SÍBS blaðið - 01.03.2000, Qupperneq 32
SÍB S h 1 a ð i ð /
cn Jórunri Olafsdóttir
c lVlinning
Óöum fækkar
gömlu
hlekkjunum
sem upphaflega
tengdu
berklasjúklinga
traustum
böndum. Merk
kona er látin,
Jórunn
Ólafsdóttir frá
Sörlastööum í
Fnjóskadai.
Kynni okkar
hófust þegar viö sátum þing SÍBS áriö 1960.
Hún sem fulltrúi Sjálfsvarnar, deildar SÍBS á
Kristnesi, en ég sem fulltrúi frá Berklavörn á
Akureyri.
Sameiginlegur áhugi okkar fyrir málefnum
SÍBS kom í veg fyrir feimni mína í hennar
garð. Ég var aö vísu enginn unglingur og
hafði svo margt heyrt um þessa gáfuðu konu.
Eftir aö hafa fundið hið hlýja handtak og
viðmót Jórunnar og numið orð hennar fann
ég að hér var vini að mæta.
Jórunn var stórgreind kona, skáld gott,
hnittinn hagyrðingur og hafði frábært vald á
íslenskri tungu og menningu. Allt sem hún
tók að sér vann hún af stakri trúmennsku og
natni. Heiðarleiki var hennar aðalsmerki. Mér
duldist ekki fremur en öðrum sem eitthvað
umgengust Jórunni að þar fór engin miðlungs
manneskja. Þvi bar glöggt vitni svipmót allt
og orðafar, heill hugur og skýrt mótuð
manngerö hennar og persónuleiki, skörp
hugsun og viðkvæm lund.
Hún var mikill vinur vina sinna, trúuð kona
og ræddum við oft um trúmál og
huglækningar, og sannfærð var hún um líf að
loknu þessu. Að eiga Jórunni sem vin voru
forréttindi. Lífssaga þessarar vinkonu minnar
ætti betra skilið en þessar fáu og fátæklegu
linur. Þær eru aðeins kveöja, borin fram af
þakklæti fýrir kynni og trausta vináttu öll
árin, fyrir bréfin, ljóðin og gjafir til min og
ijölskyldu minnar. Jórunn Ólafsdóttir var
fædd á Sörlastöðum i Fnjóskadal 8. maí 1920.
Hún lést á Elliheimilinu Grund 1. febrúar sl.
Útför hennar fór fram á Illugastöðum í
Fnjóskadal 13. þ.m. að hennar ósk.
Blessuð sé minning Jórunnar Ólafsdóttur frá
Sörlastöðum.
Og þegar veitist lausn frá iífsins þraut
Hve Ijúft mun þá að öðlast hjá þér fró
Að halla þreyttu höfði' í friðar skaut
Og hljóta' í þínum faðmi grafarró.
(Úr Ljóöabók Jórunnar Ólafsdóttur)
Sigrún Bjarnadóttir
ODDSSJOÐUR
Sjóðurinn var stofnaöur til minningar unt Odd Ólafsson yfirlækni á Reykjalundi og
ber nafn hans.
Tilgangur sjóösins er aö efla fræöslu, rannsóknir og aöra vísindastarfsemi á
Reykjalundi og veita fé til kaupa á tækjum og búnaöi til notkunar viö endurhæfingu
á stofnuninni.
Tekjur sjóösins eru minningargjafir og framlög frá velunnurum Reykjalundar.
Sjóöurinn er í vörslu Reykjalundar og er aðgreindur frá öörunt Qárhag
stofnunarinnar.
Minningarkort eru til sölu á Reykjalundi og þar er tekið viö framlögum í sjóöinn.
Sími Reykjalundar er 566 6200.
32