Fréttatíminn - 09.09.2016, Blaðsíða 61
Horfirðu mikið á sjónvarp?
„Ég náði að fylgjast með fleiri
sjónvarpsseríum áður en ég
uppgötvaði hlaðvarpið. Finnst nú
orðið skemmtilegra að leggjast upp
í rúm og hlusta á hlaðvarpsþátt
þegar ég kem heim úr vinnunni. Svo
lítil fyrirhöfn í því að liggja bara og
hlusta. Jú, jú, ég reyni nú samt að
fylgjast með því sem ég er spennt
fyrir.“
Hvers konar sjónvarpsefni er í
uppáhaldi?
„Raunverulegir sjónvarpsþættir.
Athuga: Ekki raunveruleikasjónvarp,
raunverulegir sjónvarpsþættir.
Þættir á borð við Transparent, Girls,
Broad City og Honorable Woman.
Nú þegar ég segi það þá eru þetta
allt þættir með raunverulegum og
sterkum kvenpersónum. Það er
greinilegt að ung mannleg kona
sækist í það að horfa á aðrar
ungar mannlegar konur. Mikilvægi
fyrirmynda, ha!
Annars horfi ég mest á
heimildarmyndir og finnst afar
heillandi þessi þróun sem er
að eiga sér stað hvað varðar
heimildarmynda sjónvarpsþætti.
The Jinx og How To Make
A Murderer eru dæmi um
heimildarmyndaefni sem er brotið
upp í nokkra sjónvarpsþætti og gert
mjög vel að mínu mati. Annars er
Sex And The City tímalaus snilld.
Skrif þáttanna eru enn betri en mig
minnti í æsku.“
Hvaða þætti/sjónvarpsefni hefurðu
horft mest á að undanförnu?
„Mér finnst Jill Soloway gera besta
sjónvarpsefnið í dag. Þættirnir
Transparent eru það allra besta
sem ég hef séð í mörg ár. Ég horfði
nýlega á pilot þátt sem hún gerði,
byggðan á bókinni I Love Dick, og
hann var frábær. Sögurnar sem
hún skrifar eða velur eru frumlegar,
fallegar, mannlegar en svo er
kvikmyndatakan og klipping líka
mjög heillandi.“
Sófakartaflan
Anna Gyða Sigurgísladóttir,
annar umsjónarmanna
Lestarinnar á Rás 1.
Raunverulegir sjónvarpsþættir í uppáhaldi
Hinsta strippið
Stöð 2 kl. 22.10 Magic Mike
XXL
Þrjú ár eru nú liðin síðan Magic
Mike, sem er sem fyrr leikinn
af glæsimenninu Channing
Tatum, ákvað að segja skilið við
strippdansferilinn og þar með
félaga sína í The Tampa Kings-
dansflokknum. Þeir hafa hins
vegar haldið áfram að dansa
en fundið um leið fyrir því að
aðalstjörnuna vantar. Þegar í ljós
kemur að félagar Mikes í The
Tampa Kings eru að hugsa um að
draga sig í hlé líka ákveða þeir allir
að gera það með slíkum stæl að
eftir verði tekið. Hópurinn semur
því ný dansatriði og heldur áleiðis
til Myrtle Beach í Suður-Karólínu
þar sem þeir setja á svið sýningu
sem slær allar aðrar strippsýningar
út í gæðum og fjöri. Með önnur
hlutverk fara m.a. Elizabeth Banks,
Amber Heard og Jada Pinkett
Smith.
Jaws-maraþon
Netflix Allar
Jaws-myndirnar
Nú er hægt að renna sér í gegn-
um allar fjórar Jaws-myndirnar
á Netflix, hafi fólk þar til bæran
aðgang. Fyrsta Jaws-myndin var
frumsýnd árið 1975 og naut fá-
dæma vinsælda. Hún var byggð
á skáldsögu frá árinu á undan og
það var Steven Spielberg sem
leikstýrði. Jaws gat svo af sér
þrjár framhaldsmyndir, þemagarð
og ótrúlegasta varning. Jaws 2
kom út 1978, Jaws 3 árið 1983 og
Jaws: The Revenge árið 1987.
Hugljúft ferðalag
Hringbraut kl. 21 Ferðalag
keisaramörgæsanna
Margverðlaunuð mynd um líf
keisaramörgæsanna og lífsbar-
áttu þeirra. Einstaklega falleg og
hugljúf mynd eftir leikstjórann
Luc Jacquet frá árinu 2005.
Horfi mest á heimildarmyndir Anna Gyða
er hrifin af þáttum á borð við How To Make
a Murderer. Mynd | Hari
Nú talaði
Jesús aftur
til þeirra
og sagði:
“Ég er ljós
heimsins.
Sá sem fylgir
mér mun ekki
ganga í myrkri
heldur hafa
ljós lífsins.”
www.versdagsins.is
VÍKURVAGNAR EHF.
STYRKUR, ÞJÓNUSTA og ÁREIÐANLEIKI
Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík
Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is
VÍKURVAGNAR EHF
MIKIÐ ÚRVAL AF KERRUM
FYRIR IÐNAÐARMENN OG VERKTAKA
…sjónvarp17 | amk… FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016