Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 09.07.2016, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 09.07.2016, Qupperneq 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 9. júlí 2016 Myndir | Rut Straumur ferðamanna til Íslands eykst með hverjum degi. Ferðamenn virðast vera í meirihluta þeirra sem eru á vappi um miðbæ Reykjavíkur og landinn orðinn því alvanur. En hvaða fólk er þetta? Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Ferðamennirnir Hvaðan koma þeir og hvað eru þeir að gera hér? Svartur sandur stóð upp úr Gao fjölskyldan frá Beijing, Kína: „Á morgun fljúgum við til Danmerkur en við foreldrar mínir erum búin að vera hér í rúm- lega tvær vikur. Fórum hringinn frá Reykjavík. Á Akureyri, Egilsstaði, Vík í Mýrdal og svo framvegis. Mér fannst svarta ströndin við Vík í Mýrdal alveg standa upp úr. Foreldrum mínum fannst skemmtilegast að sjá Þingvelli, held ég.“ Vinna í fríinu Kwame Charles frá London, Englandi: „Ég og kærasta mín höfum verið hér í nokkra daga, erum bæði í fríi og að vinna. Í dag er vinnudagur en við eigum fyr- irtæki og getum því unnið hvar sem við viljum í heiminum. Á morgun ætlum við í Bláa lónið en annars höfum við dálítið verið að einblína á matinn hérna. Fórum til dæmis á nafnlausa pítsustaðinn í gær og það var magnað, sjaldan smakkað jafn góða pítsu.“ Miklu hreinna en í London Cameron, Archie, Charlie og Connor frá London, Englandi: „Við erum í skólaferð,“ segir Cameron.„,Við fórum í gær í Bláa lónið og síðan höfum við farið í náttúrulaugar, þær eru geggjaðar! Skoðuð- um líka eldfjöll, fossa, jökla og annað,“ segir Charlie. „Það er eigin- lega merkilegast hvað það er hreint hérna. Miklu hreinna en í London,“ bætir hann við. Hver er mikilvægasti markhópurinn þinn? 58% kvenna á höfuðborgarsvæðinu 30 til 50 ára, mikilvægasta markhópnum, lesa Fréttatímann í hverri viku. 58% FT FBL 58%

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.