Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 09.09.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 09.09.2016, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016 Birgir Jakobsson landlæknir segist hafa fengið rangar upp- lýsingar um fyrstu plastbark- aðgerðina og að hann telji að farið hafi verið á bak við sig. Hann var forstjóri Karol- inska-sjúkrahússins þegar aðgerðin var gerð árið 2011. Landlæknir spyr gagnrýnna spurninga um vitneskju lækna fyrsta plastbarkaþeg- ans, Andemariams Beyene, þegar haldið var upp á ársaf- mæli aðgerðarinnar á honum í Háskóla Íslands árið 2012. Hann vill láta rannsaka málið sérstaklega á Íslandi. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is „Þær upplýsingar sem ég fékk var að aðferðin væri reiðubúin til notkunar í manneskju og að þetta væri eina leiðin til að bjarga lífi sjúklingsins,“ segir Birgir Jakobsson, núverandi landlæknir og fyrrverandi forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, í viðtali við Fréttatímann aðspurður um hvaða upplýsingar honum voru veittar af yfirmönnum á Karolinska- -sjúkrahúsinu í aðdraganda fyrstu plastbarkaaðgerðarinnar í heim- inum sem gerð var á Andemariam Beyene á sjúkrahúsinu árið 2011. Beyene var ekki með ríkisborgara- rétt á Íslandi en bjó hér á landi og er yfirleitt talað um hann sem „Ís- lending“ eða „íslenska sjúklinginn" í sænskum fjölmiðlum. Tómas Guð- bjartsson brjóstholsskurðlæknir sendi Andemariam fá Landspítal- anum til meðferðar á Karolinska vegna krabbameinsæxlis í hálsi í maí árið 2011. Birgir lýsir atburða- rásinni svona: „Tómas Guðbjartsson, sem ég þekkti ekki áður, hringir í mig, sennilega vegna þess að ég er Íslendingur. Hann þekkir til Macchi- arini. Ég vísa honum á deild sem sér um útlenska sjúklinga. Sjúklingurinn fer út til Karolinska með samþykki Sjúkratrygginga Íslands og eitt tekur við af öðru.“ Svartar skýrslur Á síðustu vikum hafa verið birtar tvær gagnrýnar skýrslur um þessa plastbarkaaðgerð og tvær aðrar sem ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchi- arini gerði í Svíþjóð á árunum 2011 og 2012. Í annarri skýrslunni, um þátt og ábyrgð Karolinska-sjúkrahússins, er niðurstaðan sú að aðgerðirnar þrjár hafi verið rannsóknir á mönn- um en ekki læknismeðferðir og að enginn plastbarkaþeganna hafi verið í bráðri lífshættu. Tveir af þeim sem fengu plast- barka á Karolinska eru látnir, með- al annars Andemariam, og hefur sá þriðji, tyrkneska konan Yesim Cetir, dvalið á gjörgæsludeild síðustu ár. Greint var frá því í sænskum fjöl- miðlum daginn eftir að sú skýrsla kom út að tveir yfirmenn á Karol- inska-sjúkrahúsinu sem komu að skipulagningu aðgerðarinnar, Ulf Lockowandt og Bo Tideholm, hefðu farið í leyfi frá störfum. Seinni skýrslan snýst um þátt Karolinska-háskólans í málinu en það var háskólinn sem réði Macchi- arini til starfa árið 2010 að beiðni rektors hans, Harriets Wallbergs, og var hann í kjölfarið ráðinn í starf yf- irlæknis á sjúkrahúsinu. Sama dag og skýrslan kom út var Wallberg rekinn úr starfi sínu sem yfirmaður háskóla- mála í Svíþjóð og allri stjórn Karol- inska-háskólans var skipt út. Í skýr- slunni kom fram að nær allar reglur hefðu verið brotnar þegar Macchiar- ini var ráðinn til skólans árið 2010 og svo endurráðinn árið 2013. Telur hafa verið farið á bak við sig Upplýsingarnar sem Birgir fékk áður en hann samþykkti að skrifa undir samning við Sjúkratryggingar Ís- lands um kostun Karolinska á að- gerðinni á Andemariam voru því ekki réttar þar sem ekki var búið að prófa aðgerðina vísindalega, meðal annars á dýrum, og hann var ekki í bráðri lífshættu. „Ef ný aðferð er talin reiðubúin til notkunar í mann- eskju gengur maður út frá því að hún sé prófuð í dýrum. Sú spurning kom aldrei á mitt borð enda ekki venja að sjúkrahússtjórinn þurfi að leggja fyr- ir sig slíkar spurningar.“ Hann seg- ir því ekki rétt að hann hafi vitað af því að aðgerðin hefði ekki „læknis- fræðilega stoð“, líkt og það var orðað í Fréttatímanum í síðustu viku, held- ur hafi hann ekki vitað betur en að svo væri á þeim tíma. „Ég vissi ekki að aðgerðin hefði ekki læknisfræði- lega stoð enda var hún ákveðin af helstu sérfræðingum Karolinska á þessu sviði.“ Birgir þurfti að undirrita samn- inginn þar sem íslenska stofnunin vildi ekki greiða fyrir tilraunaað- gerð á sjúklingi, aðgerð sem ekki var búið að sannreyna læknisfræðilega til fulls og sem verið var að prófa í fyrsta skipti. Þess vegna þurfti Karol- inska að gera það. „Undirskrift mín í því sambandi var hrein stjórnsýslu- leg aðgerð,“ segir Birgir en hann lítur svo á að farið hafi verið á bak við sig í málinu. Fyrir utan samninginn tengist Birgir Macchiarini málinu með tvenns konar hætti því hann skrifaði undir ráðningu Macchiarinis sem yfirlæknis á spítal- anum árið 2010 auk þess sem hann neitaði að endurráða hann árið 2013. Hann segir að þegar hann líti til baka þá myndi hann vilja aft- urkalla þær gjörðir sínar að skrifa und- ir samninginn við Macchiarini og eins samninginn um kostun fyrstu aðgerðarinnar, þó hann telji sig hafi tekið réttar ákvarðanir miðað við þær upplýsingar sem hann fékk: „Það þýðir ekki að ég hefði ekki gjarnan viljað afturkalla fyrstu tvær ákvarðanir mínar ef það gæti breytt einhverju.“ Af hverju stoppaði hann ekki fleiri? Fréttatíminn spurði einnig þeirrar spurningar um ábyrgð Birgis í mál- inu í síðustu viku af hverju hann hefði ekki komið í veg fyrir að fleiri plastbarkaaðgerðir væru gerðar. Hann bendir á að læknar Andem- ariams, meðal annars Tómas Guð- bjartsson, hafi miðlað upplýsingum um ástand Andemariams: „Spurn- ingin um næstu tvær aðgerðir er einnig óraunhæf, ég vissi fyrst um þær aðgerðir eftir á, en þær voru gerðar tiltölulega f ljótlega eftir fyrstu aðgerðina og á meðan gefið var í skyn af læknum Andemariam Beyene að allt gengi vel. Má í því sambandi benda á að hér á landi var haldið málþing á hátíðarsal HÍ til þess að halda upp á að eitt ár var frá aðgerð. Hvað vissu læknar Andemariams þá um árangur af að- gerðinni?“ Sjálfur vanhæfur en vill rannsókn Birgir segir aðspurður að hann telji að rannsaka þurfi íslenska hlið plastbarkamálsins en undirstrikar jafnframt að hann geti ekki komið slíkri rannsókn vegna tengsla sinna við málið. „Já, ég tel að það sé rétt. Sjálfur er ég augljóslega vanhæfur í því sambandi.“ Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákveður bráðlega hvort rannsaka eigi plast- barkamálið á Íslandi eða ekki. Land- læknisembættið mun verða ráðgef- andi þegar nefndin tekur ákvörðun um rannsókn málsins, samkvæmt því sem Ögmundur Jónasson, for- maður þingnefndarinnar, sagði við Fréttatímann í síðustu viku. Tómas Guðbjartsson hefur ekki viljað veita Fréttatíman- um viðtal um málið. Embætti Landlæknis, sem Birgir Jakobsson stýrir, er ráðgefandi gagnvart stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd þegar hún ákveður hvort rannsaka eigi plast- barkamálið á Íslandi. Landlæknir spyr gagnrýnna spurninga um aðkomu lækna og Háskóla Íslands að fyrstu plastbarkaagerðinni. Myndir | Hari Landlæknir: Hvað vissu læknarnir þegar plastbarkaaðgerð var hampað? Birgir Jakobsson segir að hann telji að gera þurfi innlenda rannsókn á plast- barkamálinu á Ís- landi. Læknadeild Háskóla Íslands hefur fært rök gegn slíkri inn- lendri rannsókn þar sem sænsku rannsóknirnar á málinu nægi. Stöðvum ránið Auðlindir í þjóðareigu! í 1.-2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar, suðvesturkjördæmi margrettryggva.is Margréti Tryggva
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.