Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 03.06.2016, Qupperneq 14

Fréttatíminn - 03.06.2016, Qupperneq 14
ekki drykkjarhæft. Þetta var mjög skrítið verkefni en við þetta vann ég samviskusamlega á jóladag og fyllti 200 slíkar flöskur.“ Hún segir að hann hafi verið kuldalegur ef hún minntist á laun og samning eins og um hafi verið rætt. Hann hafi verið dónalegur og yfirgangssamur en ekki hót- að henni eða beitt hana ofbeldi. Hann hafi frekar stjórnað með þögn og fýluköstum ef hún lét i ljós óánægju. Hann hafi stundum látið hana hafa lítilræði í vasapen- inga, leyft henni að fara til tann- læknis og á íslenskunámskeið í málaskólanum Mími sem hann greiddi. Af hverju er vatnið mengað? „Ég var fegin að vera laus úr her- berginu eftir að litháska konan kom. Ég fékk nýtt sjálfstraust og spurði hann um samning og laun- in sem ég hafði ekki fengið greidd. Hann sagði að við gætum rætt það eftir að hann kæmi heim frá Prag,“ segir hún en í millitíðinni rataði hótelið í fréttirnar og það kom ekki til að góðu. „Í janúar, meðan hann var í burtu, kom íslenskur gestur á hót- elið, kona utan að landi, sem rak auðvitað augun strax í miðann á herberginu, þar sem fólk var var- að við að drekka kranavatnið. Hún kom strax niður í móttöku og var afar áhyggjufull. Spurði af hverju vatnið væri mengað og hvort henni væri óhætt að baða sig og svo fram- vegis? Ég gat ekki útskýrt þetta fyr- ir konunni enda kannski ekki von. Á endanum setti hún þetta á Face- book-síðu sína og þá var fjandinn laus. Það var fjallað um málið í fjöl- miðlum og allt komst upp, ekki bara svindlið með vatnið heldur líka að hann hafði bara leyfi fyrir helmingi þeirra herbergja sem voru í útleigu. Þetta varð til þess að hann talaði ekki við mig og svaraði engu fyrr en um páskaleytið.“ Hláturskast yfir launakröfunni Þar sem hún hafði ekkert fast í höndunum og enginn samningur hafði verið gerður, óttaðist hún að verða rekin úr landi. Þá óttaðist hún að missa það sem hún ætti inni af vangoldnum launum ef hann yrði reiður og ræki hana burt. Hann not- færði sér að því er virðist, aðstöðu- muninn til hins ýtrasta. „Hann var ekki búinn að borga mér neina pen- inga og ekkert bólaði á samningi í apríl. Ég vissi að ég var réttlítil þar sem ekkert væri skriflegt á milli okkar en hann fullvissaði mig um að ég yrði ekki rekin úr landi. Hann lét mig síðan hafa flugmiða frá 17. til 24. maí svo ég kæmist heim í frí. Hann sagðist vilja setjast niður með mér til að skipuleggja vinnuna eft- ir að ég kæmi til baka. Loksins var komið að því. Ég hafði sett tímana mína niður á blað og taldi sann- gjarnt að miða við 1500 krónur á tímann, mínus útgjöld vegna veru minnar og vasapeninga. Ég var búin að vera að vinna fyrir hann í sex mánuði, stundum alla daga vikunn- ar og 800 þúsund var því algert lág- mark.“ Þegar hún sýndi hóteleigandan- um reikninginn segir hún að hann hafi orðið furðu lostinn, síðan hafi hann fengið hláturskast og spurt hver hún héldi eiginlega að hún væri. Og hver hún héldi að hann væri? Milljónamæringur kannski. „Hann sagði, „þú færð í mesta lagi 150 þúsund.““ Ég gat ekkert nálgast hann dag- ana á eftir, hann sagðist bara vera upptekinn. Það leið að heimferðinni og ég var gersamlega peningalaus. Ég reyndi að ganga á hann en hann lét mig bara bíða tímunum saman meðan hann sagðist vera í tölvunni eða í símanum.“ Hún segist hafa frétt hjá konu sem vinnur á veitingastað í grenndinni að hún gæti fengið hjálp á Mann- réttindastofu Íslands sem er til húsa á Hallveigarstöðum. Þangað fór hún og ræddi við lögfræðing sem vísaði henni á lögregluna, þaðan lá leiðin til ASÍ. Skömmu síðar rataði fréttin í fjölmiðla. Sögð vera á flótta undan lögreglu Í síðustu viku var greint frá því í fréttum RÚV að engin kæra hefði verið lögð fram vegna mansals- málsins á Hótel Adam. Fórnarlamb- ið forðaðist lögregluna og málatil- búnaðurinn væri líklega að renna út í sandinn. Hún segir að skýr- ingin sé sú að hún hafi á endan- um farið peningalaus til Prag til að nota miðann sem hún hafi fengið í hendur. Hún hefur enn ekki feng- ið greidda krónu af vinnulaunun- um og staðan er óbreytt. Hún lagði fram kæru hjá lögreglunni eftir að hún kom til baka og leitar núna að vinnu til að fá að dvelja áfram á Ís- landi, því það vill hún. „Ég elska Ís- land, náttúruna og fólkið, tungu- málið. Mig langar mjög mikið til að vera hérna og geri mér grein fyrir því að það eru ekki allir vinnustað- ir eins og Hótel Adam. En það er mjög erfitt hjá mér í augnablikinu og kærastanum mínum sem er líka útlendingur og hefur verið að vinna við ræstingar. Hún segist hafa frétt það eftir á að eigandi hótelsins hafi áður not- fært sér oft og tíðum félitla og vega- lausa útlendinga, oft fólk frá fyrr- verandi austantjaldslöndum til að vinna fyrir sig, oftast stoppi það bara í stuttan tíma og tapi á því pen- ingum. „Hann taldi greinilega að ég væri mjög heimsk og hann gæti komist upp með allt sem hann vildi gagnvart mér. Ég var ekki hrædd við að hann meiddi mig líkamlega, en hann komst upp með allt og ég kunni ekki á neitt í íslensku samfé- lagi. Hann kom fram við mig eins og ég væri ódýr, eða einskis virði. Ég var alltaf smeyk við spillinguna, að hann hefði alla í vasanum, jafn- vel lögregluna ef okkur lenti saman. Þannig er það bara sumstaðar, því miður.” Ég hef ekkert að segja Ragnar Guðmundsson, eigandi Adam Hótels við Skólavörðustíg, var spurður hvort ásakanir um að hann hefði beitt starfskonu sína miklum órétti ættu við rök að styðjast. Hann sagðist ekkert vilja tala við fjöl- miðla. „Ég hef bara engar fréttir fyrir þig.“ Þú vilt ekki svara því hvort þessar ásakanir eigi við rök að styðjast? „Ég hef bara ekkert að segja, skilurðu það ekki.“ Hann nauðgaði mér ekki en áreitti mig stöðugt. Ég fékk tíma fyrir sjálfa mig þegar hann var í burtu en hann var tíu daga í mánuði í Prag til að sinna rekstrinum þar og stundum var hann úti á landi um helg- ar. Ég hefði auðvitað átt að biðja hann oftar um mitt eigið rúm og vera harðari en ég var hrædd um að hann yrði reiður.“ Eitt af því sem hann setti mér fyrir, var að fylla plastflöskur með kranavatni til að selja ferðamönnun- um fyrir 400 krónur stykkið. Á herbergj- unum var miði þar sem þeir voru varað- ir við því að drekka vatnið, það væri ekki drykkjarhæft. Þetta var mjög skrítið verkefni en við þetta vann ég samviskusamlega á jóladag og fyllti 200 slíkar flöskur.“ Á hótelinu var gestum selt átappað kranavatn. Það var meðal annars hlutverk Elynu að fylla á flöskurnar. 14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016 108 Reykjavík Sími: 595 0500 www.egillarnason.isSuðurlandsbraut 20 Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15 VIÐ GETUM TENGT ÞIG VIÐ BESTU PARKETSLÍPARA LANDSINS HAFÐU SAMBAND OG VIÐ RÁÐLEGGJUM ÞÉR MEÐ SLÍPUN, LÖKKUN, OLÍUBURÐ OG ALMENT VIÐHALD
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.