Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 03.06.2016, Qupperneq 78

Fréttatíminn - 03.06.2016, Qupperneq 78
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Túnfíflar, skessujurt, kerfill og hundasúrur eru kannski ekki þær jurtir sem koma fyrst upp hugann þegar talað er um kokteila, en þær eru einmitt meðal þess hráefnis sem Gísli Matthías Auðunsson, mat- reiðslumaður og einn af eigend- um veitingastaðarins Slippurinn í Vestmannaeyjum, notar til að útbúa drykki. Allt jurtir sem hægt er að sækja í hans nánasta um- hverfi í Eyjum. En það á reyndar við um flest allt hráefnið sem notað er á Slippnum. Staðinn rekur Gísli ásamt systur sinni Indíönu Auðuns- dóttur og foreldrum sínum Katrínu og Auðunni, en hann er einungis opinn á sumrin. Tíu gerðir af kokteilum „Það er af nógu af taka hérna í Vestmannaeyj- um. Endalaust af villtum jurtum og svo erum við með okkar eigið gróð- urhús, að ógleymdum fiskinum. Við byrjuð- um að þróa kokteilana þriðja starfssumar- ið okkar og erum nú komin með tíu gerðir af kokteilum. Nýjasti kokteillinn á seðlin- um inniheldur túnfífil og Bourbon viskí.“ Að- spurður hvernig túnfífill bragðast segir Gísli hann líkjast hunangi þegar búið er að gera úr honum síróp. „Það hentar einstaklega vel með smá Bourbon og sítrónu.“ Heldu námskeið í New York Gísli segir kokteilana hafa vak- ið mikla lukku og þeir hafa meira að segja vakið athygli út fyrir landsteinana. Fyrir einu og hálfu ári bauðst Slippnum að vera með „popup“ af veitingastaðnum í New York, í tilefni norrænnar matarhátíðar, og slógu Gísli og Indíana á sama tíma upp námskeiði í kokteilagerð. „Það var mjög súrrealískt að koma frá Vestmannaeyjum í eina stærstu kokteila- borg heimsins. Það gekk rosa vel og fólk var mjög áhugasamt um það hvern- ig við nýtum hráefnið í kringum okkur í kokteila. Það er svo oft þannig að „lókal“ hráefnið fer einungis í matinn, en það er ennþá áhugaverðara að nota það í hvort tveggja.“ Gaman að kynna eyjuna Fyrir rúmum mánuði var Slippur- inn svo með „popup“ veitingastað í London, en þá var reyndar ein- göngu um mat að ræða. „Þá tók ég slatta af vestmanneysku hráefni með mér, eins og hvönn og sjávar- fang. Við höfum því svolítið verið að kynna okkur. Það gefur manni mjög mikið og þá áttar maður sig líka svo vel á því hvað við erum heppin með hráefni á Íslandi. Svo langar okkur líka að halda gott „popup“ í Reykjavík, aðeins að kynna eyjuna og hafa gaman af þessu,“ segir Gísli sem er að vonum stoltur af því sem hann er að gera. Fengu góða viðurkenningu Síðasta haust fengu þau þær fréttir að Slippurinn hefði verið valinn annar besti veitingastaður á Íslandi í hinu virta WHITE GUIDE, sem er veitingarýnirit sem inniheldur 300 bestu veitingastaði á Norður- löndunum. „Þetta er sama fólk og sér um MICHELIN GUIDE. Þetta er alveg ótrúlegur heiður og góð viðurkenning hreinlega fyrir allar Vestmannaeyjar.“ Gerir kokteila úr villtum íslenskum jurtum Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður á Slippnum, notar óven- julegt hráefni í kokteilana sína, en það er allt fengið úr nærumhverfinu í Vestmannaeyjum. Það sem þarf: 500 gr túnfífill, gulu blöðin 600 ml vatn 400 gr sykur 100 gr túnfífill, græni parturinn 50 ml vodka eða hreinn vínandi Bourbon viskí Eggjahvíta Sítrónusafi. Aðferð: Túnfífilsblöðin soðin í vatni í u.þ.b. 10 mínútur. Plast sett yfir pottinn og leyft að liggja í yfir nóttu inni í ísskáp. Daginn eftir er vökvinn sigtaður og sykri bætt í. Hrært saman þar til sykurinn er uppleystur. Græna partinum og vodka bland- að saman í blender og sigtað og hreinlega notað sem „bitter“ í kokteilinn. Þegar kokteillinn er lagaður er hann settur í kokteilhristara ásamt klökum. Skreyttur með tún- fífilsblöðum. Uppskrift að kokteilnum: 9cl túnfífilssíróp 4,5 cl Bourbon viskí 4,5 cl sítrónusafi 2 skvettur túnfífilsbitter 1,5 cl eggjahvíta. Uppskrift að túnfífilskokteil Fjölskylda Slippurinn er fjölskylduveitingastaður, rekinn af Gísla Matthíasi Auðunssyni, foreldrum hans og systur. Hér er hann ásamt Indíönu, systur sinni og Katrínu Gísladóttur, móður þeirra. Ítalskur heimilismatur hjá Massimo og Katia á Laugarásveginum Á Laugarásveginum er að finna ekta ítalskan veitingastað sem hjónin Massimo og Katia reka. Massimo og Katia Bjóða upp á ekta ítalskt brauð og pasta. Unnið í samstarfi við Massimo og Katia Hjónin Massimo og Katia reiða fram handgert pasta og heimabakað brauð á hverjum degi. Allt er búið til á staðnum og því er maturinn eins ferskur og helst verður á kosið. „Við gerum bæði pasta fyrir veitingastaðinn og svo er hægt að kaupa ferskt pasta í kílóavís og elda heima,“ segir Katia. Þau eru bæði með venjulegt pasta sem og fyllt pasta. Á veitingastaðnum er einnig að finna ýmsar innfluttar vörur, svo sem kex, ólífur, olíur og girnilega osta á borð við parmeggiano og gorgonzola. „Brauðið okkar er einnig allt bak- að hér og fylgir með öllum okkar réttum,“ segir Katia. Þá er hægt að fá tilboð hjá þeim fyrir afmæli eða önnur tilefni. „Við sjáum um að reiða fram ekta ítalska veislu fyrir öll tilefni,“ segir Katia áður en hún hverfur aftur til starfa. Næstu 2 vikur er 2 fyrir 1 tilboð á gómsætu lasagne á aðeins kr. 1.650. …matur 26 | amk… FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Girnilegur Gísli gerir kokteila úr hrá efni sem hann sæk ir úr umhverfinu í V est- mannaeyjum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.