Fréttatíminn - 03.06.2016, Blaðsíða 48
Suðrænir furðufiskar
á Íslandi
Áhöfn
Örfiriseyjar
RE hefur
eflaust rekið
upp stór augu
á dögunum
þegar í botnvörpuna
slæddist afar sérkennilegur fiskur. Þessi tegund
fisks, svokallaður batti, hefur aðeins einu sinni
veiðst á Íslandsmiðum svo vitað sé. Síðustu tvo
áratugi hafa fleiri furðulegar tegundir fiska,
sem venjulega eru á suðrænum miðum, fundist
við strendur Íslands. Jónbjörn Pálsson hjá
Hafrannsóknarstofnun segir þessa þróun mega
rekja til hlýnunar jarðar og þar með Norður-
Atlantshafsins.
Húllandi sagnfræðingurinn
Byrjaði sem
stelpan með
hattinn
Sagnfræðingurinn og húlladansarinn Unnur María Bergsveinsdóttir hefur starf-
að við sirkuslistir til fjölda ára. Á facebook-síðu hennar, Húlladúllan, er hægt að
fylgjast með uppákomum og námskeiðum. Hún verður í Hljómskálagarðinum
klukkan 12 á laugardaginn.
Eftir hrunið yfirgaf ég Ísland í leit að ævintýr-um og fór til Mexíkó þar sem ég kynnt-ist sirkusnum,“ segir Unnur María Berg-
sveinsdóttir, sirkuslistakona
og sagnfræðingur. Unnur, eða
Húlladúllan eins og hún kallar
sig á facebook, hefur á nokkurra
ára sirkusferli sínum sérhæft sig í
húllahringjum. Hún varð nýlega
sjálfstætt starf-
andi húlladansari
eftir að hafa unnið
síðastliðin þrjú ár
með Sirkus Íslands.
„Í Mexíkó vann ég
sem götulistamað-
ur í nokkur ár. Ég
byrjaði alveg á botn-
inum, sem stelpan
með hattinn, en fór
svo yfir í „jögglið“
og svo yfir í loftfim-
leika. Svo þegar ég kynntist húll-
anu þá var ekkert aftur snúið.“
„Ég var í íþróttum sem ung-
lingur en upplifði mig samt alltaf
sem algjöran klaufa. Ef einhver
hefði sagt við mig fyrir tíu árum
að ég færi í sirkus þá hefði ég bara
hlegið. En það tekst allt með æf-
ingunni, með einu skrefi í einu.
Það geta allir sem vilja lært að
húlla. Það sem er svo skemmti-
legt við húllið er að það er hægt
að gera það hvar sem er og svo
eru allskonar stílar í gangi, segir
Unnur sem verður með nám-
skeið í húlli í sumar, auk þess að
vera alltaf með sérkennslu fyrir
hópa og einstaklinga. Unnur tek-
ur einnig að sér að skemmta við
allskyns uppákomur og býr þar
að auki til sérsniðna húllahringi.
„Það skiptir miklu
máli að vera með
réttan hring og þeir
sem panta hjá mér
hring fá kennslu í
kaupbæti. Það sem
er svo skemmtilegt
við að kenna sirku-
slistir er að það er
ekkert eitt líkamlegt
markmið sem þarf
að ná og það er svo
auðvelt að ná fram
styrkleikum fólks. Tíu krakkar
geta lært sama trikkið en það fer
algjörlega eftir því hvernig þeir
sýna það hvort atriðið verður
fyndið eða „cool“. Þetta býður
upp á svo mikla persónulega tján-
ingu. Það eru allt of fáir að húlla
á Íslandi en ég ætla að reyna að
breyta því.“ | hh
Húllaráð fyrir
byrjendur:
Því stærri og þyngri
sem hringurinn er,
því auðveldara er að
húlla. Ef hringurinn
er of léttur er gott
að „teipa“ hann allan
hringinn.
„Ég byrjaði að halda listasýningar
þrettán ára gamall og seldi þá hvert
verk á 25 þúsund krónur. Svo er þetta
bara lögmálið um framboð og eftir-
spurn sem ræður því að verðið hækk-
ar,“ segir Sigurður Sævar Magnúsar-
son, sem hélt í gær lokaða sölusýningu
á málverkum sínum sem hann vann
upp úr lögum Megasar. Þegar Frétta-
tíminn náði tali af Sigurði höfðu, að
hans sögn, 22 líklegir kaupendur
boðað komu sína á sýninguna. Sig-
urður segir fjöldann hafa komið sér
skemmtilega á óvart, enda er tekið
fram á Facebook-síðu Sigurðar að að-
eins líklegum kaupendum sé boðið á
sýninguna.
Sigurður heillaðist af myndlist sjö
ára gamall þegar hann sá sýningu
Ólafs Elíassonar í Hafnarhúsinu. Þegar
systir hans gaf honum svo striga og
pensla þegar hann var tíu ára gamall
varð ekki aftur snúið. Sigurður ákvað
að verða myndlistarmaður.
Málverkin sem verða til sölu eru
30 talsins og eru innblásin af lögum
Megasar, meðal annars Krókódíla-
manninum og Tveim stjörnum. Sýn-
ingin verður svo opnuð almenningi í
haust, í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sigurður Sævar fyrir framan eitt verkanna sem til sölu voru í gær.
Átján ára listamaður býður
verk sín á 280 þúsund
Lögmálið um framboð og eftirspurn ræður verðinu
Hönnuður sem skapar draumheima
Tískusýningin Transcendence,
eftir Hildi Yeoman fatahönnuð,
mun fara fram á Lækna-
minjasafninu á Seltjarnarnesi í
kvöld klukkan átta. Sýningin er
hluti af Listahátíð Reykjavíkur
„Meginþema sýningarinnar eru
draumar, staðurinn á milli svefns og
vöku,“ segir Hildur Yeoman og bætir
við að ekki sé um hefðbundna tísku-
sýningu að ræða. Transcendence sé
lengri en venjulegar tískusýningar
auk þess sem ný nálgun í hönnun
verði könnuð.
En hvers vegna þetta þema? „Bæði
finnst mér það bara mjög spennandi
en síðan er tíska svo mikill draum-
heimur. Í síðustu tveimur línunum
mínum vann ég með íslenskar jurt-
ir í samstarfi við seiðkonu. Í Flóru
var ástargaldursprent (e. love-spell)
og einnig prent sem eykur kraft (e.
power-spell). Í þetta skiptið er ég
hins vegar að vinna með draum-
heimaprent út frá blómum sem hafa
róandi og draumaukandi áhrif.“
Hildur mun blanda saman ólíkum
listformum eins og dansi, myndlist
og tónlist í kvöld. „Mig langar að
tvinna saman mismunandi listgrein-
ar og skapa sérstakan heim.
Saga Sig hefur myndað línuna mína
og myndirnar hennar munu prýða
veggi Læknaminjasafnsins, dansar-
ar munu sýna fötin en tónlist er úr
smiðju hljómsveitarinnar Samaris,“
segir Hildur. | bg
Tískusýningin Transcendence er hluti af
Listahátíð Reykjavíkur
48 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016
Gerir sláttinn auðveldari
Garðtraktorar
fyrir þá kröfuhörðu
ÞÓR FH
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 - 18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is