Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 09.07.2016, Qupperneq 39

Fréttatíminn - 09.07.2016, Qupperneq 39
Kvikmyndin Lobster er með betri myndum sem ég hef séð síðustu mánuði, jafnvel árið. Hún er svolítið Wes Anderson-leg og besta indie mynd sem ég hef séð lengi. Hvað varðar þáttaseríur þá er ég með veikan blett fyrir MasterChef, svo- lítið út fyrir minn karakter. Ég er al- veg kominn í ruglið, farinn að fylgjast með ástralska MasterChef. Ætli ég sé ekki einn af fáum sem hangi inni í Walking Dead þáttunum. Nýjasta serían er sú furðulegasta hingað til en hún inniheldur bæði versta og besta þáttinn samkvæmt imdb vefnum. Ég er alveg að dýrka þetta. Mynd sem kom mér skemmtilega á óvart var Jökullinn logar. Hún er virkilega góð, ég var með gæsahúð nánast allann tímann. Það hefði verið gaman að sjá myndina fylgja strák- unum út allt Evrópumótið. Í myndinni kynntist maður strák- unum miklu betur sem venjulegum strákunum frekar en hetjum. Ég er líka ánægður með hversu aðgengi- leg hún er, ólíkt flestum íslenskum heimildarmyndum. Sófakartaflan Tómas Gauti Jóhannsson handritshöfundur KÆLDU ÞIG UPP & NIÐUR Jóker er seiðandi og ljúffengur jarðarberjapinni frá Kjörís, með salmíakfyllingu og hjúpaður sterkri lakkrísdýfu. Sætt og sterkt í fullkomnu jafnvægi. Jökullinn logar kom á óvart Sakbitin ánægja Tómas Gauti er með veikan blett fyrir MasterChef þáttunum í stjórn stjörnukokksins Gordon Ramsey. Mynd | Hari Ég er alveg kominn í rugli ð, farinn að fylgj ast með ástralska MasterChef. …sjónvarp11 | amk… LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 Ótrú eiginkona Netflix Unfaithful. Connie Sumner virðist eiga allt sem hug- urinn girnist – gullfallegt heimili, góðan mann og dásamlegan son. Það virðist þó ekki duga henni af því eitthvað togar hana í átt að dularfullum manni sem hún rekst á einn daginn þegar hún er að hóa í leigubíl. Þau hefja ástarsamband sem endar á annan hátt en Connie gat órað fyrir. Með aðalhlutverk fara Richard Gere, Diane Lane og Oliver Martinez. Spennutryllir með Morgan Freeman Netflix Along Came a Spider. Sálfræðingurinn og rann- sóknarlögreglumaðurinn Alex Cross missir félaga sinn þegar eltingaleikur við glæpamann fer úr böndunum. Cross hættir störf- um í kjölfarið og kennir sjálfum sér um atburðinn. Þegar dóttur þingmanns er rænt neyðist Cross þó til þess að snúa aftur til starfa af því ræninginn virðist eiga eitt- hvað óuppgert við Cross sjálfan. Með aðalhlutverk fara Morgan Freeman, Monica Potter og Dylan Baker. Drápsvélin Jason Bourne Sjónvarp Símans The Bourne Identity laugardagur klukkan 23.45. Æsispennandi mynd sem byggð er á skáldsögum Rubert Ludlum um njósnarann Jason Bourne. Jason Bourne þjáist af minnisleysi og reynir að komast að fortíð sinni á meðan hann er hundeltur af morðingjum. Fanta- vel leikin kvikmynd með Matt Damon í aðalhlutverki. Það sem skeður í Vegas… Netflix What Happens in Vegas. Bráðfyndin gamanmynd með Cameron Diaz og Ashton Kutcher í aðalhlutverkum. Joy og Jack eru á krossgötum í lífinu þegar þau hittast í villtri djamm- ferð í Las Vegas. Í sögulegu ölv- unarástandi láta þau pússa sig saman og vakna svo timbruð og harðgift. Rétt eftir að ákvörðun hefur verið tekin um skilnað, vinnur Jack fúlgu fjár í spila- kassa, með pening sem Joy hafði sett í kassann. Þetta flækir málin umtalsvert og við tekur stór- skemmtileg atburðarás.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.