Fréttatíminn - 09.09.2016, Blaðsíða 46
„Hún sagði fyrst nei“
Michael Douglas sagði frá því nýlega í viðtali
að Catherine Zeta-Jones hafi fyrst neitað
honum þegar hann bað hennar. Þau kynnt-
ust í Frakklandi árið 1999 og giftu sig í nóv-
ember árið 2000 og eru því búin að vera gift
í tæp 16 ár.
Michael bað Catherine í Aspen á gamlárs-
kvöld árið 1999. „Ég bað hennar á þessu kvöldi
svo ég myndi ekki gleyma þessu. Við vorum bæði
sárlasin með flensu og ég bað hennar um leið og klukk-
an sló miðnætti. Hún sagði nei,“ sagði Michael og hló. Michael greindist
með krabbamein í hálsi árið 2010 og þá tók við lyfja- og geislameðferð.
„Ég hélt ég myndi aldrei fara að vinna aftur,“ sagði Michael en hann hef-
ur verið laus við krabbameinið í fimm ár um þessar mundir.
Segir Bill Cosby vera hið raunverulega
fórnarlamb
Verjendur Bill Cosby undirbúa það þessa dagana að
verja leikarann fyrir rétti. Hann er ákærður fyrir
kynferðislega misnotkun og nauðganir en hann
hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Verjendur
hans ætla að bera því við að Bill sé hið raun-
verulega fórnarlamb í þessu máli og ætla sér
að sýna fram á að hann hafi orðið fyrir miklum
kynþáttafordómum og ósanngirni í öllu þessu
ferli. Lögmaður hans sagði: „Það er kominn tími
til að varpa ljósi á það hvernig er búið að koma
fram við Bill.“
Tæplega 60 konur hafa komið fram og sagt að Bill
hafi gefið þeim ólyfjan og síðan misnotað þær kynferðislega eða jafnvel
nauðgað þeim.
Aflýsir tónleikum vegna mikils kvíða
Zayn Malik, fyrrum meðlimur hljómsveitar-
innar One Direction, hefur aflýst tónleikum
sem hann ætlaði að halda, í Dúbaí, þann 7.
október næstkomandi. Hann sendi frá sér
fréttatilkynningu þar sem sagði: „Ég hef
unnið að því síðustu mánuði að vinna bug
á miklum kvíða sem ég þjáist af fyrir svona
stóra tónleika. Ég hef náð dágóðum bata
en ég hef ekki náð mér nógu vel til að koma
fram á tónleikunum í Dúbaí í október. Mér er
sagt að allir miðar verða endurgreiddir. Mér þyk-
ir mjög leitt að bregðast ykkur og vonast til að sjá
ykkur öll mjög fljótlega. Ég vil líka þakka öllum aðdáendum mínum um
allan heim fyrir stuðninginn. Með ást og virðingu alla tíð, Zayn.“
Búið spil Tom Hiddleston og
Taylor Swift eru hætt saman.
Tom segist hafa hætt með Taylor
Stjörnuparið Tom Hiddleston og Taylor Swift skilið að skiptum.
Stjörnuparið Taylor Swift og Tom
Hiddleston er skilið að skiptum eft-
ir nokkurra mánaða samband. Á
ýmsu hefur gengið í stuttu samlífi
þeirra og fjölmiðlar fylgdust grannt
með hverju skrefi.
Nú velta erlendir miðlar því fyrir
sér hver ástæða „skilnaðarins“ sé og
hver hafi hætt með hverjum. Fyrstu
fréttir bentu til þess að Taylor hafi
fengið nóg, enda hafi hún ekki
nennt þessu „stjörnupars“-veseni.
„Tom er frábær náungi en það var
ekkert pláss fyrir hann í hennar
lífi. Á endanum varð þetta alltof
opinbert,“ sagði heimildarmaður
The Sun. „Tom elskar sviðsljósið og
Taylor fékk nóg af því.“
En þessu hefur nú verið svarað
með herferð úr herbúðum Toms,
sem einmitt fer á kostum um þessar
mundir í sjónvarpsþáttunum Næt-
urvörðurinn á RÚV á mánudags-
kvöldum. „Þessar fréttir eru kol-
rangar og komu vinum Toms í opna
skjöldu. Hann fékk nóg af Taylor,
því var ekki öfugt farið. Þau uxu
hvort frá öðru og það hafði ekkert
að gera með sviðsljósið. Það hafði
meira með það að gera að Tom á
erfitt með að skuldbinda sig og er
fljótur að fá leið á samböndum,“
sagði kunningi Toms.
…fólk 2 | amk… FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
„Mér finnst voða gaman að heyra
hvað Íslendingar hafa tekið vel í
þættina. Það er mjög gaman að
hafa stuðning af heilli þjóð,“ segir
leikkonan Heiða Sigurðardóttir,
eða Heida Reed, eins og hún kallar
sig erlendis. En á sunnudag hefst
á RÚV ný þáttaröð af bresku bún-
ingadramaþáttunum Poldark þar
sem hún fer með eitt aðahlutverk-
anna. Fyrsta þáttaröðin lagðist
vel í landann og því má ætla að
margir bíði spenntir að sjá hvað
drífur á daga persónanna í næstu
þáttaröð. Og til að gleðja aðdáend-
ur enn frekar þá má segja frá því
að tökur á þriðju þáttaröðinni eru
hafnar.
Þykir vænt um karakterinn
Heiða segir gaman að vera komin
af stað í tökur aftur, þó hléið á
milli annarar og þriðju seríu hafi
ekki verið langt. Hún er nú búin
að móta sína persónu nokkuð vel
og vinnan verður því eitthvað
einfaldari. „Ég vann mest í henni
til að byrja með þannig nú þarf
ég bara að stilla mig inn á henn-
ar sjónarmið. Það sem er svo
skemmtilegt við sjónvarp er að
maður fær að vera svo lengi með
karakternum sínum. Og karakt-
erarnir fara oft í miklu lengra
ferðalag en í bíómynd. Það vegur
þungt í því af hverju það er svona
gaman að leika í sjónvarps þáttum
sem halda áfram,“ segir Heiða
sem viðurkennir að sér sé farið að
þykja vænt um persónuna sína.
Enda telur hún það nauðsynlegt til
að túlkunin verði sem best.
„Þó maður leiki ekki hetjuna þá
verður manni að þykja vænt um
sinn karakter. Jafnvel þó fólki finn-
ist karakterinn ömurlegur. Karakt-
erinn minn í þáttunum er alls ekki
fullkominn en ég verð að réttlæta
hennar gjörðir og ekki dæma hana
fyrir það sem hún gerir.“
Persónulegt og vinnutengt
Heiða hefur búið í London í ára-
tug og kann vel við sig. Hún getur
þó vel hugsað sér til hreyfings á
næstunni, þegar hún hefur lokið
þeim verkefnum sem framundan
eru. „Mér finnst alltaf gaman að
breyta til. Ég mun örugglega eyða
einhverjum tíma í Banda ríkjunum
á næstunni. Það hefur verið á
planinu um tíma. Ég er í sambandi
með bandarískum strák sem býr
í Kaliforníu, þannig það eru bæði
persónulegar og vinnutengd-
ar ástæður fyrir því að ég stefni
á Bandaríkin.“
Ástin og vinnan bíða
í Bandaríkjunum
Þriðja serían í vinnslu Heiða segir að gaman sé að vera komin aftur af stað við tökur á þriðju seríunni af Poldark.
Heiða Rún Sigurðardóttir fer með eitt aðalhlutverkanna í sjónvarps
þáttunum Poldark en sýningar á annarri þáttaröðinni hefjast á
RÚV á sunnudag. Þriðja þáttaröðin er í vinnslu en Heiða horfir til
Banda ríkjanna þar sem bæði ástin og vinnan kalla á hana.