Fréttatíminn - 17.06.2016, Qupperneq 40
Á næsta ári verður því fagnað að öld er liðin frá því að hafnargerð lauk í Reykjavík. Frá
því að hafnargerðinni lauk árið
1917 hefur höfnin verið lífæð
höfuðborgarinnar og líklega átt
stærstan þátt í því mikla forskoti
sem Reykjavík náði umfram aðra
kaupstaði á landinu á flestum
sviðum. Á stuttum tíma breyttist
Reykjavík úr bæ í borg. Án hafn-
ar hefði búseta eflaust þróast
með öðrum hætti í Reykjavík og
á Akranesi en saga byggðarinnar
og atvinnulífs er samþætt hafnar-
starfseminni.
Hafnarframkvæmdin markaði
tímamót í þróun og sögu Reykja-
víkur. Síðan þá hefur hafnar-
starfsemi í Reykjavík þróast og
dafnað og með tilkomu Faxa-
flóahafna sf. árið 2005 hófst nýr
þróunarkafli í hafnarmálum við
Faxaflóa. Kjarnastarfsemin hefur
alltaf verið sú sama: Að skapa
hafnaraðstöðu fyrir útgerðir og
fiskvinnslu, að skapa örugga
aðstöðu til flutninga til og frá
landinu og trygga viðlegu skipa.
Til hliðar við þessa kjarnastarf-
semi hefur vaxið ýmis konar
starfsemi tengd hafnaraðstöð-
unni, svo sem hafsækin ferða-
þjónusta, skipaviðgerðir og klasi
fyrirtækja sem vinna að þróun
verkefna sem tengjast útgerð og
fiski. Þá eru fleiri fyrirtæki sem
njóta góðs af aðstöðu á hafnar-
svæðunum, ekki síst tengd
menningunni en hún blómstrar á
hafnarsvæðunum.
Reglulegar framkvæmdir og endurbætur
Nú í vor hefur verið unnið að
endurbótum á gönguleiðum við
Grandagarð. Verkið felst í jarð-
vinnu og yfirborðsfrágangi á völd-
um svæðum á Grandagarði frá
Ánanaustum að Grunnslóð. Allar
veitulagnir og yfirborð eru endur-
nýjuð. Gönguleiðin er færð frá
húsunum og þannig skapað rými
framan við húsin. Lýsing á svæð-
inu er einnig endurnýjuð. Komið er
fyrir 30 km hliðum við Ánanaust
og á gatnamótum Grunnslóðar og
Fiskislóðar. Verkefnið er sameigin-
leg framkvæmd Faxaflóahafna sf,
Veitna ohf. Mílu ehf. og Gagnaveitu
Reykjavíkur ehf. Grafa og grjót ehf.
var lægstbjóðandi og er verksamn-
ingurinn upp á 70 milljónir króna.
Verkið er unnið í tveimur áföng-
um. Fyrri áfanganum lauk í lok maí.
Vinna við seinni áfangann mun
síðan hefjast að aflokinni Menn-
ingarnótt og ljúka í haust. Þetta
verkefni er í raun fyrsti áfangi
endurnýjunar Grandagarðs. Búast
má við að því verði framhaldið á
næstu árum.
Þá gengu Faxaflóahafnir í vik-
unni frá verksamningi við Ístak um
uppsetningu nýs hafnarbakka utan
Klepps. Verktími er áætlaður árin
2015-2019. Hinn nýi bakki tekur við
hlutverki núverandi Kleppsbakka,
sem megin vöruflutningabakki
farmstöðvar Eimskip, fyrir stærri
og djúpristari skip. Það má segja
að verkefnið sem slíkt sé stærsta
stálbakkagerð sem fram hefur
farið á Íslandi, þar sem efnismagn
Faxaflóahafnir sf. var stofnað 1.
janúar 2005. Það á og rekur fjór-
ar hafnir: Akraneshöfn, Borg-
arneshöfn, Grundartangahöfn
og Reykjavíkurhöfn. Faxaflóa-
hafnir sf. byggja starfsemi sína
á 100 ára hafnasögu, sem er í
senn merkilegur og stór hluti af
sögu þeirra sveitarfélaga sem
standa að fyrirtækinu.
Fyrirtækið Faxaflóahafnir sf.
er sameign fimm sveitarfélaga:
Akranesskaupstaðar, Borg-
arbyggðar, Hvalfjarðarsveit-
ar, Reykjavíkurborgar og
Skorradalshrepps. Það sem
gerir fyrirtækið einstakt er að
það er lykilaðili í þróun, upp-
byggingu og rekstri mikilvægra
innviða í flutninga- og efna-
Hundrað ára saga hafnarinnar
Fjölbreytt atvinnustarfsemi og
blómstrandi menning og mannlíf
Fjölbreytt starfsemi í fjórum höfnum
Faxaflóahafnir sf. fagna því á næsta ári að eitt hundrað ár verða
liðin frá því að hafnargerð lauk í Reykjavík. Höfnin hefur allar götur
síðan verið lífæð höfuðborgarinnar en hlutverk hennar hefur víkkað
út á seinni árum. Nú reka Faxaflóahafnir fjórar hafnir og menning og
mannlíf blómstra meðfram hefðbundinni starfsemi þar.
…kynning 8 | amk… föstudagur 17. júní 2016Unnið í samstarfi við Erna Kristjánsdóttur markaðs- og gæðastjóra Faxaflóahafna.