Fréttatíminn - 09.09.2016, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016
sveit, þar sem þau hafa hestana
sína á beit. Kalastaðakot stendur
í svipaðri fjarlægt frá álverinu og
jörð Ragnheiðar, en austanmegin.
Karl Ingi segir þau systkinin vera
sátt við iðnaðinn á Grundartanga,
aldrei hafi hlotist neitt ónæði af
starfseminni og samstarf við Lands-
virkjun hafi verið gott þegar staur-
ar og háspennulínur voru lagðar
yfir landið þeirra. Þau fjölskyldan
hafi haft hross á beit í yfir tuttugu
ár á landinu og ekkert hrossanna
hafi nokkurntíma veikst. Það kom
honum mjög á óvart að Ragnheið-
ur hefði misst sautján hross, hann
hafði heyrt af málinu en vissi ekki
hversu mörg hross hún hafði misst.
„Jörðin mín er fyrir utan skil-
greint þynningararsvæði flúors og
við erum búin að lifa með þessum
mannvirkjum á landinu okkar og
það truflar okkur ekki. Persónu-
lega finnst mér nábýli sumarhúsa-
byggða, ferðamennsku og stóriðju
alveg geta farið saman. Það vilja
allir hafa rafmagn en fáir vilja hafa
strenginn sem flytur það. Það er
ákveðin þversögn fólgin í því,“ seg-
ir Karl Ingi.
Aðspurður um það af hverju
hrossin austan megin við álverið
veikist ekki segir Sigurður Sigurðs-
son, dýralæknir og annar höfund-
ur skýrslu atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytisins, það vera vegna
ríkjandi vindátta. „Líkan fyrir vind-
áttirnar, svokölluð vindrós, sýnir að
það stendur vindstrengur frá Álver-
inu yfir á Kúludalsá. Sérfræðingur
á vegum Matvælastofnunar heldur
því enn fram að veikindin í hross-
unum séu til komin vegna offitu
og hreyfingaleysis en hvorugt á
við á þessum bæ. Langvarandi flú-
ormengun leiðir til efnaskiparösk-
unar hjá hrossum svo þetta er mjög
skýrt í mínum huga. Ég skil ekki
þessi viðbrögð Matvælastofnunar.
Því miður er ósköp lítið vitað um
áhrif flúors á hross svo allar niður-
stöður sem eru jafn afgerandi og
þessar hljóta að vekja furðu og um-
hugsun og kalla á frekari rannsókn-
ir.“
Berjast gegn meiri mengun
Ragnheiður hefur verið virkur þátt-
takandi í Umverfisvaktinni við Hval-
fjörð síðan félagið var stofnað. „Við
höfum sett fram einfaldar óskir á
borð við að fá settan upp mæli sem
sýnir í rauntíma hver loftgæðin í
firðinum eru, líkt og er gert í Reykja-
vík, en það er ekki hlustað á okkur.
Við höfum líka barist fyrir því að
það verði mældur flúor í andrúms-
loftinu yfir vetrartímann, en ekki
bara yfir sumartímann, en það hef-
ur heldur ekki fengist eftir öll þessi
ár, líklega vegna þess að það fer jafn-
vel meiri flúor út í andrúmsloftið á
veturna og í köldu lofti getur flúor
verið lengi að færast frá upphafs-
stað,“ segir Ragnheiður.
Umhverfisvaktin er ekki sátt
við frekari stórðiðju í Hvalfirði og
stefndi hún ásamt Kjósahreppi og
fimmtíu íbúum í firðinum íslenska
ríkinu, Skipulagsstofnun og Silicor
Materials í vor fyrir að samþykkja
fyrirhugaða sólarkísilverksmiðju á
Grundartanga án umhverfismats.
Ragnheiður telur það skammar-
legt hvernig Reykjavíkurborg hef-
ur, gegnum eignaraðild að Faxa-
flóahöfnum, gert Hvalfjörðinn að
aðstöðu fyrir mengandi iðnað. „Það
eru peningaöflin sem ráða ferðinni.
Sameignarfélagið Faxaflóahafnir
vinnur ötullega að því að eyðileggja
Hvalfjörð með því að fylla það litla
land sem félagið á af mengandi
iðnaði. Og það er ekkert verið að spá
í íbúana hér. Borgarbúar fá að sjá
glæsta mynd af Grundartangasvæð-
inu þar sem verksmiðjurnar ber við
græna jörð og bláan himinn en gráu
og gulu mengunarskýin sem við
þurfum að lifa með eru ekki sýnd.“
„Persónulega finnst mér nábýli sumarhúsabyggða,
ferðamennsku og stóriðju alveg geta farið saman.“
Karl Ingi Sveinsson, nágranni álversins.
Helstu niðurstöður Jakobs
Kristinssonar, doktors í eiturefna-
fræði við Háskóla Íslands, og Sig-
urðar Sigurðarsonar dýralæknis:
-A.m.k 50% hrossa á Kúludalsá
eiga við veikindi að stríða vegna
efnaskiptaröskunar, sem líkist mjög
sjúkdómsheilkenninu EMS.
-Eftir að hafa fylgst með fóðrun
hrossa á Kúludalsá, hagagöngu,
holdafari og einkennum sjúkdóms-
ins telja skýrsluhöfundar nánast
útilokað að rekja megi veikindi
þeirra til offóðrunar eða rangrar
meðferðar, en það eru taldir helstu
áhættuþættir EMS.
-Þegar tekið er mið af styrk flúoríðs
í beinum hrossa, sem felld hafa ver-
ið, er enginn vafi á að flúormengun
á bænum er umtalsverð. Er styrkur
hans í beinum um fjórfalt hærri en
á svæðum þar sem ekki gætir flú-
ormengunar af völdum eldvirkni
eða iðjuvera.
„Afi og amma bjuggu hér á undan
mömmu og pabba og hér hafa alltaf
verið haldin hross. Foreldrar mínir
þurftu sem betur fer ekki að verða
vitni að basli undanfarinna ára.
SJÓNMÆLINGAR
ERU OKKAR FAG
Tímapantanir:
Optical Studio í Leifsstöð, 4250500
Optical Studio í Smáralind, 5288500
Optical Studio í Keflavík, 4213811
Velkomin í
verslun okkar
á fríhafnar-
svæðinu
í Leifsstöð
Á LEIÐ TIL ÚTLANDA