Fréttatíminn - 09.07.2016, Blaðsíða 36
Eplaedik er til ýmissa hluta nyt-
samlegt, edikið hentar ekki ein-
göngu í matargerð heldur má líka
nota það á ýmsa líkamlega kvilla
og jafnvel til þess að ná blettum
úr sófasettinu.
Þó eplaedik sé súrt á bragðið
þá virkar það basískt á líkamann.
Eplaedik getur því gagnast vel
gegn bjúgsöfnun, brjóstsviða og
hinum ýmsu húðvandamálum.
Það styrkir ónæmiskerf-
ið og þarmaflóruna.
Eplaedik er bakt-
eríudrepandi og
nota má það til
hreinsunar og
koma í veg fyrir
bólur. Eins er það gott í fótabaðið,
fyrir þá sem glíma við táfýlu eða
fótasvepp, hálft glas af eplaediki
út í bala af heitu vatni. Eplaedik
hefur góð áhrif á magann og get-
ur róað magaverki og meltingar-
truflanir. Gott er að setja eina
matskeið út í glas af vatni og
drekka.
Eplaedik má líka brúka við heim-
ilisstörf til þess að fjar-
lægja bletti. Blandaðu
saman eplaediki og
vatni og nuddaðu
með tusku. Blettur-
inn ætti að hverfa
eins og dögg fyrir
sólu.
Af hverju áttu að eiga eplaedik?
1 2 3Hvernig virkar skjaldkirtillinn?Skjaldkirtillinn dælir út lykilhorm-ónum sem kallast triiodothyroni-ne (T3) og thyroxine (T4), sem að hluta eru samsett úr joði.Hjartað Skjaldkirtilshormón hafa áhrif á hjartslátt þinn og hjálpa við að stjórna blóðflæðinu með
því að slaka á vöðvum í æða-
veggjunum.
Frjósemin Skjaldkirtilshormón
hafa áhrif á tíðahringinn þinn.
Þegar hormónin eru í ójafn-
vægi getur verið að þú sért með
óreglulegar blæðingar og egglos.
Beinin Skjaldkirtilshormón
stjórna því hversu hratt gömul
bein eyðast upp. Ef þessu ferli er
raskað af hormónaójafnvægi get-
ur það leitt til beinþynningar.
Þyngdin Skjaldkirtilshormón-
in hafa áhrif á efnaskiptin, þ.e.
hversu hratt líkami þinn brenn-
ir fæðunni. Ofvirkur skjaldkirt-
ill flýtir brennslunni og van-
virkur skjaldkirtill getur valdið
þyngdaraukningu.
Heilinn Vanvirkni í skjaldkirtli
getur valdið gleymsku, einbeitn-
ingarskorti og þunglyndi. Sem
betur fer geta þessir hlutir lagast
ef fólk fær viðeigandi meðferð.
Húðin Þegar skjaldkirtillinn er
vanvirkur hætti líkaminn að
framleiða og endurnýja húð-
frumur á réttum hraða.
Húðfrumurnar safnast upp
og valda þurrki í húðinni.
Hár og neglur vaxa líka
hægar.
Skjaldkirtilsvandi miklu
algengari hjá konum
Konur eru 5–8 sinnum líklegri
til að eiga við skjaldkirtilsvanda-
mál en karlar. Af hverju það er,
er hinsvegar ráðgáta. „Okkur
grunar að ástæðan fyrir þessu
tengist estrogeni,“ segir Christ-
ian. Skjaldkirtilsfrumur taka upp
mikið af estrógeni sem þýðir að
þær eru mjög viðkvæmar fyrir
áhrifum kvenhormónsins. Önn-
ur ástæða gæti verið van- og
ofvirkni í skjaldkirtli sem má oft
tengja sjálfsofnæmissjúkdómum
og konum er hættara við að fá
svoleiðis sjúkdóma, að sögn M.
Regina Castro sem er innkirtla-
sérfræðingur.
Þekktu einkennin
Það getur verið erfitt að greina
bæði van- og ofvirkan skjaldkirtil
því einkennin eru oft óljós og eiga
við aðra sjúkdóma. Ef þú tengir
við fleiri en tvö einkenni hér fyrir
neðan ættir þú að tala við lækn-
inn þinn til að láta mæla skjald-
kirtilinn.
Vanvirkur skjaldkirtill: Þurr húð
og hár. Gleymska, harðlífi, vöðva-
krampi, þyngdaraukning, miklar
og/eða óreglulegar blæðingar,
bólgur í andliti og kulsækni.
Ofvirkur skjaldkirtill
(Hyperthyroidism) Pirringur,
aukin svitamyndun, hraður hjart-
sláttur, svefnörðugleikar, maga-
krampar, þyngdartap, minni og
fátíðari blæðingar, handskjálfti og
augun geta orðið útstæð.
Lestu meira inn
á vef www.hun.is
…heilsa 8 | amk… LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016
Konur eru 5–8
sinnum líklegri
til að eiga við skjald-
kirtilsvandamál en
karlar. Af hverju
það er, er hinsvegar
ráðgáta. „Okkur
grunar að ástæðan
fyrir þessu tengist
estrogeni.“
Christan Nasr
Innkirtlasérfræðingur
3 atriði sem þú þarft að
vita um skjaldkirtilinn
Skjaldkirtillinn er staðsettur milli raddbandanna og viðbeinanna og er á
stærð við þumalinn þinn. Hann hefur áhrif á nánast alla parta líkama þíns.
„Hann framleiðir hormón sem kemur jafnvægi á efnaskiptin sem stjórna
því hversu mörgum kaloríum þú brennir, hversu hratt eða hægt heili þinn
virkar og hvernig hjarta, lifur og önnur líffæri virka,“ segir innkirtlasér-
fræðingurinn Christian Nasr. Skjaldkirtillinn hefur því áhrif á skapið þitt,
blæðingar og meira að segja hversu reglulegar hægðir þínar eru.
ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA
ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA
ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA
ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA
ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA
ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA
ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA
ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA
ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA
ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA
ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA
Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur
örva brennslu og meltingu og eru
bjúglosandi. Sérstaklega er mælt
með vörunni til að hreinsa líkamann.
Colonic Plus
Kehonpuhdistaja
www.birkiaska.is
www.birkiaska.is
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði
vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Birkilaufstöflur
www.birkiaska.is
Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika
og verkjum í liðamótum og styrkir
heilbrigði burðarvefja líkamans.
2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt
að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur
hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.
Bodyflex
Strong
Evonia eykur hárvöxt með því að
veita hárrótinni næringu og styrk.
Evonia er hlaðin bætiefnum sem
næra hárið og gera það gróskumeira.
Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.
Evonia
www.birkiaska.is