Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 17.06.2016, Page 8

Fréttatíminn - 17.06.2016, Page 8
Ísland, (þriðja) best í heimi Hæst hlutfall ferðamanna 6,5% San Marínó7+93A 4,0% St. Kitts4+96A 5,0% Seychelles6+94A 10,5% Bahrain11+89A 8,3% Mónakó8+92A 5,8% Ant. & Barb.6+94A 4,4% Kýpur5+95A 7,0% Malta7+93A 4,1% Barbados5+95A 5,6% Ísland 20156+94A 11,4% Palau11+89A 9,0% Bahamas9+91A 5,8% Maldives6+94A 4,0% Eistland4+96A 4,6% Singapore6+94A 84+16A 83,6%Vatíkanið 30+70A 30,2%Andorra 17+83A 17%Ísland 2025 ÍSLAND 4.0 Flest bendir til að ferðamönnum muni á næstu árum fjölga áfram með sama hraða og undnfarin ár. Slík þróun mun gerbreyta Íslandi. Það Ísland sem þú ólst upp í er óðum að hverfa og það Ísland sem tekur við er annað land og allt öðruvísi samfélag 2010 460.000 2022 5.201.575 Annað Fiskur Ál Ferðamenn 2020 Gjaldeyristekjur Ferðamenn færa okkur gullið og gera dverga úr sjávarútvegi og álverksmiðjum Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Ferðamannastraumurinn hefur síð- ustu ár vaxið um 20 til 25 prósent á ári og mun gera það líka á þessu ári. Og allt bendir til að sama gerist á næsta ári og þá verði fjöldi ferða- manna nálægt tveimur milljónum. Og þar sem ekkert bendir til það sé að draga úr fjölguninni er fólk inn- an ferðaþjónustunnar farið að spá áframhaldandi vexti næstu árin. Nú síðast sagði Björgólfur Jóhanns- son, stjórnarformaður Icelandair, að landsmenn ættu að búa sig undir að hingað kæmu þrjár til fimm millj- ónir ferðamanna. Ef reiknað er áfram með sama vexti og undanfarin ár myndu ferðamennirnir fara yfir þrjár millj- ónir árið 2020 og yfir fimm milljón- ir árið 2022. Ferðamenn meginstoðin Aukinn ferðamannastraumur hefur breytt miklu á Íslandi á undanförn- um misserum. Þótt tína megi ýmis- legt annað til þá má segja að fjölgun ferðamanna sé meginforsenda þess að atvinnulífið hefur tekið við sér. Engin önnur megin atvinnugrein hefur vaxið að nokkru ráði. Ef ekki væri fyrir fjölgun ferðamanna væri hér enn nokkur kreppa og fram- tíðarhorfur daprar. Á núvirði jukust gjaldeyristekjur þjóðarinnar um 160 milljarða króna frá 2010 til 2015. Á sama tíma juk- ust tekjur af ferðamönnum um 175 milljarða króna. Ferðamennirn- ir vega því upp samdrátt í öðrum greinum og standa undir öllum þeim vexti sem varð. Tekjur af ferðamönnum voru 19 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarinnar 2010 en verða lík- lega um 37 prósent í ár. Ef spár um fjölgun ferðamanna yfir þrjár milljónir á ári ganga eftir verða þær líklega meira en helmingur af heildargjaldeyristekjum þjóðar- innar. Ef ferðamannafjöldinn fer yfir fimm milljónir árlega verð- ur hlutur ferðamanna nær tveir þriðju af heildartekjunum. Gamlar burðargreinar, sjávar- útvegur og áliðnaður, yrðu sem dvergar í samanburði með saman- lagt um 22 prósent af tekjunum. Hættan af of háu gengi Ef af þessu verður mun margt breytast. Eitt er gengisstýring krónunnar. Alla sögu krónunnar hefur vandinn verið veikir tekju- stofnar, viðvarandi viðskiptahalli og reglubundnar gengisfellingar. Með innstreymi gjaldeyris frá ferða- mönnum verður vandinn að halda genginu niðri svo krónan styrkist ekki um of og geri landið of dýrt fyrir ferðamennina. Það vill svo til að töluvert af fé bíður þess að komast út úr krónu- hagkerfinu. Annars vegar er það snjóhengjan, leifar af eignum er- lendra aðila frá því fyrir Hrun, og hins vegar lífeyrissjóðirnir, sem eiga orðið of lítinn part eigna sinna í erlendum eignum svo að skynsam- legt geti talist. En þetta er hvort tveggja tímabundinn vandi sem getur veg- ið upp á móti hækkun krónunnar um stund en ekki til langframa ef ferðamenn verða um og yfir fimm milljónir árlega um langan tíma. Lýðræðisvakning í atvinnulífi Auknar tekjur af ferðamönnum munu líka raska valdajafnvægi í samfélaginu. Meginstoðir atvinnu- lífsins hafa verið fjórar. Landbúnað- ur, sjávarútvegur, álvinnsla og inn- lend þjónusta og verslun. Allt eru þetta fákeppnisgreinar og margar lokaðar. Landbúnaður og sjávar- útvegur er lokaður inni í kvótum, álvinnsla er í höndum er- lendra auðhringa og innlend þjónusta og verslun hefur lokast inn í tví- eða þríkeppni fárra stórra aðila. Vaxandi tekjur af ferðamönnum gerbylta undirstöðum þjóðarbúsins. Fyr- ir fáum árum voru gjaldeyristekjur af ferðamönnum aðeins um 19 pró- sent af heildargjaldeyrisöflun. Í fyrra voru þær orðnar um 31 prósent og líklega verða þær nærri 36 eða 37 prósentum. Aukning ferða- manna hefur drifið áfram þann efnahagslega ábata sem merkja hefur mátt með vaxandi þunga síðustu misseri. Ef spár ganga eftir um fjölgun ferðamanna upp í fimm milljón- ir um miðjan næsta áratug munu undirstöður þjóðarbúskaparins gerbreytast. Ef ruðningsáhrif ferðaþjónustunnar verða ekki þess meiri má búast við að gjaldeyristekjur muni vaxa um vel yfir þúsund milljarða króna eða nærri tvöfaldast á tíu árum. Ferðaþjón- ustan myndi þá afla um 65 prósent alls gjaldeyris og gömlu burðarstoðirnar verða eins og hjálpardekk; sjávarútvegurinn með um 11 prósent gjaldeyristekna, álverk- smiðjurnar með um 10 prósent og annað með um 13 prósent. Miklu meiri tekjur og allt öðruvísi land Ef fjölgun ferðamanna á næstu árum verður viðlíka og undanfarin ár munu ferðamenn til Íslands verða yfir fimm milljónir fyrir miðjan næsta áratug. Það mun breyta atvinnuháttum og valajafnvægi, umbylta samfélaginu og byggðunum, Til verður nýtt Ísland, Ísland 4.0 Ferðamenn umbylta tekjunum 8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016 Ferðaþjónustan er annars eðl- is. Vaxtarmöguleikar hennar eru nánast ótakmarkaðir því hún kepp- ir í raun ekki á innanlandsmark- aði heldur heimsmarkaði. Hún er vaxtaland lítilla og millistórra fyr- irtækja og þótt stóru flugfélögin, hótelkeðjurnar og rútufyrirtækin dragi til sín mest af tekjunum er erfitt að sjá fyrir sér að staða þeirra í samfélaginu geti orðið svipuð og kvótakónga síðustu áratuga eða kaupfélaganna og bændahöfðingj- anna fyrr á árum. Það er vandséð að ferðamálakóngar fari að halda úti dagblöðum og stjórnmálaflokk- um til að verja hagsmuni sína. Vöxtur ferðaþjónustu getur því orðið einskonar lýðæðisvakning í atvinnulífinu sem mun án efa smit- ast yfir í staðnað stjórnmálalíf. Þegar litið er til þeirra áhrifa sem áframhaldandi vöxtur ferðaþjón- ustunnar getur haft á marga þætti samfélagsins verður ljóst að við þurfum að hugsa flesta þætti samfélagsins upp á nýtt. Við erum að sigla inn í nýtt tímabil, Ísland 4.0. 12+88A 12%Ísland 2020 Ferðamenn á íbúa Ef spár ganga eftir verða hvergi fleiri ferðamenn á hvern íbúa en á Íslandi árið 2025 – nema í Vatíkaninu og Andorra. Skiljanlega raða fá- mennustu þjóðirnar sér efst á listann yfir þau lönd þar sem ferðamenn eru stærst hlutfall þeirra sem dvelja í landinu hverju sinni. Vatíkanið, með sína fáu íbúa en stórfenglegt að- dráttarafl fyrir ferðamenn, trónir lang efst en þar á eftir kemur Andorra, smárík- ið upp í Pýrenafjöllum á landamærum Frakklands og Spánar. Ef spár um aukningu ferðamanna til Íslands ganga eftir mun Ísland á allra næstu árum komast upp í þriðja sætið á þess- um lista. Reikna má með að árið 2020 verði um 12 prósent þeirra sem eru á Íslandi hverju sinni erlendir ferðamenn eða um áttundi hver maður. Þegar árlegur fjöldi ferðamanna fer yfir fimm milljónir á Íslandi verður um 17 prósent þeirra sem hér dvelja hverju sinni túristar, tæplega sjötti hver maður. Þetta eru meðaltöl. Fjöldi ferðamanna verður meiri yfir háannatímann. Ef reiknað er með að fjölgun ferðamanna verði svipuð og undanfarin ár má reikna með að fjölgunin verði meiri yfir vetrarmánuðina og um vor og haust en um sumar- ið. Eftir sem áður má reikna með að um hásumarið verði erlendir ferðamenn um 25 prósent þeirra sem dvelja á landinu, fjórði hver maður. Miðað við fjölda ferða- manna í fyrra er Ísland í ellefta sæti á listanum yfir þau lönd sem hafa flesta ferðamenn á íbúa. Fyrir fimm árum hefði landið ekki komist á listann, ferða- menn voru of fáir. Þá voru ferðamenn hlutfallslega færri á Íslandi en hjá mun fjölmennari þjóðum á borð við Austurríkismenn og Íra. Á hverjum tíma eru túristar um 84 prósent þeirra sem eru innan Vatíkansins. Hinir eru aðfluttir starfsmenn kaþólsku kirkjunnar. Við erum hér! Annað Fiskur Ál Ferðamenn 2025 2010 Annað Fiskur ÁlFerða- menn Annað Fiskur ÁlFerða- menn 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.