Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 09.09.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 09.09.2016, Blaðsíða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016 GOTT UM HELGINA Kanadískur kántrísöngur Það er ekki á hverjum degi sem alvöru kántrítónlist heyrist leikin í Reykjavík, en nú geta kántríboltar bæjarins tekið gleði sína á ný og stigið fram í birtuna, því að Jack Marks er mættur í bæinn. Söngvaskáldið Marks er fæddur í Tórontó og hefur verið að senda frá sér plötur frá árinu 2009, sem nú eru orðnar fjórar talsins. Tóninn í lögunum er oft dálítið klassískur og tímalaus, ljúfsárar ballöður eins lög gera ráð fyrir, en síðan er slegið í klárinn og tónlistinni hleypt á skeið. Heidatrubador hitar upp lýðinn áður enn Marks mætir á svið. Hvar? Dillon við Laugarveg í kvöld og í næsta húsi, á Boston, á sunnudag 10. september. Hvenær? Tónleikarnir hefjast kl.21 bæði kvöldin. Garn, garn, garn Í heimildarmyndinni YARN/ GARN fylgjumst við með nokkrum listamönnum og prjónurum frá Póllandi, Japan, Svíþjóð og Íslandi sem prjóna og hekla til að búa til ögrandi nútímalist, pólitískar yfirlýsingar, sirkusverk og jafnvel framúrstefnulega leikvelli. Þetta litríka og alþjóðlega ferðalag byrjar á Íslandi og varpar með- al annars ljósi á það hvernig garn tengir okkur öll á einn eða annan hátt. Leikstjórar myndarinnar eru Una Lorenzen, Heather Millard og Þórður Bragi Jónsson. Hún hefur verið sýnd víða um heim, meðal annars víða í Bandaríkjunum og á kvikmyndahátíðum í Gautaborg á Patreksfirði. Gestir eru hvattir til að mæta með garn og prjóna eða hekla flík að eigin vali til styrktar Kvenna- athvarfinu og Konukoti. Hvar? Bíó Paradís Hvenær? 9. september og fram í næstu viku. Hvað kostar? 1800 kr. eða klipp á klippikorti. Samsýning í Port Við Laugaveg 23b er Verkefna- rýmið Port til húsa og hefur verið síðan í vor. Þar opna nokkrir lista- menn samsýningu í kvöld, en það eru Þórsteinn Sigurðsson, Sniper (HNP), Kjartan Hreinsson & Alex- ander Hugo. Dans og veigar verða í boði á opnuninni. Hvar? Port, Laugavegi 23b Hvenær? Í kvöld kl. 21.00 Katie og harpan Hörpuleikarinn Katie Buckley flyt- ur verk efir John Cage, Lou Harri- son, Ryan Ross Smith, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Caleb Burhans og Jesper Pedersen. Harpan er merkilegt hljóðfæri þegar kemur að því að flytja samtímatónlist. Á efnisskránni er meðal annars gull- fallegt verk eftir John Cage sem heitir In Landscape og tónskáldið samdi árið 1948. Verkið er líka hægt að flytja á píanó og marimbu, en hér er það harpan sem fær að njóta sín. Hvenær? Í kvöld klukkan 21 Hvar? Í Mengi við Óðinsgötu. Hvað kostar?: 2000 kr. Svartrokk í Reykjavík Bandaríska Black Metal sveitin Mutilation Rites telur í rokkið sitt í kvöld. Hún er að hefja ferðalag um Evrópu og byrjar á að koma til Ís- lands. Sveitin kemur frá New York og meðlimirnir fjórir hafa verið saman síðan 2009. Upphitunar- böndin eru íslensk og þrjú talsins: Naðra, Grafir og Beinbrot. Hvenær? Í kvöld. Dyr opnaðar klukkan 21. Hvar? Gaukurinn. Hvað kostar? 1500 kr. Rússneski björninn Opinber samskipti Rússlands og Norðurlandanna verða rædd fram yfir hádegi í dag í Norræna húsinu. Erlendir og innlendir sérfræðingar fjalla um það hvernig samskipti landanna hafa verið í gegnum tíð- ina og hvernig þau eru að þróast. Til máls taka meðal annars rúss- neskur fréttastjóri, íslenskur sagn- fræðingur, norskur sendiherra og sérfræðingur um málefni Evrópu- sambandsins og Rússlands. Dag- skráin fer fram á ensku Mæting þarna gæti verið fínn undirbúningur fyrir Rússneska kvikmyndadaga sem hefjast í Bíó Paradís 15. september. Hvar? Norræna húsið Hvenær? Frá kl. 9 til 12:20 Hvað kostar? Ekki neitt - allir vel- komnir. Dansað í Jógasetrinu Í Jógasetrinu stendur til að koma á skemmtilegu og upphefjandi dans- flæði. Þátttakendur koma saman, virkja gleðina og finna orkuna flæða um kroppinn í gegnum dansinn. Þegar dansinum líkur er endað á heilandi nidra slökun, sem er einhvers staðar á landamærum svefns og vöku. Allir velkomnir! Hvar? Jógasetrinu Skipholti 50c Hvenær? Hvað kostar? 1000 kall í krukku. TVÆR SÝNINGAR ÍSLENSKA DANSFLOKKSINS Á AÐEINS 6.900 KR. NETVERÐ 6.500 KR. TIL 10. SEPTEMBER SPARAÐU ALLT AÐ 45% AF ALMENNU MIÐAVERÐI KORTASALA WWW.ID.IS 568 8000 Da d A Da NS Margskipt gler: 49.900 kr. Fullt verð: 94.900 kr SÍMI 5 700 900 KRINGLUNNI 2. HÆÐ HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SELESTE umgjörð á: 1 kr.við kaup á glerjum ÖLL GLERIN KOMA MEÐ RISPU-, GLAMPA- OG MÓÐUVÖRN OG ÞYNNTU PLASTI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.