SÍBS blaðið - 01.03.2000, Side 26
SÍRSjilaðíð
Af nveriu
lungnaendurnæfirig?
Steinunn Ólafsdóttir hjúkrunar-
deildarstjóri og Jónína Sigur-
geirsdóttir hjúkrunarfrœðingur á
Lungnaendurhcefingardeild
Endurhcefingarmiðstödvarinnar á
Reykjalundi lýsa hér hvernig
deildin starfar.
Langvinn lungnateppa
algeng
Steinunn
Ólafsdóttir
Jónína
Sigurgeirsdóttir
Lungnaendurhæfing hefur verið snar
þáttur í starfsemi Reykjalundar síðan 1983.
Skipulagning og þróun var undir stjórn
Björns Magnússonar lungnasérfræð-
ings frarn til ársins 1997, en siðan þá
hefur Hans Jakob Beck lyflæknir
verið yfirlæknir deildarinnar.
Flestir sem koma inn til endurhæf-
ingar á lungnasviði eru með lang-
vinna lungnateppu, þ.e. lungnaþembu
og - eða langvinna berkjubólgu, en
margir aðrir kvillar fylgja í kjölfarið,
svo sem vannæring eða offita, kvíöi,
þunglyndi og fleira. Stór hluti þeirra
sem koma til endurhæfingar vegna
lungnasjúkdóma reykir eða hefur
einhverntíma reykt.
Lungnadeildin nefnist E deild og er staðsett á
3. hæð í húsinu. Á deildinni eru 22 sjúkra-
rúm, auk þriggja rúma í einu húsi við Efri-
braut 1 (í daglegu tali nefnt E:l). Samtals eru
þetta því 25 pláss. Algengasti dvalartími er 6
vikur. Það svarar til um 4ra útskrifta og inn-
skrifta um hverja helgi, en þá fara sjúklinga-
skipti fram og það er aldrei autt rúm.
Hvað er hægt að gera?
En af hverju lungnaendurhæfing? Jú, lang-
vinn lungnateppa (LLT) er algengasti lungna-
sjúkdómurinn i vestrænum löndum og helsta
viðfangsefni lungnaendurhæfíngar. Um það
bil 15% reykingamanna fá LLT. Fjöldi þessara
sjúklinga á íslandi skiptir því þúsundum.
Dánartíðni vegna LLT fer hratt vaxandi
hérlendis eins og í öðrum vestrænum löndum.
Með lungnaendurhæfíngu má ná fram
minnkun á öndunarfæraeinkennum, auka
sjálfsstyrk, athafnafærni og úthald og draga
úr kviða og þunglyndi. Auk þess leiðir
lungnaendurhæfíng af sér bætta almenna
líðan, einstaklingurinn þarf sjaldnar að fara á
sjúkrahús og síðast en ekki síst er hægt að
lengja líf ákveðinna sjúklinga með langvinnri
súrefnismeðferð og með þvi að hjálpa þeim
að hætta að reykja.
Inntökuskilyrði í lungnaendurhæfíngu eru:
• Sjúkdómseinkenni vegna LLT eða annarra
langvinnra sjúkdóma í öndunarfærum.
• Einhver göngugeta er æskileg.
• Sjúklingur þarf að geta setið i a.m.k. eina
klukkustund.
• Sjúklingur þarf að skilja aðra og geta tjáð
sig.
• Áhugi eða hvöt til að ná árangri er
nauðsynlegur.
• Sjúklingur sé hættur að reykja eða hætti
við komu með góðum vilja og ásetningi.
Reykingavarnir
Mikil áhersla er lögö á reykingastopp, því
viðurkennt er af lungnasérfræðingum nær og
fjær að til þess að ná betri heilsu er nauðsyn-
legt að opna augun fyrir skaðlegum áhrifum
reykinga á lungnastarfsemi. Ekkert eitt atriði
gerir eins mikið gagn til aö minnka einkenni
LLT og að hætta reykingum. Með það í huga
hefur reykingastopp verið skilyrði fyrir
endurhæfíngu á lungnadeild Reykjalundar
síðastliðin 6 ár. Margreynt er að ef fólk reykir
áfram er endurhæfíngin unnin fyrir gýg.
Margir koma gagngert til að fá hjálp til að
hætta reykingum og lungnalæknar vísa til
okkar sjúklingum meðal annars með þetta að
markmiði. Fræðsla um tengsl reykinga og LLT
hefst þegar við innköllun sjúklings og þá
kemur fram að plássið stendur aðeins þeim til
boða sem hætta aö reykja; en jafnframt er
reykingavarnanámskeið í boði sem hluti af
meðferðaráætlun.
Reykingavarnir eru í formi vikulegra fræðslu-
funda, þar sem hjúkrunarfræðingur eða
sjúkraliöi heldur fyrst erindi en stýrir síðan
umræðum, þar sem fólkið fær tækifæri til að
tjá sig. Myndast oft góður andi í þessum
hópi. Rannsókn á árangri reykingavarna á
Reykjalundi staðfesti að af þeim sem hættu
að reykja hér árið 1995-96 voru 60% þátt-
takenda enn reyklausir að ári liðnu og stefnir
í svipaöan árangur áfram. Oftast er mælt með
að fólkið noti nikótínlyf til að byrja með, þar
sem rannsóknir hafa sýnt mun varanlegri
árangur reykingavarna ef þau eru notuð.
Það er tilfinning þeirra sem vinna viö
lungnaendurhæfingu á Reykjalundi að
sjúklingahópurinn sem kemur inn til endur-