Fréttatíminn - 03.06.2016, Page 60
Á yndislegum laugar- eða sunnudegi myndi ég helst óska þess að gera eitthvað fyrir alla, litla hluti sem
gleðja hvern og einn,“ segir Soffía
Dögg Garðarsdóttir, eigandi síð-
unnar SkreytumHús, blómaskreyt-
ir og bloggari.
„Fyrst myndu allir auðvitað
sofa aðeins út og vakna úthvíldir.
Síðan færum við í góðan „brunch“
einhversstaðar af því mömmunni
finnst ekkert sérstaklega gaman að
elda. Sú máltíð mætti gjarnan inni-
halda dálítið af eggjum, beikoni og
einhvers konar pönnukökur – takk
fyrir, “ segir Soffía og hlær.
Soffía segir vinsælt hjá fjöl-
skyldumeðlimum að fara í bíltúr
upp á Akranes um helgar. „Við
tökum yfirleitt lengri leiðina út úr
borginni með því að keyra Hval-
fjörðinn og leyfa hundinum okkar,
Stormi, að spretta aðeins úr spori
og leika sér svolítið. Þegar komið
er upp á Skaga er fyrsta stopp yfir-
leitt í bakaríinu þar sem við kaup-
um smávegis bakkelsi og förum
svo niður á Langasand. Þar finnst
öllum alveg svakalega gaman að
rölta um og leika sér í fjörunni.“
Sjálfri finnst Soffíu skemmti-
legast að koma við í skúrnum hjá
Kristbjörgu. „Þar er antíkmarkað-
ur allar helgar og margt fallegt og
spennandi að finna. Skúrinn er við
Heiðarbraut 33 fyrir aðra áhuga-
sama safnara.“
Ferðinni lýkur svo í Skútunni.
„Við endum svona bíltúra yfirleitt
í Skútunni, það þarf nefnilega að
passa að halda sukkstiginu í há-
marki. Skútupylsa með frönskum
og osti áður en haldið er heim í
kósíheit fyrir framan sjónvarpið,
húrra fyrir þessum degi!“
Fjölskylda Valdimar og Soffía Dögg ásamt börnum sínum, Valdísi Önnu og Garðari Frey.
„Mömmunni finnst
ekkert sérstaklega
gaman að elda“
Soffía Dögg kann að meta góðan „brunch“ með fjölskyldunni um helgar
Píslarvætti
Kæra húsmóðir. Þakka þér fyrir
bréfið þitt sem ég gat ekki stillt
mig um að birta nánast í heild því
ég veit að fjöldi ungra kvenna er
í sömu sporum og þú, bæði með
maka sem tekur ekki nægilega
heimilisábyrgð og með börn sem
hafa ekki æft góða umgengni.
Hvoru tveggja hefur neikvæðar
afleiðingar fyrir heimilislífið og
mamman endar sem píslarvottur
sem ber allt á herðum sér. Þú hef-
ur tekið alltof mikið að þér og hlíft
öðrum við ábyrgð en slíkt gengur
aldrei til lengdar. Fyrsta verkefnið
er að yfirgefir heimilisþjónshlut-
verkið og kennir öðrum að vinna
verkin með þér, þú þarft ekki
að vera píslarvottur á þínu eigin
heimili.
Misrétti kynjanna
Hlutverk ykkar hjóna á heimilinu
skapar beint misrétti milli ykkar
sem veldur togstreitu og grefur
undan sambandinu. En þið tvö
eruð fullorðna fólkið á heimil-
inu þannig að þið verðið að ná
samkomulagi um lausnir áður en
þið fáið börnin í lið með ykkur.
Þú ert samt framkvæmdastjórinn
í fjölskyldunni og verður að taka
stjórnina – ekki með að gera allt
sjálf heldur með að skipuleggja og
stýra verkum, fylgja eftir og hrósa
og hvetja og leiðrétta eftir þörfum
og maðurinn þinn þarf að bakka
þig upp og taka
þátt. En hugleiddu
líka hvort þú sért
of kröfuhörð um
að heimilið sé full-
komið? Er ekki
stórkostlegt að
dóttir þín taki
frumkvæði í
bakstri og
þið þrífið
bara upp saman og er ekki frábært
að vinir sonar þíns vilji koma heim
til hans?
Verkstjórn á heimili
Tuð og nöldur skila aldrei árangri
en valda þér vanlíðan og ein-
angrun frá hinum í fjölskyldunni.
Steinhættu því en taktu upp skýra
verkstjórn. Láttu hvern og einn
bera sinn disk í vaskinn eftir mat-
inn og stattu yfir hvoru barni um
sig með þvottakörfuna í stað þess
að tína sjálf upp. Laugardagstil-
tekt á föstum tíma þýðir að þú
segir bæði börnum og maka hvað
hver skal gera og hafðu verkefn-
in einföld og skýr. Níu ára getur
farið út með ruslið ef þú bindur
fyrir pokann og ellefu ára getur
þvegið borð og bekki í eldhúsi ef
þú ert til staðar og lætur verkin
ganga. Börn geta sett í þvottavél-
ina og brotið saman einföld stykki
ef þú handstýrir þeim. Eiginmað-
ur getur ryksugað og tekið utan
af rúmum án návistar þinnar en
börnin þurfa að vera með þér til
að virka. Farið saman í barnaher-
bergin, stattu yfir þeim og láttu
verkin vinnast. Verðlaunið ykkur
svo saman eftir góða samvinnu.
Einfaldaðu lífið
Svo skaltu líka einfalda öllum
lífið. Skiptu tausófanum út fyrir
leðursófa, settu þvottakörfur inn
í svefnherbergin og minnkaðu
dótið og fötin sem örugglega flæða
um heimilið í alltof miklu magni.
Kauptu svo heimilisþrif til að
minnka það sem þið þurfið að gera
og kjörið er að senda reikninginn
bara til eiginmannsins.
Sendið Möggu Pálu spurningar á
maggapala@frettatiminn.is og
hún mun svara í næstu blöðum.
Elsku Margrét Pála. Ég er ung móðir í vandræðum og ég vona svo
innilega að þú getir hjálpað mér. Ég á tvö börn, strák sem er 11 ára og
stelpu sem er 9 ára og hvorugt þeirra gengur frá eftir sig, hvorki í her-
berginu sínu né frammi á heimilinu. Þau ganga aldrei frá diskunum sín-
um, maturinn er skilinn eftir á eldhúsbekknum þegar þau eru að fá sér
að borða milli mála og þau fara úr óhreinu fötunum þar sem þau standa
... Ekki er nú eiginmaðurinn skárri þar sem börnin herma eftir honum
þar sem hann gengur að mér vísri sem tiltektarþjóni og tekur ekkert til-
lit til þess að ég er að vinna fullan vinnudag utan heimilis eins og hann
gerir. Ég var heimavinnandi þegar þau voru lítil og það er eins og hann
haldi enn að ég hafi allan daginn til að hugsa um heimilið.
Mér finnst ég sífellt vera tuðandi en það breytir engu … Ég er orðin
dauðþreytt á því að koma heim úr vinnunni á hverjum einasta degi og
þurfa að ganga frá og þrífa eftir alla. Í síðustu viku fór ég á laugardegi frá
heimilinu „spikk og span“ í örstutta Kringluferð með vinkonu minni. Þegar
ég kom til baka, kom ég ekki á fína heimilið sem ég fór frá heldur hafði
dóttir mín staðið í bakstri í eldhúsinu og þar var allt út um allt og sonur
minn hafði fengið þrjá vini í heimsókn og höfðu þeir greinilega fengið sér
að borða í sjónvarpskróknum þar sem allt var í brauðmylsnu og mjólk-
urglas lá á hliðinni í rennblautum sófanum … ég er með nýlegan tausófa
og leyfi aldrei mat við sjónvarpið. Eiginmaðurinn átti að passa heimil-
ið og börnin en þegar ég kom heim, fann ég hann sallarólegan í tölvunni
að vafra eitthvað og horfa á enska boltann með heyrnartólin á eyrunum.
Þetta var dropinn sem fyllti mælinn og ég fór bara inn í herbergi, lagðist
undir sæng og grét … Þegar ég kom loksins fram, tók enginn eftir neinu
og eiginmaðurinn spurði hvað ég ætlaði að hafa í kvöldmatinn …
Mín elskulega Margrét Pála, hefur þú einhver ráð handa mér til að fá
fjölskylduna til að hjálpast að við að halda heimilinu sómasamlegu og fá
bæði börnin og manninn til að skilja að þetta er ekki heimilið MITT sem
þarf að halda í lagi heldur heimilið okkar allra …
Uppeldisáhöldin
Heimilið er ekki
mitt einkamál
…fjölskyldan 8 | amk… FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016
Eldbakaðar pizzur
hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni
salur
fyrir
hópa
sími 557 1007
hamborgarar,
salöt, pasta,
kjúklingavængir
og flEira