Fréttatíminn - 03.06.2016, Qupperneq 64
Unnið í samstarfi við Sýrusson ehf
– hönnunarhús
Syrusson – hönnunarhús er tíu ára á þessu ári. Stofn-andinn, Reynir Sýrusson, segir að hugmyndin að
fyrirtækinu hafi kviknað þegar
hann áttaði sig á því hvað hann
ætlaði að verða. „Langtímamark-
miðið var að lifa af því að vera
húsgagnahönnuður og framleið-
andi og vera með verslun í kring-
um eigið vörumerki. Það hafði
enginn gert á Íslandi og nú erum
við tíu ára,“ segir Reynir.
Syrusson – hönnunarhús þjón-
ustar heimili, fyrirtæki og stofnan-
ir. „Við getum boðið upp á heildar-
lausnir bæði fyrir heimili og stærri
fyrirtæki. Við höfum hannað yfir
200 hluti sem eru allir í framleiðslu
og erum í samstarfi við fjölda verk-
smiðja sem allar eru á Íslandi. Við
bjóðum vörur sem eru hannaðar af
Íslendingum og framleiddar á Ís-
landi. Það er okkur mikið metnað-
armál,“ segir Reynir.
Og það hefur sína kosti að
halda öllu í heimabyggð ef svo má
segja. „Af því að nálægðin er svo
mikil þá hefur viðskiptavinurinn
alltaf val um til að mynda áklæði
þótt um fjöldaframleiðslu sé að
ræða. Þetta er persónuleg þjón-
usta gagnvart viðskiptavininum.
Hann getur valið um áklæði en
hann getur líka ákveðið að sér-
panta sérhannaðan stól sem er
svo aðeins framleiddur í tveimur
eintökum. Slagorðið okkar er „
Syrusson – alltaf með lausnina“
og við stöndum við það.
Hönnunarhúsgögn hafa löngu
haft það orð á sér að vera dýr en
Reynir segir svo ekki vera í til-
felli Syrusson. „Við bjóðum upp
á hagkvæmt verð. Fólk held-
ur að húsgögnin okkar séu dýr
og það verða margir mjög hissa
þegar þeir sjá verðmiðann. Við
erum mun ódýrari en erlendar
hönnunarmerkjavörur sem seldar
eru hér á landi.“
„Við lifum á breiddinni. Versl-
unin okkar er um 500 fermetr-
ar og sneisafull af húsgögn-
um. Þar að auki býður Syrusson
hönnunarhús upp á mikið úrval af
fallegri íslenski smávöru eftir ís-
lenska hönnuði og er úrvalið alltaf
að aukast í þeim flokki. Sama má
segja um skrifstofuhúsgögnin,
þar er úrvalið orðið tæmandi.
Nóg er að gera á innlendum
markaði, bæði fyrir heimili og
fyrirtæki, svo mikið að fyrirtæk-
ið á oft á tíðum fullt í fangi með
sinna allri þeirri eftirspurn. Hann
játar því þó að vaxtarbroddur sé
til staðar erlendis. „Við erum opin
fyrir sölu erlendis. Það koma alltaf
einhverjar pantanir frá útlöndum
en það er klárlega skilyrði fyr-
ir vexti erlendis ef við myndum
vinna með það. Við höfum farið
út á sýningar og fengið góðar
undirtektir við hönnun okkar. Það
sem hefur hins vegar vantað er
tenging við verslun eða sýningar-
sal úti svo mögulegir kaupendur
geti skoðað vöruna. Þetta er eitt-
hvað sem við höfum hugsað um
og ljóst að við munum gera atlögu
að útlöndum á næstu árum,“ segir
Reynir og bætir við að nú sé fyrir
dyrum samningur við bandarískt
fyrirtæki um kaup á bæklinga-
stöndum.
Haldið verður upp á tíu ára
afmæli fyrirtækisins í septem-
ber með pomp og prakt. „Það
verða fullt af nýjungum og síðan
framleiðum við einn stól – Afmæl-
isstólinn – í tíu eintökum.“
…heimili og hönnun
kynning
12 | amk… FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016
Síðumúla 33
www.syrusson.is
www.facebook.com/
Syrusson-Hönnunarhús
Sýrusson – hönnunarhús
Sýrusson:
Alltaf með lausnina
Hannar, framleiðir og selur Reynir Sýrusson, stofnandi Sýrusson – hönnunarhúss, hefur í
mörg horn að líta.