Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 09.09.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 09.09.2016, Blaðsíða 40
40 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016 Herir eru gagnslaus-ir nema þeir komi sér upp óvinum. Í Frakk-landi hafa hermálayfir-völd komið sér upp nýj- um óvinum. Þeir eru litlir, skrítnir og litríkir og finnast í stafrænum hliðarheimi Pókemon Go leiksins sem gert hefur allt vitlaust í sumar. Í franska varnarmálaráðuneytinu hafa menn haft þungar áhyggjur síðustu daga, nógu miklar áhyggj- ur til að skrifa minnisblöð um nýja aðsteðjandi hættu. Upplýsingaör- yggi er tekið alvarlega í ráðuneytinu og áhyggjurnar kviknuðu vegna leiksins Pókemon Go sem nánast er kominn í annan hvern snjall- síma og hefur sigrað heiminn svo um munar. Þegar mest var í sum- ar sýndu mælingar að daglegir not- endur leiksins væru 45 miljónir. Samkvæmt ákvörðun ráðuneyt- isins hefur franski herinn, sem er sjötti öflugasti her heimsins, bann- að leikinn í og við allar herstöðv- ar og svæði hermálayfirvalda. Það þýðir því ekkert að ætla þangað á veiðar og gæti beinlínis verið hættulegt, enda hermenn ekkert grín. Bannið í Frakklandi snýr að her- mönnunum sjálfum og starfsfólki hersins og auðvitað þeim sem heim- sækja starfsstöðvarnar. Ekkert grín Fréttastofan Bloomberg hefur eft- ir talsmanni innanríkisráðuneytis- ins að varnir landsins séu enginn leikur, en áhyggjurnar snúa helst að því að starfsfólk dreifi viðkvæm- um upplýsingum, myndum af tækj- um og mannvirkjum og staðará- kvörðunum, óafvitandi með hjálp leiksins. Pókemon Go leikurinn hef- ur einmitt verið gagnrýndur fyrir að safna ótæpilegum upplýsingum um ferðir þeirra sem spila leikinn og verja þær illa gagnvart umheim- inum. Tekið er fram að ekki hafi komið upp alvarleg pókemon-tengd atvik á svæðum hersins en þar á bæ er bæði brýnt fyrir starfsfólki að það láti leikinn vera og sé einnig á varð- bergi gagnvart metnaðarfullum pókemon-söfnurum sem láta ekk- ert stoppa sig, hvorki háar girðingar né öryggisbúnað. Áhyggjur víðar Málið er litið alvarlegum augum og hafa samstarfsaðilar hersins, birgj- ar og framleiðendur vígtólanna sem herinn notar, einnig brugðist við og bannað leikinn, til dæmis Airbus flugvélaverksmiðjurnar. Víðar í Frakklandi hafa menn áhyggjur af litlu japönsku skrímsl- unum. Lögreglan hefur sett upp tilkynningar á stafrænum skiltum við þjóðvegi um að ökumenn láti leikinn algjörlega vera og skólayf- irvöld stefna að því að tæplega 64 þúsund skólar landsins verði lýstir pókemon-laus svæði. | gt Franski herinn berst gegn pókemonum Patrouille de France, viðhafnarflugsveit franska flughersins, á flugi yfir Sigurbog- anum í París. Sveitin hefur ekki enn verið notuð til árása á pókemona, hvað sem síðar verður. Þegar mest var í sumar sýndu mælingar að daglegir notendur leiks- ins væru 45 miljónir. Tónlistarmaðurinn Gylfi Blöndal er með vinsæla instagram reikn- inginn Iceland car culture. Þar safnar hann myndum af bílum allstaðar að af landinu. Það eru 24 þúsund áhorfendur sem fylgjast með bíladellunni hans Gylfa. „Þetta byrjaði sem minn eigin persónulegi reikningur, sem var þá opinn. Var fyrst að taka svona venjulegar instagram myndir, eins og fólk gerir, þar á meðal bíl- um sem ég hef alltaf haft mikinn áhuga á. Ég fór að taka eftir því að fólki líkaði best við bílamyndirnar, þá ákvað ég að þróa þetta áfram.’“ Dældi bensíni sem krakki „Þetta byrjaði í rauninni þegar ég var krakki. Ég er fæddur á Seyðis- firði, sem er mikill ferjubær. Þar vann ég oft á sumrin við að dæla bensíni á bíla sem krakki. Þar var mikið af Íslendingum af fara með húsbílana sína úr landi og útlendingar að koma inn í landið með ferðabílana sína. Upphaflega ætlaði ég að verða bifvélavirki en leiddist óvart út í músík,“ segir Gylfi um uppruna áhugamálsins. Stundum erfitt að finna gæsina Það getur verið erfitt að finna hinn fullkomna stað með hinum full- komna bíl en Gylfi lætur ekkert stoppa sig: „Stundum þarf maður að leita, það eru viss svæði sem er hægt að finna þá á. Það sem ég hef sérstakan áhuga á eru gamlir íslenskir ferðabílar sem er kannski búið að breyta margoft í gengum tíðina með íslenskri „hillbilly“ smíðavinnu. Þeir bílar leynast oft inni í iðnaðarhverfum og ákveðn- um pörtum bæjarins. Veiðimaður á stundum erfitt með að útskýra hvar hann finnur gæsina eða hvernig hann fer að því, það er svolítið svipað með þetta, maður eltir bara eðlisávísunina.“ | hdó Veiðir myndir af bílum í frítímanum sínum Ég fór að taka eftir því að fólki líkaði best við bíla myndirnar, segir Gylfi Blöndal. Leikföng Guttormur Þorfinnsson ætlar að opna Legó-sýningu í Hafnarfirði þar sem ungir sem aldnir geta komið og kubbað sér til dægrastyttingar. „Ellefta boðorðið er að maður á að vera skemmtilegur,“ segir smiður- inn og „legókallinn“ Guttormur Þorfinnsson, en hann langar til þess að opna Legó-sýningu í Hafnarfirði í vetur. Um er að ræða nokkurskon- ar Lególand þar sem börnum og fullorðnum býðst að koma og skoða eða leika sér með legókubba. Málið var rætt á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær, en þar var samþykkt að hann fengi aðstöðu í verslunarmiðstöðinni Firði. Sjálfur telur hann þó að Dvergur í Hafnar- firði henti betur undir starfsem- ina, en hann langar til þess að vera með sýninguna í gangi í allan vetur. Meðal annars með það að mark- miði að bjóða leikskólum bæjarins að koma í heimsókn. „Ég fékk áhugann fyrir um 24 árum þegar ég eignaðist strákinn minn,“ svarar Guttormur spurð- ur hvaðan áhuginn á kubbunum sé kominn. Hann segir að sonur sinn hafi þó fengið nóg um tólf ára aldur, en sjáfur hafi hann haldið áfram að kubba. „Maður á svo sem allt, hversvegna ekki fá bara Legó í jólajöf,“ segir hann og hlær. Guttormur hefur þegar haldið nokkrar sýningar, meðal annars í Smáralindinni í Kópavogi. „Þeir voru mjög góðir við okkur og studdu vel við verkefnið,“ segir Guttormur. Spurður hvað heilli mest á sýn- ingunni segir hann forláta le- gólest alltaf vekja mesta forvitni hjá krökkunum. Og það er ljóst að sýningarn- ar hafa slegið í gegn. „Það mættu ellefu þúsund manns á sýninguna í Ráðhúsinu sem var í gangi árið 2012,“ segir Guttormur. Hann legg- ur mikla áherslu á að vera með sýninguna yfir vetrartímann. „Legó eru vetrarleikföng, svo fara krakk- arnir út í sumarið í maí,“ segir hann. | vg Guttormur Þorfinnsson fékk áhuga á legókubbum fyrir 24 árum. Sá áhugi hefur ekki minnkað með árunum. Mynd | Hari Vill opna Lególand í Hafnarfirði HENSON LAGERSALA Aðeins í 6 da ga fim. 8. sept. kl .11-18, fös. 9. sept. kl.11-18 , lau. 10. sept. kl.11-18, sun. 11. sept. kl.11-18, mán. 12. sept. kl.11 -18, þri. 13. se pt. kl.11-18 Staðsetning : Brautarho lt 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.