kemur frá starfsliðinu þar.
Undanfarin ár hafa rannsóknir á þjálfun
lungnasjúklinga sýnt að þjálfunin læknar
ekki lungnasjúkdómana. Til hvers er þá að
vera að puða?
Flestir lungnasjúklingar kannast við þann
vítahring sem hefst þegar hreyfing fer að valda
mæöi. Mæði er óþægileg tilfinning en ólíkt t.d.
hjartaverk er hún ekki merki um að vefír liggi
undir skemmdum. Flestir lungnasjúklingar taka
þá stefnu að minnka álag og þar með mæðina.
Með því minnkar þrek og því þarf enn að
minnka álag til að vekja mæðina.
Hvað er til ráða?
Flestir lungnasjúklingar sem hafa prófað
reglubundna þjálfun vita að árangurinn lætur
ekki á sér standa. Fyrst lungun læknast ekki,
hvað er það þá sem gerist?
Við þjálfun verða ýmsar breytingar í vöðvum.
Blóðflæði eykst og vöðvaþræðirnir nýta betur
það súrefni sem berst til þeirra. Þannig gerir
meiri vinna minni kröfur til lungnanna og
þannig minnkar mæðin. Lungnasjúklingar
finna því gjarnan fyrir því að auðveldara er
að ráða við dagleg störf, félagslíf og aðrar
kröfur sem gerðar eru til þeirra. Þannig getur
þjálfun tvisvar til þrisvar sinnum í viku eina
klukkustund í senn skilað sér í því að allt lífið
verður léttara. Það er auövelt að finna ástæð-
ur fýrir því að drífa sig ekki af stað. Peninga-
og tímaskortur er algeng ástæða, rétti útbún-
aðurinn er ekki til og svo mætti lengi telja.
A FIL stöðinni í Reykjavík hefur síðastliðin
tiu ár verið starfrækt endurhæfing fyrir
hjarta- og lungnasjúklinga. Á HL stöðinni
starfa læknar og sjúkraþjálfarar. Þjálfunin
hefst á því að gert er þolpróf og læknis-
skoðun til að meta líkamlegt ástand og
afkastagetu hvers og eins. í þolprófinu er
fylgst meö því hvort blóðþrýstingssvörun við
álagi sé eðlileg, hvort hjartasjúkdómar séu til
staðar og hvort einstaklingurinn hafi þróað
með sér lungnasjúkdóm. Súrefnismettun blóðs
er til að meta þörf fyrir súrefnisgjöf. Út frá
þolprófinu er einstaklingunum raðað í hópa
eftir afkastagetu. Þannig á að tryggja að allir
fái hæfilegt álag. Til að þjálfunin verði
skemmtileg býður HL stöðin upp á fjölbreytta
þjálfun sem reynir bæði á úthald, styrk,
samhæfingu, jafnvægi - og siðast en ekki síst
góðan félagsskap.
Gott aðgengi er að íþróttahúsi fatlaðra þar
sem við leigjum aðstöðu. Fyrir þá sem þurfa
súrefnisgjöf í áreynslu höfum við súrefniskúta
og súrefnisgleraugu.
Á HL stöðinni er læknir alltaf til staðar.
Meðal annarra starfar Gunnar Guömundsson
lungnasérfræðingur hjá okkur.
Nánari upplýsingar fást á HL stöðinni í síma
561 8002 eftir klukkan 16:00.