Fréttatíminn - 03.06.2016, Síða 77
„Ég hef haft afskaplega lítinn tíma
fyrir sjónvarpsgláp undanfarið en
horfi þó alltaf á fréttir og frétta-
tengt efni. Það er svo alltaf ljúft að
detta niður á góða bíómynd en ég
er meiri þáttamanneskja og kætist
vandræðalega mikið þegar ég finn
almennilega þáttaröð sem hefur
gengið lengi og ég ekki séð einn ein-
asta þátt.
Þó ég þykist á köflum vera ein-
hver svaðalegur töffari á ég erfitt
með að horfa á hrylling og mikla
spennu og endar andlitið stundum
í lófunum á mér þannig að ég á það
til að sjá voðalega lítið af efninu.
Þegar kemur svo að mjög hjart-
næmum myndum eða þáttaröðum
grenja ég bara þannig að það er
alveg þrusufín leið fyrir mig til að
losa mig við nokkur tár og spennu
og nýti ég hana óspart.
Til að nefna þáttaraðir sem ég
hafa hitt í mark hjá mér, burtséð frá
lófum og grenji, eru það Scandal,
Nashville, House of Cards, Being
Mary Jane, The Newsroom,
Billions, The Family, The Good
Wife, The Girlfriend Experience,
60 Minutes og Younger. Svo má
að sjálfsögðu ekki gleyma Khloe,
Kim og Kourtney, því þegar heilinn
þarfnast algjörrar hvíldar horfi ég á
Keeping Up With The Kardashians.
Ég er ekki mikið fyrir raun-
veruleikasjónvarp en það er bara
eitthvað svo skemmtilegt við
þessa fjölskyldu og brosi ég og
hlæ í gegnum allan þáttinn. Sælir
eru einfaldir.“
Sófakartaflan
Hödd Vilhjálmsdóttir
almannatengill
Sælir eru einfaldir
Fréttafíkill Hödd hefur lítinn tíma aflögu en horfir þó alltaf á fréttir. Mynd | Rut
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
Opið: Mán. - föst. kl. 09-18
innréttingar
danskar
í öll herbergi heimilisins
Fjölbreytt úrval aF hurðum,
Framhliðum, klæðningum og einingum,
geFa þér endalausa möguleika á
að setja saman þitt eigið rými.
við hönnum og teiknum Fyrir þig
Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu,
þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum,
teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu
í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.
sterkar og glæsilegar
þitt er valið
Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum,
eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu
önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir
þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.
be
tr
i s
to
Fa
n
Lokað á laugardögum í sumar
Ég fyrirverð
mig ekki
fyrir fagnaðar-
erindið. Það
er kraftur
Guðs sem
frelsar hvern
þann mann
sem trúir...
www.versdagsins.is
Feðgar í
aðalhlutverkum
Netflix Pursuit of Happyness.
Dramatísk og falleg mynd sem datt
inn á Netflix núna í lok maí, með
Will Smith og syni hans, Jaden
Smith, í aðalhlutverkum. Sölumað-
urinn, Chris Gardner, sem átt hefur
í miklum erfiðleikum með að láta
enda ná saman stendur einn eftir
með son sinn eftir að konan hans
yfirgefur þá. Á sama tíma tekst
hann á við eina stærstu og
erfiðustu áskorun lífs síns.
Virkilega góð og á sama tíma
átakanleg mynd.
Allir elska Raymond
Skjár einn Everybody Loves
Raymond föstudag klukkan
18.35. Það er ferlega notalegt að
detta í einn gamlan og góðan
grínþátt á borð við Everybody
Loves Raymond eftir vinnu á
föstudegi. Raymond og fjölskylda
eru alveg jafn skrautleg og
skemmtileg og þegar þau birtust
fyrst á skjánum fyrir tuttugu árum.
Föðurhlutverkið
tæklað með stæl
Stöð 2 Big Daddy föstudag
klukkan 21.05. Gamanmynd með
sprelligosanum Adam Sandler í
broddi fylkingar. Sonny Koufax er
kærulaus karlmaður á fertugsaldri
sem syndir fremur stefnulaus í
gegnum lífið. Einn daginn fær
kærastan sig fullsadda af honum,
Sonny ákveður því að sanna fyrir
henni að hann sé fær um að axla
ábyrgð og ættleiðir fimm ára strák í
kjölfarið. Föðurhlutverkið er þó
kannski ekki alveg eins auðvelt og
Sonny hélt. Með önnur aðalhlutverk
fara John Stewart og Joey Lauren
Adams.
…sjónvarp25 | amk… FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016