Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 09.09.2016, Side 50

Fréttatíminn - 09.09.2016, Side 50
Hugsar vel um húðina Það er af sem áður var og nú hugsar Rósa Soffía vel um húðina á sér. Hún passar til að mynda að þrífa alltaf af sér farðann á kvöldin. Endurnýjaði allt snyrtidótið í fyrra Áhugi Rósu Soffíu á snyrtivörum kviknaði fyrir ári þegar dóttir hennar fór að prófa sig áfram. Nú deila þær áhugamálinu og fylgjast saman með förðunar„snöppurum“. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Rósa Soffía Haralds-dóttir, einkaþjálfari og viðskiptafræðingur, byrjaði ekki að spá í snyrti- og förðunarvör- ur að ráði fyrr en á síðasta ári. Hún hefur algjörlega endurnýjað safnið á þessu ári og tekið ástfóstri við nokkrar vörur sem henni þykja al- gjörlega ómissandi. „Mér finnst eiginlega ótrúlegt þegar ég hugsa til þess, en það er ekki nema um rúmlega ár síð- an ég fékk áhuga fyrir snyrti- og förðunarvörum. Þar á undan átti ég bara eitthvert drasl sem var allt orðið eldgamalt og örugglega löngu útrunnið. Ég bara spáði ekk- ert í þetta, málaði mig bara ein- hvernveginn og hugsaði ekkert um húðina á mér. En svo í fyrrasumar byrjaði dóttir mín að hafa áhuga á þessu og við fórum að skoða þetta saman. Við byrjuðum að fylgjast með nokkrum förðunar„snöppur- um“ og fórum á kvöldnámskeið hjá Hárvörur.is. Það er rosalega gam- an að geta átt svona sameiginlegt áhugamál með börnunum sínum. Svo fórum við til New York í lok sumarsins í fyrra og þá ákvað ég að henda gjörsamlega öllu snyrti- dótinu sem ég átti og kaupa mér allt nýtt,“ segir Rósa sem í dag reynir að hugsa vel um húðina. Til dæmis með því að þrífa af sér farðann fyr- ir svefninn, sem hún gerði nánast aldrei hér áður fyrr. „Þegar maður er orðinn 35 ára og húðin byrjuð að eldast, þá verður maður að reyna að hugsa vel um hana.“ Það er svo misjafnt eftir dögum hvað Rósa farðar sig mikið. „Stund- um set ég bara á mig augabrúnir og maskara, á meðan aðra daga set ég á mig fullt andlit og varalit. Það fer bara algjörlega eftir hvernig stuði ég er. En þar sem ég er svo óhepp- in að vera nánast ekki með nein- ar augabrúnir þá fer ég ekki út úr húsi nema lita í augabrúnirnar, al- veg sama hvað. Þannig að það gefur augaleið að uppáhaldssnyrtivaran mín er augabrúnavara.“ Þeir sem hafa áhuga geta fylgst með Rósu á Snapchat: rosasoffia. Svo nota ég Anastasia Beverly Hills contour kit pallettuna mjög mikið til að skyggja, lýsa, „hig- hlighta“ andlitið og jafnvel líka í augn- skyggingu. Ég nota Anastasia Beverly Hills dip brow pomade á hverj- um einasta degi og stundum oft á dag. Ég á bæði litina chocola- te og ebony og það fer bara eftir hvernig förðun ég er með hversu dökkar ég vill hafa brúnirnar. Önnur vara í miklu uppá- haldi hjá mér er Nars sheer glow, en það er mjög fal- legur ljómandi farði, án efa besti farði sem ég hef átt. En ég er samt mjög nísk á að nota hann því hann er alls ekki ódýr. Eucerin Aqua porin active eye care er augnkrem með köldum stút sem maður ber undir augun og það virkar strax. Algjör snilld ef maður er með bauga eða vaknar þrútinn um augun. Ég nota líka mjög mikið E-vítamín hydrating face mist frá The Body shop. Þessu spreyja ég í andlitið á mér oft á dag, bæði til að setja farðann svo hann haldist vel á yfir daginn og líka bara þegar ég vil hressa mig aðeins við. Það er mikilvægt að þrífa förðunar- burstana sína reglulega til að koma í veg fyrir að bakteríur berist í and- litið og valdi jafnvel sýkingu. Séu burstarnir notaðir á hverjum degi ætti að þrífa þá að minnsta kosti á tveggja vikna fresti. En gott er að hafa í huga að þó burstar séu ekki notaðir daglega þá sest ryk í þá sem þarf reglulega að þrífa úr. Til þess að þrífa burstana er best að nota sápu sem sérstaklega er ætluð förðunarburstum, en það er líka hægt að nota lyktarlausa sápu, ungbarnasápu eða uppþvottalög. Best er að byrja á því að láta vatn renna á hárin á burstanum og nudda létt í lófanum. Gættu þess samt að bleyta ekki samskeytin þar sem hárin eru límd á skaftið, vatnið getur nefnilega leyst upp límið. Settu svo smá sápu í lófann og nuddaðu burstanum upp úr henni. Skolaðu burstann og kreistu mesta vatnið úr honum. Leggðu hann á handklæði til þerris. Hreinlæti Bakteríur geta borist úr burstanum í andlitið sé hann ekki þrifinn reglulega. Þrífðu burstana á tveggja vikna fresti Mikilvægt er að gefa sér tíma til að þrífa förðunarburstana sína reglulega. …tíska 6 | amk… FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016 GÓÐAR ÚLPUR FYRIR VETURINN PÓSTSENDUM FRÍTT HVERT Á LAND SEM ER ÚRVAL Í STÆRÐUM 14-28 EÐA 42-56 SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Í NETVERSLUN CURVY.IS EÐA KOMDU Í VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFENI 9 OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 11-18 OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 11-16 ÚLPA 14.990 KR Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is 280cm 98cm 20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní Túnika kr. 3000 Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksi s komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega 20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní Túnika kr. 3000 Bláu húsin Fax feni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vöru dagleg Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11- 6 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum pp nýjar vörur daglega KJÓLAR KR 2.990 ÚLPA KR 14.900 Hermanna- jakki þunnur KR 5.900 Rok og rigning full búð að úlpum

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.