Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 03.06.2016, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 03.06.2016, Qupperneq 36
fólk úr öllum áttum. Mót- mælendur voru ekki með potta og pönnur eins og nú, en stemningin var góð. Það var stuð í fólki.“ Í mestu látunum þurfti síðan að kalla til 80 lög- regluþjóna til að verja sendiráðs- bygginguna. Sterkasta minning Gunnars frá þessum atburðum er hins vegar frá ferðum hans í Lúxemborg. „Þar gerðist það að fyrsta fréttamyndin sem ég sá í litasjónvarpi var einmitt úr þorskastríðinu. Það var skrítið að sjá þarna tæknibyltinguna lita- sjónvarp miðla mér bresku herskipi að sigla á íslenskt skip innan land- helgi. Síðan hef ég alltaf tengt þetta tvennt saman: litinn í sjónvarpinu og þorskastríðið.“ Í framhaldinu fór Gunnar Hans frá Frankfurt yfir til London en öryggisgæsla á flugvellinum þar var mikil vegna gíslatöku og morða Svarta september hópsins á Ólympíuleikunum í Munchen, en þá stóðu þeir ömurlegu atburðir yfir. Sumir farþeganna á vellin- um voru stöðvaðir af öryggisvörð- um og spurðir hvaðan þeir væru að koma, hvert þeir væru að fara og hvað væri í töskunum þeirra. Gunnar Hans var einn þeirra sem var stöðvaður. Þegar breski tollvörðurinn var búinn að heyra að ferðalangurinn ungi væri frá Íslandi og Gunnar Hans búinn að gefa stutta innihaldslýsingu á því sem var í töskunni brosti tollvörðurinn og sagði: „Nei, ég hélt kannski að þú værir með þorsk.“ Sjö ára gamall, árið 1958, þegar fyrsta þorskastríð hófst, var Gunn- ar Hans Helgason, bankamaður (fæddur 1951), ekki farinn að velta fyrir sér milli- ríkjadeilum. Þegar kom fram á áttunda áratuginn var hins vegar allt annað uppi á teningnum. Þá segist Gunnar hafa verið orðin mikill fréttafíkill og vissulega hafi fiskveiði- deilurnar við Breta fangað athyglina. „Þegar harka fór að færast í deilurnar þá virtist fólk sameinast að baki varð- skipsmönnum og baráttunni á hafi úti,“ segir Gunnar. „Ég var einn þeirra sem mótmælti við breska sendiráðið á Laufásvegi og ég man að maður skynjaði að þarna var Mótmælend- ur voru ekki með potta og pönnur eins og nú, en stemn- ingin var góð. Það var stuð í fólki. 40 ár liðin frá lokum síðasta þorskastríðsins Teiknaði átökin á miðunum Flosi Þorgeirsson, sagn- fræðingur og gítarleikari í hljómsveitinni HAM, fékk átta ára gamall mikinn áhuga á síðasta þorska- stríðinu. Til eru þónokkrar teikningar sem Flosi teikn- aði sem barn af átökunum á þessum tíma, en ein þeirra birtist með þessari grein. „Þetta er dæmigert fyrir átta ára strák sem hefur áhuga á stríðum,“ segir Flosi. „Þarna eru byssur, her- menn, skip og hákarlar. Ég hef alltaf verið mikið fyrir fantasíur og þetta talaði mikið til mín. Ég man eftir því að hafa setið með föð- ur mínum og teiknað, en hann hafði mikinn áhuga átökunum og útskýrði þau fyrir mér. Faðir minn lést líka á þessu ári, 1976, og því hef ég alltaf haldið fast í þessar minningar.“ Áhugi Flosa á þorskastríðunum dofnaði síðan með árunum og það var ekki fyrr en í sagnfræðinámi í Háskóla Íslands á undan- förnum árum sem hann kviknaði á ný. Þar skrifaði hann BA ritgerð undir handleiðslu Guðna Th. Jóhannessonar um árekstra og ásiglingar á miðunum. Heimildirnar komu úr vitnaleiðslum í sjóprófum sem tekn- ar voru eftir hvert alvarlegt atvik. Flosi segir að samanburður á milli íslenskra og breskra skjala um sömu atburði hafi oft verið forvitnilegur. „Allt í einu blossaði aftur upp þessi gamli áhugi frá því að ég var átta ára. Ég komst að því að ég vissi alveg undarlega lítið um þorskastríðin og ég held að því sé þannig farið um marga. Sjálfur ólst ég upp við einfalda mynd: Bretarnir komu á stórum skipum og sigldu á litlu skipin okkar. Svo þegar maður fer að skoða hlutina nánar þá er þetta ekki alltaf svona einfalt,“ segir Flosi Þorgeirsson. Það er langt liðið frá þorska- stríðunum en saga þeirra er merkileg og lifir í alls konar minningum þeirra sem muna þessa viðsjárverðu tíma. Fréttatíminn gróf upp fjórar slíkar minningar úr ólíkum áttum. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is E inhver nefndi þorska- stríðin, en nú eru fjörutíu ár liðin frá lok- um fiskveiðideilnanna sem Ísland stóð þrisvar í við Breta á árunum 1958 til 1976. Samningar um lok deilnanna náðust 1. júní árið 1976 í Osló. Fulltrúi breska heimsveldis- ins, Anthony Crosland, neitaði að viðurkenna að Bretar hefðu tapað þorskastríðinu fyrir litla Íslandi og orðaði það svo að þar væri um „sigur heilbrigðrar skynsemi að ræða.“ Eitt er víst að margir Íslendingar eiga sér lifandi minningar um at- burðina. Það á ekki bara við þá sem voru í eldlínunni á hafi úti eða á pólitíska sviðinu í landi, heldur líka um venjulegt fólk, jafnvel þá sem voru börn og unglingar á tíma atburðanna. Blessuð stríðin Miðin í lit 36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016 Elskar þú að grilla? O-GRILL VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.