Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 09.09.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 09.09.2016, Blaðsíða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016 -5% Vogar -1% Seljahverfi -11% Hús -4% Rimar -4% Engi -17% Víkur -17% Kóp – Lindir -11% Kóp – Smárar -6% Foldir -5% Gbær – Sjáland -12% Hfj – Vangur -10% Hfj – Ás -9% Borgir -3% Mosfellsbær -28% Akranes -13% Ísafjörður -17% Akureyri -41% Selfoss -39% Egilsstaðir -32% Reykjanes (meðaltal) -25% Vesturland (meðaltal) -3% Vestfirðir (meðaltal) -13% Norðurland (meðaltal) -20% Austurland (meðaltal) -21% Suðurland (meðaltal) -5% Breiðholt (án Seljahv) 0% Gbær (ekki Akrar eða Sjáland) 0% Hfj – Vellir 6% Miðborg (innan Hringbrautar og Snorrabrautar) 10% Melar Hagar 4% Grandar 3% Seltjarnarnes 2% Hlíðar 2% Háaleitisbraut 2% Lönd 5% Teigar og Tún 8% Hraunbær 3% Norðan Kópavogslækjar (Ekki Lindir, Smárar, Salir, Vatnsendahæð, Lundur) 5% Heimar -33% Keflavík -10% Grafarholt Raunlækkun hefur verið á íbúðaverði í flestum íbúða- hverfum höfuðborgarsvæðis- ins nema miðborgarsvæði og íbúðaverð hefur alls staðar lækkað á landsbyggðinni undanfarin tíu ár. Bilið milli dýrasta og ódýrasta hverfis- ins á höfuðborgarsvæðinu hefur breikkað verulega og þurfa kaupendur í mið- borginni að greiða 75 prósent hærri upphæð fyrir fermetr- ann en í ódýrasta úthverfinu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Verðhjöðnun hefur verið á húsnæði í flestum hverfum á höfuðborgar- svæðinu á undanförnum tíu árum og alls staðar á landsbyggðinni. Þrátt fyrir stöðuga umræðu um mikla hækkun fasteignaverðs undanfarin ár hefur verðbólgan étið upp verð- hækkun húsnæðis á flestum stöð- um landsins sé litið til uppreiknaðs meðalverðs á fermetra í fjölbýli eftir hverfum og bæjarfélögum. Árið 2006 var valið sem við- miðunarpunktur í verðsamanburði því þá voru komnar fram þær miklu hækkanir sem urðu á húsnæðis- markaðnum í kjölfar breytinga á lánsfjárhlutfalli bankanna og Íbúða- lánasjóðs árið 2004. Sem dæmi kostaði 100 fermetra íbúð í fjölbýli í Víkurhverfi í Graf- arvogi 21.2 milljónir árið 2006. Á verðlagi dagsins í dag eru það 35,2 milljónir. Í ár selst 100 fermetra íbúð í sama hverfi á 29,2 milljónir, sem eru einungis 83% af því verði sem íbúðin seldist á fyrir tíu árum. Eigendur íbúðar sem keypt var fyr- ir tíu árum fengju því sex milljón- Íbúðaverð í raun lækkað frá 2006 um króna lægri raunupphæð nú en þeir keyptu íbúðina á. Mesta verð- hjöðnunin á höfuðborgarsvæðinu er í Víkurhverfi. Mesta hækkun í Vesturbæ Mest er raunhækkunin í miðbæ Reykjavíkur, Vesturbæ og Hraun- bæ, þar sem íbúðaverð er allt að 10% hærra að raunvirði nú en fyrir tíu árum en Hraunbær er það úthverfi sem mesta verðhækkunin hefur orðið á þessu tímabili, tæp átta pró- sent. Hækkunin er mest á Melum/ Högum í Vesturbænum þar sem 100 fermetra íbúð kostaði 38,6 milljónir að núgildi árið 2006 (23,2 milljónir á verðlagi 2006) en seldist nú á um 42,3 milljónir. Raunhækkunin er um 3,7 milljónir. Mesta lækkun á Selfossi Þegar horft er til landsbyggðarinn- ar hefur mesta verðhjöðnunin verið á Selfossi þar sem meðalíbúðaverð í fjölbýli hefur lækkað um 40% á tímabilinu. Árið 2006 kostaði 100 fermetra íbúð að meðaltali 28,2 milljónir á núgildi (17 milljónir á verðlagi ársins 2006) en seldist í dag á tæpar 17 milljónir, sem er því 11,3 milljónum undir því verði sem hún var keypt á fyrir 10 árum. Þess má geta að einungis var horft til stærstu bæja hvers landshluta. Húseigendur sem keyptu íbúð á Selfossi árið 2006 geta því reiknað með að selja hús- næði sitt fyrir sömu krónutölu árið 2016 og þeir keyptu á fyrir 10 árum. Minnsta verðhjöðnunin á lands- byggðinni á undanförnum áratug er á Ísafirði, þar sem 100 fermetra íbúð kostaði 14 milljónir á verðlagi dagsins í dag (8,5 á verðlagi 2006) en seldist nú á 12,2, sem er um 13% lægra en kaupverð fyrir tíu árum. Bilið breikkar milli hverfa Hér er ekki verið að skoða fermetra- verð milli landshluta eða hverfa, einungis verið að skoða raunverð- breytingu á fasteignum innan hverf- is á síðustu tíu árum. Þegar þróun- in í dýrustu og ódýrustu hverfum höfuðborgarsvæðisins er hinsvegar skoðuð má sjá að bilið hefur auk- ist. Árið 2006 var íbúðaverð hæst í miðbænum og er það enn núna, uppreiknað meðalverð var tæplega 440 þúsund krónur á fermetra fyrir 10 árum og er nú um 465 þúsund. Fermetraverð er hins vegar lægst í Vöngum í Hafnarfirði og var það einnig fyrir 10 árum, tæplega 300 þúsund fyrir 10 árum en er 260 þús- und núna. Dýrasta hverfið var tæp- lega 50 prósentum dýrara en það ódýrasta árið 2006 en er nú tæp- lega 80 prósentum dýrara. Munur- inn hefur því aukist um 30 prósentu- stig á tímabilinu. Raunverulegt dæmi Hjón á eftirlaunaaldri keyptu sér þriggja herbergja íbúð í fjölbýli í Mosfellsbæ árið 2005. Þá kostaði íbúðin 22,5 milljónir. Þau hafa nú sett íbúðina á sölu og vonast til þess að hún seljist á 37 milljónir. Á upp- reiknuðu verði keyptu þau íbúðina á 39,5 milljónir fyrir 11 árum og því eru þau í raun að tapa 2,5 milljón- um á sölu íbúðarinnar þrátt fyrir að hafa fullkomlega sinnt öllu viðhaldi á tímabilinu. Eigið fé í íbúðinni að frádregnum afborgunum af lánum er því minna nú en þegar þau keyptu íbúðina fyrir 11 árum. Að eiga eða keyra Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir að þessi þróun, hækkun íbúða- verðs í miðborginni umfram önn- ur íbúðahverfi, hafi hafist um 1990. „Í kringum 1990 var miðbærinn í raun að drabbast niður, Kringlan var byggð 1986 og öll verslun fór þá úr miðbænum og gömul hús fóru þar að grotna niður. Ákveðin breyting verður upp úr 1995. Þá hófst vöxtur á þjónustu sem er að mestu leyti stunduð miðsvæðis en þjónusta hef- ur vaxið verulega á Íslandi undan- farin 30 ár. Ég hef oft spurt að því hvað fólk hafi í raun átt að gera í miðbænum fyrir árið 1989. Það gat hvorki drukkið bjór né latte. Það má ef til vill halda því fram að bjór og latte hafi gert miðbæinn vinsælan að nýju,“ segir Ásgeir. Hann bendir jafnframt á að kyn- slóðum foreldra okkar hafi ekki þótt fínt að búa í miðbænum og völdu frekar úthverfin. „Þetta viðhorf hefur breyst og hin svokallaða „milennium“ kynslóð, sem er mjög stór, vill búa miðsvæðis,“ segir Ás- geir. Annað sem hefur áhrif á þessa þróun, að sögn Ásgeirs, er aukinn flutningskostnaður og sívaxandi álag á stofnæðar á höfuðborgarsvæðinu, sem ekki hafa verið endurnýjaðar í áratugi, sem hægir mjög á umferð og eykur ferðatíma. Ásgeir bendir á að aukið umferðarálag undanfar- in misseri skýrist af því að fjölgun einkabíla sé nú fyrst farin í gang aftur eftir fækkun eftir hrun. Hins vegar hafi ekki verið fjárfest í gatna- kerfinu og að gamlar stofnbrautir taki við sífellt meiri umferð úr nýj- um íbúðahverfum. Áður fyrr hafi bæði verið fljótlegt og ódýrt að ferð- ast milli staða á höfuðborgarsvæð- inu, jafnvel frá úthverfum í miðborg. „Nú er fólk farið að velja milli þess að eiga eða keyra. Það velur að búa í úthverfum og keyra til vinnu eða borga hærri upphæðir fyrir að búa miðsvæðis,“ segir Ásgeir. Hann segir að túrismi hafi einnig að einhverju leyti spilað inn í þessa þróun og ýtt verðinu upp í miðborginni. Ferða- menn vilji vera miðsvæðis í göngu- færi frá þjónustu og menningu og það hafi áhrif til hækkunar íbúða- verðs á svæðinu. „Hins vegar tel ég að þessi hækkun geti ekki orðið mikið meiri á sumum svæðum og fari fljótlega að ná út í úthverfin rétt eins og gerðist í síðustu hækkun sem varð um 2004,“ bendir hann á. „Verðhækkunin núna er hins vegar öðruvísi en sú sem var 2004, meira miðborgardrifin,“ segir hann. KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SELESTE UMGJÖRÐ Á: 1 kr. við kaup á glerjum Ég hef oft spurt að því hvað fólk hafi í raun átt að gera í miðbænum fyrir árið 1989. Það gat hvorki drukkið bjór né latte. Það má ef til vill halda því fram að bjór og latte hafi gert miðbæinn vinsælan að nýju. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði Fasteignaverð víðast enn lægra en fyrir Hrun Fasteignaverð er enn lægra en fyrir Hrun á landsbyggðinni og eins í flestum hverfum Reykjavíkur. Einu svæðin sem hafa hækk- að eru vestan Elliðaá og í Árbænum og litlum parti Kópavogs. Mest er hækkunin í Vesturbænum. Á sama tíma og raunvirði fasteigna hefur hækkað þar um 10 prósent hefur það lækkað um 39 prósent á Egilsstöðum og um 41 prósent á Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.