Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.06.2016, Blaðsíða 35

Fréttatíminn - 03.06.2016, Blaðsíða 35
Hvað segir leikhús- fræðingurinn? Magnús Þór Þorbergsson leikhús- fræðingur bendir á að þjóðleikhús í miðborgum um heim allan séu yfirleitt stofnanir sem eigi rætur að rekja til menningarhugmynda stórvelda á 19. öld. Enn aftar liggi hugmyndir upplýsingarinnar um að leikhús séu ein af leiðunum til að bæta samfélagið og mennta lýðinn. „Það er ekki endilega svo að þjóðleik- hús þurfi bara að stækka með stærra samfélagi,“ segir Magn- ús Þór. „Mér þykir áhugaverðari spurning hvernig við búum til leikhús sem endurspegli þjóðina á nýjum tímum. Stóru leikhúsin tvö í Reykjavík þjónusta bæði þjóðina, en hugmyndir okkar um þjóðina eru fjölbreyttari í dag en þær voru um miðja 20. öld, þegar við tókum húsið í notkun.“ Magnús bendir á að t.d. í Wales og Skotlandi hafi verið leitað annarra leiða til að þjóðleikhúsin séu í virku samtali við samfélag- ið. Þjóðleikhús Wales kemur sér víða fyrir með verkefni sín. Það nýtir skóga og strendur, yfirgef- in flugvélaskýli, félagsheimili og næturklúbba. Leikhúsið lítur á sig sem samvinnunet fyrir skapandi fólk. „Þú finnur okkur handan við hornið, hinum megin við fjallið eða í þínum stafræna bakgarði,“ segir á heimasíðu leikhússins. „Hvernig myndum við stofna til svona fyrirbæris í dag?“ spyr Magnús. „Við myndum ekki endi- lega byggja okkur menningarminn- isvarða inn í miðri borg. Mínar vangaveltur snúast ekki endilega um það hvað við viljum gera við Þjóðleikhúsið sem nú er, heldur þurfum við að spyrja spurninga um hugmyndina að baki. Áskorun- in snýst um hvernig leikhúsið geti ennþá staðið við frumhugmyndina um að vera vettvangur þjóðarinnar, endurspegla hana og setja á svið.“ Hvað segir listræni stjórnandinn? Ragnheiður Skúladóttir, listrænn stjórnandi Lókal leiklistarhátíðar- innar, bendir líka á að leikhús sé ekki bara hús. „Hins vegar er auð- velt að halda þessu fram þegar hús- ið er staðreynd, sem þarf að reka og nýta. Ég geri mér grein fyrir því,“ segir Ragnheiður. Fyrir henni er lykilspurning varð- andi framtíð Þjóðleikhússins hvernig stofnunin nái út fyrir veggina við Hverfisgötu. „Hvern- ig ætlar maður að eiga samtal við þjóðina og líka við arkitektúrinn. Er möguleiki að nýta húsið á annan hátt og jafnvel fyrir starfsemina að komast meira út úr því?“ Ragnheiður segir menningar- stofnanir ekki geta leitt hjá sér auknar kröfur um gegnsæi og þjón- ustu. Breytingum í samfélaginu þurfi að finna leið inn í starf- semina. Sjálf segist hún hrifin að þeirri aðferð sem farin hafi verið á Bretlandseyjum að leysa starfsem- ina meira upp. Þjóðleikhúsinu sé í lófa lagið að láta verkefni sín verða til annars staðar en við Hverfis- götuna, en öllu fylgi kostnaður. Mögulega geti leikhúsið tekið að sér meira framleiðendahlutverk. „Við í listunum komumst ekki hjá því að kanna nýjar vinnuaðferð- ir. Við erum auðvitað alltaf að tala líka um peninga, en hver er leiðin til að nýta þá sem best til að þjóna framþróun listarinnar? Það þarf alltaf að vera aðalspurningin.“ Það þykir kannski ekki nútímalegt að mæla með mat úr krukkum. Hér koma nú samt ein- læg meðmæli með tveimur eldhús- fyrirbærum sem geta gert kraftaverk á dauflegum stundum þegar sama og ekkert er til í skápunum. Ef önnur af þessum krukkum er til á þínu heimili kemstu langt með fátæklegar sneiðar af heimilisbrauði, samtíning af afgöng- um eða hversdagslegan hamborgara. Báðar sósurnar eru mjög bragðsterkar, rífa í og gera sitt gagn, til dæmis gegn geðvonsku. Þetta er alls enginn barnamatur. Habanero Mango Aioli frá Stonewall er undraverð blanda af sætu mangói, chili pipar og majónesi. Sósa sem fer einstaklega vel á samlokur af öllum gerðum. Hún er frábær ídýfa með fersku eða grilluðu græn- meti og geggjuð á ham- borgara. Eins og allir vita verður bernaise-sósa úr krukku aldrei jafngóð og heima- gerð. Að því sögðu er rétt að benda á að hér er á ferðinni ís- lenskt hugvit á heimsmæli- kvarða. Reykt chili bernaise-sósa frá Hrefnu Rósu Sætran er svo skelfilega góð og sterk að hún hefur skapað sjóðheitar umræður á samfélagsmiðl- um. Sumir gengu svo langt að bíða á náttfötunum fyrir utan Melabúð- ina til að komast yfir glas af henni. Sósan er snilld með kjöti, grænmeti, fullkomin á steikarsamlokur og ómis- sandi með þynnkumat. Þessar krukkur eru hin besta redding þegar tíminn er naumur en kröfurnar miklar. | þt Hvur þremillinn er í þessum sósum? Reykt chili bernaise sósa frá Hrefnu Rósu Sætran. Habanero Mango Aioli frá Stonewall. | 35FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016 KJÖTBORÐ Í Fjarðarkaupum færðu allt á einum stað. Kjötborð okkar er rómað fyrir góða vöru og framúrskarandi þjónustu. Við bjóðum upp á fyrsta flokks ferskt kjöt, sérvalið af fagmönnum. Hjá okkur starfar lærður kjötiðnaðarmaður sem leiðbeinir þér við val á kjöti og sker eftir þínum óskum. Einnig bjóðum við alltaf upp á sérútbúna rétti sem þú getur eldað heima. Við tryggjum þér ferskleika, gæði og úrval. Verið velkomin í Fjarðarkaup Ferskt kjöt • Þú ræður magni og skurði • Sérútbúnir réttir OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.